Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 50

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 50
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201650 skólastjóri, sagði að þegar henni hefðu með nokkrum fyrirvara borist fregnir af því að maður hennar ætti að vera réttarstjóri. Tók hún þá ekki annað í mál en að vera að minnsta kosti jafn vel merkt og eiginmaðurinn. Vakti framtak þeirra hjóna mikla lukku viðstaddra. Aukin framlög til Skógarstrandarvegar Lögregla, slökkvilið og sjúkra- flutningamenn í Dölum þurftu á árinu að sinna tugum útkalla vegna tíðra umferðaróhappa á vegi nr. 54, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd. Ástand veg- arins var orðið svo bágborið á haustmánuðum að lögregla óskaði eftir því við Vegagerð- ina að hámarkshraði um veginn yrði lækkaður niður í 50 km/ klst. Um 20 manns höfðu þurft að leita læknisaðstoðar vegna umferðaróhappa og slysa áður en októbermánuður gekk í garð og á endanum fór svo að ráðamenn tóku að lokum við sér. Ákvað var á Alþingi að verja 250 milljónum á næstu tveimur árum til endurbóta á Skógarstrandarvegi, en áður hafði ekki verið gert ráð fyrir svo mikið sem krónu til viðhalds og endurbóta á þessum 60 km kafla fyrr en árið 2019. Dalamenn voru að vonum ánægð- ir og sjá fram á að loksins verði ráðin bót í máli. „Við erum mjög ánægð með þetta framlag sem kom inn í samgönguáætlun á síð- ustu stundu og var eiginlega framar okkar vonum. Við trúum því að umræða síðustu vikna og mánaða hafi haft jákvæð áhrif á þróun málsins þar sem lögregla, sveitarfélagið, Skessuhorn og fleiri vöktu athygli á málinu og hve brýnt það væri,“ sagði Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn um miðjan október. Tekist á um Teigsskóg enn á ný Undirbúningur hófst á haustmánuðum vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við nýjan Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í Reykhóla- hreppi. Í niðurstöðu frummatsskýrslu Vegagerðarinnar er mælt með leið Þ-H; þverun Þorskafjarðar og vegi um hinn umdeilda Teigsskóg og síðan þverun bæði Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Skýrsla Vegagerðarinnar er í opinberu ferli og nýverið birti Um- hverfisstofnun umsögn sína. Niðurstaða umfjöllunar stofnunar- innar er að leið Þ-H sé einn af verri kostunum sem til skoðunar eru, með tilliti til umhverfisáhrifa og mælir með jarðgangaleið, leið D2, sem þverar Þorskafjörð, fer í jarðgöngum undir Hjalla- háls og þaðan með nýju vegstæði yfir Ódrjúgsháls og síðan þver- un Gufufjarðar. Vegagerð á þessu svæði hefur verið lengi í deigl- unni og alla tíð verið umdeild. Margar hugmyndir hafa skotið upp kollinum undanfarinn áratug eða svo og tekist á um nánast allar. Fengu landeigendur Teigsskógar á sínum tíma hnekkt fyrri áformum um veg um Teigsskóg og pattstaða var í málinu þar til Vegagerðin fékk heimild til endurupptöku umhverfismatsins á árinu. Málið er enn í ferli og aftur er farið að takast á um það. Hrefna strandaði í Borgarvogi Sjö metra löng hrefna lenti í sjálfheldu og strandaði á leirunum í Borgarvogi, norðan við Borgarnes við upphaf Sauðamessu. Til hvalsins sást kvöldið áður, en hann var særður og því talið útilok- að að bjarga honum. Á fjöru um hádegisbilið var hvalurinn aflíf- aður samkvæmt beiðni yfirdýralæknis. Hræið var síðan dregið á land á næsta flóði og urðað. Bætt aðstaða fyrir ferðamenn Snæfellsbær hefur ekki farið varhluta af vaxandi ferðamanna- straumi hingað til lands frekar en önnur sveitarfélög. Má bú- ast við að um hálf milljón manns hafi sótt Snæfellsbæ heim áður en árið rennur sitt skeið. Til að mæta þessum fjölda gesta hafa forsvarsmenn sveitarfélagsins reynt að skipuleggja hvernig dreifa megi ferðamönnum um sveitarfélagið, til að tryggja vernd nátt- úruperla og koma í veg fyrir of mikinn ágang. Hefur verið gerð- ur áningarstaður við Svöðufoss, útsýnisplan í Rifi og bílaplan við Bjarnafoss sem hefur stórbætt aðgengi að fossinum, svo dæmi séu tekin. Reynslan hefur sýnt að bætt aðgengi dreifir ferða- mönnum um svæðið, léttir því á átroðningi og kemur öllum til góða, íbúum og náttúrunni sjálfri. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar steypt verið er að steypa bílaplan við Bjarnafoss í Staðar- sveit. Bræður eignuðustbarn sama dag Tilviljun réði því að bræðurnir Sigurður og Kristján Guðmunds- synir frá Hvanneyri eignuðust báðir barn á sjúkrahúsinu á Akra- nesi sama daginn, mánu- daginn 24. október síðast- liðinn. Kvöldið áður höfðu þeir snætt kvöldverð hjá for- eldrum sínum ásamt barns- mæðrum sínum og þegar þeir kvöddust þá um kvöld- ið áttu þeir ekki von á að lenda saman á fæðingadeild- inni. Þó var vitað að Kristján yrði faðir þann dag, því Ey- dís Smáradóttir, kona hans var bókuð í keisaraskurð. Settur dag- ur hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur, konu Sigurðar, var hins vegar ekki fyrr en í nóvember. Hlutirnir fóru þó öðruvísi en ætlað var og kom barn Aldísar og Sigurðar í heiminn á undan barni Krist- jáns og Eydísar. Sjálfstæðisflokkur stærstur í NV-kjördæmi Kosið var til Alþingis laugardaginn 29. október síðastliðinn, tæp- lega þremur og hálfu ári frá síðustu Alþingiskosningum. Kjör- sókn var með dræmara móti í sögulegu samhengi, eða innan við 80%. Talningu atkvæða lauk laust fyrir kl. 9 að morgni sunnu- dags og þá lágu fyrir tölur úr NV-kjördæmi. Sjálfstæðisflokk- ur fékk 29,5% atkvæða og þrjá þingmenn kjörna, Framsóknar- flokkur 20,8% og tvo þingmenn, Vinstri græn 18,1% og einn þingmann, Píratar 10,9% og einn þingmann og Samfylkingin fékk 6,3% atkvæða og kom jöfnunarþingmaður kjördæmisins úr þeirra röðum. Loftorkufeðgar seldu fyrirtækið Eigendur Loftorku í Borgar- nesi ehf., feðgarnir Bergþór Ólason og Óli Jón Gunn- arsson sem rekið hafa fé- lagið síðan 2012, samþykktu seint í nóvember tilboð í allt hlutafé félagsins. Kaupand- inn er félag sem Pétur Guð- mundsson fer fyrir, en hann er jafnan kenndur við bygg- ingafélagið Eykt. Aðspurður sagði Bergþór að þeir feðg- ar hafi ekki verið í söluhug- leiðingum, en þegar kaupaðili hafi nálgast þá af þeirri alvöru sem gert var í þessu tilfelli hafi viðræður verið teknar upp. Þeir Bergþór og Óli Jón sáu jafnframt að kaupendur hefðu alla burði og vilja til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins í Borgarnesi. Gríðarlegt brunatjón á Miðhrauni Mikið tjón varð í bruna í fiskþurrkuninni á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi mánudaginn 21. nóvember. Allt tiltækt slökkvi- lið frá sveitarfélögum á Snæfellsnesi, Borgarbyggð og Akranesi var ræst út kl. 4:50 um morguninn, auk þess sem sendur var bún- aður frá Brunavörnum Suðurnesja. Viðbúnaður var mikill enda ljóst frá fyrstu mínútu að um stórbruna væri að ræða. Tvö stór verksmiðjuhús brunnu en eldvarnarveggur, gott veður og snögg handtök slökkviliðsmanna komu í veg fyrir að eldur næði að læsa sig í stærsta og nýjasta húsið í þyrpingunni. Lögð var áhersla á að verja það hús því ljóst var að eldri húsum yrði ekki bjargað, enda alelda þegar slökkvilið bar að garði. Milli þrjá og fjóra klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins en slökkvistarf gekk vel miðað við aðstæður. Var bruninn mikið áfall fyrir atvinnurekendur á Mið- hrauni sem ákváðu þó að hefja endurbyggingu að fullu þegar búið væri að meta tjónið. Hlýtt ár í sögulegu samhengi Hitamet hafa fallið víða um land á þessu ári sem senn líð- ur. Sérstaklega var þó heitt í haust og fram undir þetta. Meðfylgjandi mynd var tek- in við Akraneshöfn í sumar en þar var ungt fólk að æfa stökk í höfnina. Samtaka voru þau. Fjær liggja upp- sjávarveiðiskip HB Granda við kaja. Byggt í miðbæ Borgarness Framkvæmdir hófust í sumar við byggingu tveggja stórhýsa í miðbæ Borgarness, á lóðunum Borgarbraut 57 og 59. Þar verður reist ríflega 80 herbergja hótel auk fjölbýlishúss fyrir eldri borg- ara. Þetta verður stærsta byggingaframkvæmd í héraðinu um árabil. Tekist er á um skipulagsmál vegna Borgarbrautar 57, en einkum er það skortur á bílastæðum sem steytir á. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar byrjað var að reisa fyrstu hæð hótelsins. Þarna má sjá þá Alfreð Þór Alfreðsson frá Smellinn og Jóhannes Freyr Stefánsson frá SÓ húsbyggingum. Ferðamenn oft óvanir ökumenn Fjölmargar fréttir bárust af því á árinu að ferðamenn á bílaleigu- bílum höfðu komið sér í vandræði. Nær vikulega var hægt að lesa slíkar fréttir í Skessuhorni um það þegar í dagbók lögreglunn- ar á Vesturlandi var sagt frá ólíklegustu málum. Umræðu hef- ur vakið í þjóðfélaginu lítil reynsla erlendra ökumanna af akstri við erfiðar aðstæður, eða akstri almennt. Talsvert er um að as- ískt fólk sérstaklega taki snöggsoðið ökupróf í heimalandi sínu, ferðist til framandi landa, taki bílaleigubíla á leigu og hefji akst- ur með hörmulegum afleiðingum. Oft er þetta fólk búið að koma sér í ólíklegustu vandræði. Dæmi er um að bílaleiga hafi neitað að senda nýjan bíl á vettvang óhapps, þegar viðkomandi ökumaður var búinn að eyðileggja tvo bíla á jafn mörgum dögum. Á með- fylgjandi mynd hafði átt sér stað útafkeyrsla við Hraunhafnará í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Fjórar asískar stúlkur voru í bifreiðinni og sakaði þær ekki. Brostu þær og veifaðu til fréttaritara Skessu- horns sem átti þar leið hjá. Fréttaannáll ársins 2016 í máli og myndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.