Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 48

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 48
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201648 Fyrstu hraðahindranirnar á Reykhólum Seint í júnímánuði var komið fyrir tveimur umferðareyjum til að halda niðri ökuhraða á Hellisbraut á Reykhólum. Eru þetta fyrstu hraðahindranir sem vitað er til að settar hafi verið upp í þorpinu. Þar er leyfilegur hámarkshraði 35 km/klst. en eftir áskoranir frá íbúum hreppsins tók sveitarstjórn af skarið, pantaði umferðareyjurnar og lét koma þeim fyrir. Límtré Vírnet landaði risasamningi Byggingafyrirtækið Límtré Vírnet í Borgarnesi samdi við dótt- urfyrirtæki Icelandair um að reisa nýtt flugskýli á Keflavíkurflug- velli. Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtrés Vír- nets, sagði í samtali við Skessuhorn að um risasamning væri að ræða. Hann vildi þó ekki gefa upp andvirði samningsins, slíkt væri trúnaði mál en sagði þó að þetta væri sá stærsti sem fyr- irtækið hefði gert. „Samningar af þessari stærð hafa ekki verið gerðir hjá félaginu áður, það er að segja einstakir samningar,“ sagði Stefán. Nýja flugskýlið verður 10.500 fermetrar að grunn- fleti en heildarflatarmál um 13.600 fermetrar. Það verður 27 metrar á hæð og hægt á að verða að koma tveimur Boeing 757 flugvélum fyrir þar hlið við hlið. Til þess þarf hurð sem verður 90 metra breið og opnast mest um 65 metra. Áætlað er að upp- setning hefjist um áramót. Druslugangan gengin í Stykkishólmi Fyrsta Druslugangan sem far- in er á Vesturlandi svo vitað sé var gengin í Stykkishólmi síðla júlímánaðar. Var það Alma Mjöll Viðarsdóttir sem leiddi gönguna. Markmið Druslu- göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og undirstrika og minna á að þolendur þess- ara glæpa eiga hvorki sökina né skömmina. Selfí gaffallinn er íslenskt hugvit Flestir snjallsímaeigendur þekkja fyrirbærið selfístöng, eða sel- fie-stick, eins og það nefnist upp á engilsaxneskuna. Við þann- ig stöng er hægt að festa síma, beina henni svo frá sér og taka mynd. Þannig er hægt að ná mynd af ágætis hópi eða bara sjálf- um sér sem ber þess ekki endilega merki að sá sem myndin er af hafi tekið hana sjálfur. Löngum hefur þótt til siðs hérlendis að láta sjást í stöngina á slíkum myndum, svona til að láta vita af því að viðkomandi eigi selfístöng. Slíkt tíðkast hins vegar ekki með- al siðaðri þjóða. En hvað um það. Ekki eiga allir selfístöng en menn deyja ekki ráðalausir. Blaðamaður Skessuhorns sótti bygg- ðahátíðina Reykhóladaga heim á liðnu sumri og rakst þar á Jó- hann Vívil Magnússon frá Seljanesi. Hann á ekki selfístöng en hafði smíðað sér hinn forláta selfígaffal, fest símann á hefðbund- inn heygaffal með plastfilmu, tímastillt myndavélina og smellti myndum af sjálfum sér með prýðilegum árangri. Þröstur minn góður Heimilisfólkið á Ferjubakka IV í Borgarhreppi varð í sumar vart við þröst sem gert hafði sig heimakominn á bænum. Var vel lát- ið af gesti og sett upp hús fyrir hann á stað þar sem hann fær frið fyrir köttunum á svæðinu. Heimasætan Sunna Kristín gaf þrest- inum nafnið Þröstur Leó. Hugsaði hún um fuglinn í sumar, kíkti reglulega til hans og gaf honum vatn og mat. Hændi hún fugl- inn svo að sér að yfirleitt kom hann til hennar, settist hjá henni eða á hana. Byrjað að reisa við Asparskóga Hafist var handa við að reisa íbúðablokk við Asparskóga 27 á Akranesi snemma í ágústmánuði, en það er fyrsta fjölbýlishúsið af þremur sem fyrirtækið Uppbygging ehf, í eigu Engilberts Run- ólfssonar, mun reisa við Asparskóga. Í húsunum verða þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 100-125 fermetrar að stærð og verða seldar fullbúnar með gólfefnum. Framkvæmdin er ein stærsta einstaka framkvæmd í íbúðabyggingum á Akranesi frá hruni, en áætlað er að hún komi til með að kosta 700 milljónir króna. Frumleg sendibréfsáritun vakti heimsathygli Mest lesna frétt Skessuhorns á vefnum á árinu 2016 fjallaði um sendibréf sem Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld bóndi á Hól- um í Hvammssveit fékk í vor. Henni barst umslag með ein- hverri frumlegustu áletrun sem nokkurn tímann hefur verið rit- uð utan á bréf. Nokkrir erlendir ferðamenn sem höfðu átt við- dvöl í sveitinni á Hólum gerðu tilraun til að senda Rebeccu og fjölskyldu póstkort án heimilisfangs. Á umslagið var þó ritað að staðsetningin væri á Íslandi og við Búðardal. Svo var teiknað upp kort og staðsetning bæjarins merkt inn á kortið og lítill texti lát- inn fylgja sem gaf þær upplýsingar að danska konan, viðtakand- inn, ynni í verslun í Búðardal. Umslagið var póstlagt í Reykja- vík en erlendu ferðamennirnir voru ekki alveg vissir um að það myndi skila sér en höfðu þó á orði að þessi áletrun á umslaginu yrði þá til að sanna að Ísland væri svalasta land á jarðríkinu og að allt væri mögulegt á Íslandi. Og þar með er það staðfest, allt er mögulegt á Íslandi, að minnsta kosti að koma póstkortum til skila með handteiknuðu staðsetningarkorti, samanber meðfylgj- andi mynd. Vakti frétt Skessuhorns um bréfsendinguna frum- legu heimsathygli og fjallað var um málið á fréttastofum í fjöl- mörgum löndum. Vakinn upp af Pokemon þjálfara Símaleikurinn Pokémon Go tröll- reið heimsbyggðinni framan af síðasta ári og nýtur enn fáheyrðra vinsælda meðal yngri kynslóðanna. Hann gengur út á það að spilar- ar veiða Pokémona sem leynast út um hvippinn og hvappinn, en til þess þurfa þeir að fara á stúfana úti í hinum raunverulega heimi og veiða þá þegar þeir birtast á skján- um. Eitt skiptið í júlímánuði gerð- ist það á Akranesi að íbúi í Jörund- arholti var vakinn upp af værum blundi eftir næturvakt þegar bar- ið var að dyrum seint um morgun. Fór hann til dyra og mætti þar tólf ára dreng sem hann kannaðist ekki við. Drengurinn bað hins vegar um að fá að komast inn vegna þess að í húsinu ætti að leyn- ast Pokémon. Jú, íbúinn hleypti drengnum inn og þrammaði hann um húsið uns Pokémoninn fannst inni á baðherbergi. Þar náði drengurinn að fanga skrímsli og yfirgaf því húsið skömmu síðar. Á leiðinni út spurði íbúinn drenginn hvort um sjaldgæf- an eða góðan Pokémon væri að ræða. Svaraði drengurinn því til að svo væri alls ekki. Meðfylgjandi er skjáskot af símaleiknum Pokémon Go, en það var tekið þegar reynt var að handsama einn Pokémon af tegundinni Nidoran sem hafði gert sig heimkominn á kaffistofu Skessuhorns. Víða slegið þrisvar Bændur á Vesturlandi gátu lítið kvartað yfir veðri til heyskapar á sumrinu sem leið. Víðast hvar náðust af- burða góð hey í plast eða undir dúk, tilbúin til gjafar í vetur. Nokkuð víða um vest- anvert landið tóku bændur sig til í lok ágústmánaðar og alveg fram í október og hófu þriðja slátt, en fremur fátítt er að tíðin sé svo góð að hægt sé að slá þrisvar sama sumarið. Afurðaverðsmálið hjá sauðfjárbændum Allir helstu sláturleyfishaf- ar landsins lækkuðu verð frá fyrra ári þegar þeir gáfu út verðskrár sínar fyrir slátur- tíð haustsins. Verð til sauð- fjárbænda á dilkakjöti lækk- aði um 5-10% og þurftu þeir að auki að mæta allt að 40% verðlækkun fyrir ærkjöt. Ástæður þær sem sláturleyf- ishafar gáfu fyrir lækkuninni voru einkum sagðar óhagstæðar aðstæður í útflutningi, styrking krónunnar, að lækkun hafi orðið á mörkunum og hrun á mörk- uðum fyrir hliðarafurðir. Eðlilega var afar þungt hljóð í bændum vegna þessarar ákvörðunar sláturleyfishafa og boðuðu þrjú félög sauðfjárbænda á Vesturlandi meðal annars til fundar í Þinghamri í Borgarfirði vegna málsins. Segir það sitt um hve alvarlega þeir litu málið að yfir hundrað manns mættu á fundinn þrátt fyrir að boðað hafi verið til hans í þann mund sem göngur og réttir voru víðast handan við hornið (og sums staðar hafnar). Fundur- inn skilaði litlum árangri, hljóðið var þungt í sláturleyfishöfum og bændum lítil von gefin. Áhrif verðlækkana til bænda á slátur- tíð haustsins eiga enn eftir að koma endanlega í ljós. Jötunstál brann öðru sinni Altjón varð í byrjun ágústmánaðar þegar eldur kom upp í hús- næði Vélsmiðjunnar Jötunstáls á Akranesi. Talið er að eldur- inn hafi kviknað í bíl sem þar var innandyra og síðan breiðst út. Þegar starfsmenn komu til vinnu að morgni mætti þeim mikill reykur og var allur tiltækur mannskapur Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallaður til. Mikill eldur var í húsinu og vitað um gaskúta sem sprengihætta var af. Mið- að við aðstæður gekk slökkvistarf þó vel og hægt var að koma í veg fyrir að eldur breiddist í veiðarfærageymslu í suður- enda hússins. Húsnæði Jötunstáls er hins vegar illa farið og öll verkfæri sem innandyra voru eyðilögðust. Var þetta í ann- að skiptið á innan við tveimur árum sem bruni verður í fyrir- tækinu og var starfsmönnum og eiganda fyrirtækisins eðlilega mikið brugðið. Uppbygging hófst þó innan tíðar og starfsem- in komin á fullt á nýjan leik. Vel merktur réttarstjóri og kona hans Skessuhorn var að sjálfsögðu á faraldsfæti þegar bændur sóttu fé af fjalli og fóru í réttir víða um Vesturland vopnaðir myndavél- um. Í Kinnarstaðarétt í Þorskafirði í Reykhólahreppi rakst ljós- myndari á réttarstjórann Guðmund Ólafsson á Grund, þar sem hann stjórnaði gangi mála vopnaður gjallarhorni og merktur í bak og fyrir. Eiginkona Guðmundar, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir Fréttaannáll ársins 2016 í máli og myndum Framhald á næstu opnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.