Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 54

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 54
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201654 Á bænum Kringlu í Mið-Dölum hóf nýverið búskap ungt par, Arn- ar Freyr Þorbjarnarson og Fjóla Mikaelsdóttir. Skessuhorn tók hús á þeim Arnari og Fjólu á dögunum og ræddi við þau um búskapinn og lífið í sveitinni. Fyrst leikur blaða- manni forvitni á að vita hvort þau eigi tengsl í Dalina. Kemur þá á daginn að Arnar er frá Harrastöð- um og hefur því búið í Mið-Döl- unum alla tíð. Fjóla er hins vegar alin upp á Þingeyri en fór reglu- lega í sveit til ömmu sinnar og afa í Engihlíð og frænda á Svarfhóli í Laxárdal. Arnar upplýsir að þar hafi leiðir þeirra einmitt fyrst leg- ið saman. „Við kynntumst í smala- mennskum á Svarfhóli fyrir fimm árum og þar fór ég að ganga á eftir henni,“ segir hann. Fjóla er 27 ára en Arnar 23 og börnin á bænum eru þrjú; Jasmín, Mikael og Nadía, en þau tvö fyrst- nefndu eignaðist Fjóla áður en þau kynntust. Þá eiga þau von á öðru barni áður en langt um líð- ur. „Þetta er eins og með að fara út í búskapinn, það er um að gera að drífa í því að eignast börn áður en við verðum gömul og hætt- um að nenna þessu,“ segir Arn- ar léttur í bragði. Aðspurð kveð- ast þau ekki vita um kyn barns- ins sem væntanlegt er í heiminn. „Við vildum ekki fá að vita kynið, við erum svo gamaldags að okk- ur þykir miklu skemmtilegra að láta það koma okkur á óvart,“ seg- ir Fjóla. „Það eina sem við vitum er að við þurftum að kaupa okkur stærri bíl. Það dugar ekkert minna en átta manna Land Cruiser und- ir fjölskylduna núna. Það er spurn- ing hvort við reynum ekki bara að fylla hann af börnum,“ segir Arn- ar léttur í bragði en Fjóla er ekki jafn spennt fyrir umræðu um frek- ari barneignir að sinni. Vill í það minnsta fá að ljúka þessari með- göngu áður en farið er að huga að þeirri næstu. Kringla lengi verið í ættinni Á Kringlu búa Arnar og Fjóla með um 450 fjár auk þess sem þau eru með 14 nautgripi í eldi. Auk þess að hafa fest kaup á Kringlu keyptu þau einnig jörðina Svalbarð við hliðina. Spurð um ástæður þess að þau ákváðu að gerast bændur seg- ist Arnar vera alinn upp við bú- skap og alltaf hafa stefnt að því að verða bóndi. „Ég fór að læra smíð- ar og hef verið að vinna með það samhliða búskapnum. En það kom aldrei neitt annað til greina en að byrja að búa. Ég hef alltaf haft hug á því að eignast jörð og var mjög ánægður þegar við gátum eignast Svalbarð og Kringlu,“ segir hann. Fjóla kveðst hins vegar ekki hafa haft búskapinn að markmiði en er engu að síður mjög ánægð með að hafa lagt hann fyrir sig. „Ég stefndi svosem ekkert að þessu sérstaklega en eftir að hafa prófað þá fann ég að þetta á mjög vel við mig,“ seg- ir hún. Þau fræða blaðamann um að jörðin Kringla hafi lengi verið í eigu fjölskyldu Arnars og er hann fimmti ættliðurinn í fjölskyld- unni sem býr á jörðinni, en frændi hans hefur einnig átt lengi heima á Svalbarði. „Þetta eru tvær jarð- ir en alveg samliggjandi, íbúð- arhúsið, fjósið og vélaskemman eru á Kringlu en fjárhúsin á Sval- barði,“ segir Arnar. En auk þess að Kringla hafi lengi verið í fjöl- skyldu Arnars má geta þess að for- móðir Fjólu, Margrét Pálmadótt- ir, er fædd og uppalin á Svalbarði. Jörðina Kringlu keyptu Arnar og Fjóla af Guðrúnu Skarphéðins- dóttur og Kjartani Sigurðssyni, en Guðrún er systir hennar Sigríðar ömmu Arnars, sem býr á Harra- stöðum. „Svo var Nonni bróð- ir þeirra bóndi á Svalbarði en bjó samt hérna í Kringlu. Hann fór bara í fjárhúsin á Svalbarði kvölds og morgna milli þess sem hann keyrði skólabílinn, þessi fjörtíu ár sem hann gerði það. Hann flutti ekki að heiman fyrr en hann var orðinn tæplega sjötugur,“ segir Fjóla. Nennti ekki að bíða eftir Harrastöðum Aðspurð um gengið segja þau að vel gangi í búskapnum. „Við get- um allavega ekki kvartað enn, en vissum svosem að fyrstu árin kæmu til með að vera erfið. Þá er einmitt alveg eins gott að byrja að búa á meðan við erum ung, ekki bíða fram yfir fertugt þegar mað- ur er orðinn úr sér genginn,“ seg- ir Arnar og notar tækifærið til að skjóta á föður sinn. „Pabbi er nátt- úrulega að heita nýtekinn við af afa svona formlega, rúmlega fertugur. Ég nennti ekki að bíða eftir því að hann yrði sjötugur, hefði þá verið kominn yfir fimmtugt sjálfur ef ég hefði ætlað mér að bíða eftir því að ég gæti tekið við á Harrastöð- um,“ segir hann léttur í bragði. En þar sem þau voru bæði ung og staðráðin í því að hefja búskap ákváðu þau að grípa tækifærið þeg- ar þeim bauðst að kaupa Svalbarð og Kringlu. „Við hugsuðum með okkur að þetta væri álíka dýrt og að kaupa hús eða stóra íbúð á höf- uðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess. Við erum það mörg í heim- ili að við hefðum alltaf þurft mikið pláss. Með því að kaupa jörð hefur maður síðan líka möguleika á því að nýta fasteignina til að skapa sér tekjur,“ segir Fjóla. „Síðan verð- ur bara að segjast að Nonni og Gunna seldu okkur á mjög sann- gjörnu verði og hefði þetta líkleg- ast aldrei gengið upp nema fyrir góðmennsku Nonna, en ég held þeim hafi líka þótt vænt um að sjá að einhver í fjölskyldunni hefði áhuga á að taka við búskapnum og halda Kringu innan fjölskyldunn- ar,“ bætir hún við. Uppgrip í rúningi Eins og algengt er með unga og orkumikla bændur hafa þau leitað sér vinnu meðfram búskapnum, til að drýgja tekjurnar. „Ég hef verið á leikskólanum í Búðardal en hætti fyrir sauðburð og hef nú ekki get- að unnið mikið eftir að ég varð ólétt. Ég á þó von á því að reyna að finna mér eitthvað sem hentar vel meðfram búskapnum eftir fæðing- arorlofið og þegar ófædda barn- ið kemst á leikskóla,“ segir Fjóla. Arnar hefur sömuleiðis gripið í eitt og annað. Hann fær reglulega verkefni við smíðar og alls konar verktakavinnu en á haustin hefst rúningsvertíðin. „Ég er búinn að klippa á hverju hausti og vori síð- an ég var 17 ára, mest í hér í Döl- um og í Reykhólasveitinni en líka aðeins úti á Snæfellsnesi. Það eru mjög góð uppgrip í rúningnum en þetta er rosalega mikil vinna. Rún- ingstímabilið er þrír mánuðir á hverju ári og þetta er mikið púl,“ segir Arnar og Fjóla skýtur því að á síðasta ári hafi hann rúið síðustu ærnar 22. desember. „Já, þetta er sem betur fer búið í ár, nema hvað að ég á eftir að klippa nokkrar ær hér heima. En við erum bara svo fáir rúningsmenn, eiginlega of fáir. Ég held til dæmis það séu nán- ast engir rúningsmenn vestur á fjörðum, mér hefur verið boðið að koma og klippa vestur í Arnarfirði og í Djúpinu. Þar hafa þeir verið að fá rúningsmenn af Suðurland- inu. Þannig að það er meira en nóg að gera hjá okkur öllum,“ seg- ir Arnar. Fjölbreytt starf sem hentar þeim Aðspurð segja þau að bændur og búalið á bæjunum í kring hafi einn- ig tekið ungu bændunum fagn- andi. „Bændur eru almennt ánægð- ir þegar yngra fólk leggur land- búnaðinn fyrir sig. Nágrannarn- ir voru allavega ánægðir þegar við byrjuðum að búa og samskiptin við bændurna í kring hafa verið mjög góð,“ segir Fjóla og bætir því við að þau hafi fengið mjög skemmti- legar innflutningsgjafir. „Við feng- um gimbur frá einum bænum og hrút frá öðrum til að bæta við bú- stofninn hér á kringlu,“ segir Fjóla hún og brosir. Geta slíkar kynbæt- ur komið sér vel til framtíðar, en það er einmitt stefnan hjá þeim á næstu árum. „Við ætlum að reyna að fjölga í stofninum smám saman og þá getum við farið að hafa meira upp úr þessu,“ segja þau og horfa björtum augum til framtíðar. „Fyr- ir mitt leyti þá er draumurinn að rætast,“ segir Arnar og Fjóla tek- ur í sama streng. Það er frábært að starfa við sauðfjárbúskap. Við get- um að mestu ráðið okkur sjálf og alltaf unnið okkur í haginn. Þetta er fjölbreytt starf og það á mjög vel við okkur,“ segja Arnar og Fjóla á Kringlu að lokum. kgk „Það er frábært að starfa við sauðfjárbúskap“ - segja Arnar og Fjóla, ungu bændurnir á Kringlu í Mið-Dölum Arnar Freyr Þorbjarnarson og Fjóla Mikaelsdóttir, bændur á Kringlu í Mið-Dölum. Ljósm. kgk. Fjölskyldan á Kringlu á ferðalagi. Arnar og Fjóla ásamt Mikael, Jasmín og Nadíu í Ásbyrgi síðastliðið haust. Ljósm. úr einkasafni Fjólu Mikaelsdóttur Arnar hefur starfað við rúningar að hausti og vori síðan hann var 17 ára gamall. Hann reyndi fyrir sér í Íslandsmótinu í rúningi sem haldið var á Haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dölum síðastliðið haust en kvaðst ekki nógu ánægður með árangurinn. Ljósm. úr safni/ sm. Arnar og Kringla eiga nokkur hross með föður Arnars og eru þau nú í vetrarbeit á Harrastöðum. Hér má sjá Jasmín litlu vingast við eitt folaldið þeirra. Ljósm. úr einkasafni Fjólu Mikaelsdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.