Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 34

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201634 Fyrir tæpum tveimur árum gaf Sig- mundur Benediktsson á Akranesi út kvæðabókina Úr viðjum vitundar. Þar er meðal annars að finna kvæði um boðskap jólanna. Gott er að rifja hann upp. Með fylgir ljósmynd af kirkjunni að Hólum í Eyjafirði, en Sigmundur bjó að Vatnsenda í sömu sveit framan af ævinni. Nú búa Sveinn Rúnar og Guðný Óskarsdóttir, sonur og tengdadóttir hans þar. Þau stækk- uðu við sig fyrir þremur árum, er þau keyptu kirkjujörðina Hóla og er kirkj- an nú í eigu þeirra sem bændakirkja. Sigmundur Rúnar Sveinsson býr nú að Hólum ásamt fjölskyldu sinni og hefur unnið við búið hjá foreldrum sínum með búfræðinámi. Boðskapurinn Ljósið að handan er leiftrandi bjart það leggur til jólanna andlega skart og kemur með sólblik í sinnið. Hugsun er orka á heimanna braut, hjartað er tengt, sem að gleðina hlaut því lífgjafans frjódögg þar finnið. Hans blessuð og kærleikur umlykur allt að eilífu býður hann ljósið sitt falt, svo mannkynið fögnuðinn finni. Hjörtu vor opnum og heyrum það mál, sem hugurinn nemur í vitund og sál, því Kristur oss kallar þar inni. Boðskapurinn Ég þekkti fyrir löngu mann sem var sérvitur og bjó við þröngan kost í Reykjavík. Hann átti lítið útvarps- tæki og eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði var að hlusta á lýs- ingu á leikjum íslenska landsliðs- ins í handbolta. Einn daginn, þeg- ar spennandi leikur var í Höllinni, ákvað ég að bjóða honum með mér svo að hann gæti fengið að líta sína menn augum. „Nei takk,“ sagði hann kurteislega, „ég ætla að hlusta á leikinn í útvarpinu, þeir spila best þar.“ — Slíkur er máttur tilfinning- anna og ímyndunaraflsins í lífi okk- ar. Við getum með því kallað fram stemningu og hughrif og gefið hinu daglega amstri okkar líf og lit og lyft því öllu upp á æðra plan. Sú hátíð sem við höldum nú, jólahátíðin, er hátíð þessa sköpunarkrafts sem býr í huga okkar, krafts sem býr innra með okkur hverju og einu og við getum nýtt á svo ótalmarga vegu. Sagan sem geymd er í jólaguð- spjallinu höfðar til þess krafts sem gerir mannlegt líf annað og meira en mælanlegar staðreyndir. Frá- sögnin er ekki sagnfræði á þann hátt að hægt sé að sannreyna alla þá at- burði sem þar er lýst, hún er annað og meira en það. Hún er saga um til- finningar sem búa innra með okkur, hún er saga um mannlegt eðli sem lítið breytist í aldanna rás, og þau fjölmörgu tákn sem í frásögninni má finna flytja okkur boðskap um jöfn- uð og réttlæti, boðskap sem varð að umbreytandi afli eftir að hann fór að berast út um heimsbyggðina. Á jólum safnast allir kristnir menn saman, hvar sem þeir búa í veröld- inni, til að hlusta á frásögn Lúkas- ar guðspjallamanns af fæðingu lítils barns í gripahúsi, frásögn af upphafi kristinnar hugmyndafræði sem hef- ur verið stoð í vestrænni samfélags- gerð. Við Vesturlandabúar teljum okk- ur gjarnan trú um að samfélag okk- ar stjórnist, umfram það sem annars staðar gerist, af skynsemi en ekki af heimsmynd trúarbragða. En sam- félag okkar er sprottið af rót þeirr- ar frjálslyndu hugmyndarfræði sem kristin trú boðar og þau áhrif eru samofin allri okkar hugsun. Jafn- vel í þeirri veraldlegu umgjörð sem við höfum sett samfélaginu eru áhrif kristinnar trúar sterk. „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.“ — Þessum upphafsorðum jólaguðspjallsins er vissulega ætlað að gefa frásögninni sagnfræðilegan blæ, en boðskapur þeirra er þó ann- ar og meiri. Þessum orðum er ætlað að flytja okkur það fagnaðarerindi að á dögum harðstjórnar og kúgun- ar hafi stórkostlegir atburðir orðið sem færðu ljós inn í myrkan heim. Þessum upphafsorðum Lúkasar er ætlað að draga fram andstæðurnar sem ávallt hafa sett svip sinn á þenn- an heim, andstæður ljóss og myrk- urs, andstæður ríkidæmis og fátækt- ar, andstæður kærleika og kúgunar. Inn í heim andstæðnanna fædd- ist barn sem boðaði jöfnuð meðal manna og boðaði kærleika til manna, eins og segir í lokaorðum frásagn- arinnar: „Dýrð sé Guði í upphæð- um og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ Megi jólahátíðin verða til þess að efla með okkur öllum þá tilfinningu sem gefur frið í sálina og trú á lífið, trú á að við séum umvafin kærleika Guðs í gleði og í sorg. Megi ljósið sem lýsti upp myrkrið á Betlehems- völlum hina fyrstu jólanótt lýsa í lífi okkar. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmi. Jólahugleiðing með kveðju úr Stykkishólmi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.