Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 56

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 56
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201656 Hún er sveitakona af lífi og sál. Hún býr í Ausu í Andakíl þar sem hún sinnir sínum hobbýbúskap, starfar á Hvanneyri og tekur virkan þátt í ýmsu félagsstarfi í sínu hér- aði. Ragnhildur Helga Jónsdóttir er brautarstjóri náttúru- og umhverf- isbrautar Landbúnaðarháskóla Ís- lands og kennir bæði við háskóla- og bændadeild skólans. Hún ber mikla virðingu fyrir umhverfinu og er sérhæfð í umhverfisstjórnun fyr- irtækja. Hún þekkir umhverfi sitt vel og vann til að mynda ásamt öðr- um að örnefnaskráningu sem Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum af- henti Landmælingum Íslands fyrir allar jarðir á félagssvæðinu. Ragn- hildur Helga er fædd og uppalin í Ausu í Andakíl og býr þar ásamt Auði Pétursdóttur móður sinni. Faðir Ragnhildar var fæddur í Ausu og hefur ætt hennar búið á bænum í rúma öld. „Þarna eru ræturnar. Ég er sveitamanneskja í húð og hár og er stolt af því,“ segir Ragnhildur við Skessuhorn. Hún segir það þó aldrei hafa staðið til að verða bóndi í fullu starfi og er ánægð með sín- ar 90 kindur, en umönnun þeirra er eitt af fjölmörgum áhugamálum. Ást og virðing fyrir umhverfinu „Það hefur alltaf brunnið á mér virðing fyrir umhverfinu og það hef ég lært sérstaklega í gegn- um mömmu,“ segir Ragnhildur. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og næst lá leiðin í landfræði við Háskóla Íslands. „Ég lauk því námi fyrir 20 árum og starfaði við kennslu í nokkur ár. En hugurinn stefndi á að læra meira.“ Umhverf- isfræði á meistarastigi var á mót- unarstigi á þessum tíma og heill- aði Ragnhildi. Hún hóf fullt nám í umhverfisfræðinni um aldamótin. Hún segir rótina af áhuganum fyrir náminu vera þá ást og virðingu sem hún ber fyrir umhverfinu. „Það var svo margt rangt gert í þeim mál- um. Þarna fannst mér mörg verk að vinna og það er enn þannig í dag,“ segir hún. Ragnhildur sérhæfði sig í umhverfisstjórnun og stjórnun fyr- irtækja. „Mig langaði að geta haft áhrif á ýmsum sviðum og valdi því þessa leið. Eftir að náminu lauk fékk ég vinnu hjá umhverfisráð- gjafafyrirtækinu UMÍS ehf. í Borg- arnesi. Þar unnum við mikið fyrir sveitarfélögin og tókum að okkur ýmis verkefni.“ Safnið hefur ýmis tækifæri Eftir hrun bankanna á Íslandi varð samdráttur hjá fyrirtækinu og verk- efnum fækkaði. Ragnhildur starf- aði hjá UMÍS til ársins 2009. „Ég hef alltaf litið þannig á hlutina að þegar einar dyr lokast, þá opn- ast aðrar. Ég hafði sinnt stunda- kennslu í LbhÍ með þessu starfi og eftir þetta fjölgaði áföngunum sem ég kenndi.“ Við skólann kenn- ir Ragnhildur sögu landnýtingar og umhverfisfræði, ásamt því að vera brautarstjóri náttúru- og umhverf- isbrautar. „Mér finnst þetta mjög spennandi kennsluefni. Í umhverf- isfræðinni er til dæmis hægt að nýta nýjustu fréttir sem kennslu- efni. Umhverfið er heitt umræðu- efni og það er margt í ólagi í heim- inum í þessum málum í dag. En það er líka margt skemmtilegt að ger- ast,“ segir hún. Þá hefur Ragnhild- ur einnig leyst Bjarna Guðmunds- son af í hópamóttökum við Land- búnaðarsafn Íslands. „Ég byrjaði í afleysingum þar af einhverri alvöru í fyrra. Síðasta vetur kom það inn sem hluti af starfi mínu og vægið eykst svo núna um áramótin þeg- ar ég tek við stjórnun safnsins,“ útskýrir Ragnhildur. „Á ákveðn- um tíma árs er þetta mikil vinna. Á þessu ári hafa til dæmis komið sex- tíu hópar sem allir hafa fengið mót- töku, leiðsögn og fræðslu. Það er fyrir utan lausatraffíkina.“ Fram- undan er að fara í markaðssókn fyr- ir safnið og að móta framtíðarsýn þess. „Safnið hefur ýmis tækifæri, til dæmis gagnvart ferðamönnum. Þarna getur fólk skoðað við hvaða aðstæður landbúnaður hefur ver- ið stundaður. Það er mikilvægt að fólk skilji söguna til að geta áttað sig á nútímanum. Þá fyrst getum við horft til framtíðar.“ Er í ýmsu félagsstarfi Ragnhildur Helga kemur víða við. „Eins og margt ungt fólk sem gefur aðeins færi á sér þegar það kemur til baka í sína heimabyggð, hef ég ver- ið dregin inn í alls kyns félagsstarf,“ segir hún. Hún sat áður í stjórnum ungmennafélagsins og sauðfjár- ræktarfélagsins. Þá hefur hún ver- ið í stjórn veiðifélags Andakílsár til margra ára og er í stjórn Kven- félagsins 19. júní. Hún segir mikið og gott starf unnið í kvenfélaginu. „Við höfum tvöfaldað félagafjöld- ann á síðustu árum og erum nú um 50 konur á öllum aldri. Félagið er mjög virkt og við höfum verið öfl- ugar í að styrkja ýmis málefni.“ Hið árlega jólabingó kvenfélags- ins var haldið í upphafi aðventu og segir Ragnhildur það einmitt hafa heppnast sérlega vel. „Það hafa aldrei fleiri mætt. Það hefur sjálf- sagt spurst út að þarna væru flott- ir vinningar og góð skemmtun. Það hjálpaði líka til að núna vorum við að styrkja ákveðið málefni sem aðr- ir vildu leggja lið.“ Henni þykja félagsmálin mikilvæg fyrir samfé- lagið. „Ef maður vill að það sé líf í samfélaginu, þá verður maður sjálf- ur að taka þátt. Að ganga í hlutina og stuðla að góðum verkum, hvort sem það er hjá veiðifélagi eða kven- félagi.“ Veiðivörður á sumrin Ásamt ofangreindum störfum hef- ur Ragnhildur Helga starfað sem veiðivörður í Hvítá síðustu sum- ur. Hún segist hafa tekið starfið að sér eftir að fyrrverandi veiðivörð- ur lét að störfum. „Það var leit- að að nýjum veiðiverði sem væri staðsettur miðsvæðis í héraðinu. Ég tók þetta að mér, þetta er bara lítið hlutastarf yfir sumarmánuð- ina.“ Hluti af starfinu er að fara í veiðieftirlitsflug nokkrum sinnum á sumri. „Það er Snorri Kristleifs- son á Sturlu-Reykjum sem flýg- ur vélinni. Við fylgjumst einnig með veiði í sjó í þessum ferðum og fljúgum meðfram Mýrum, suð- ur í Hvalfjörð og stundum Kolla- fjörð.“ Ragnhildur tekur mynda- vélina með í flugferðirnar og hef- ur náð skemmtilegum myndum úr lofti. Hún segir að myndavélin sé með í för í tvennum tilgangi. „Ef það næst á mynd er auðveldara að sanna ef einhver er að brjóta af sér. En annars er ég aðallega að nota tækifærið til að ná sjónarhorni sem maður nær ekki á jörðu niðri.“ Fjárhúsin góð þerapía Áhugamálin eru fleiri en félagsstörf- in. Kórstarf er Ragnhildi ofarlega í huga en hún er meðlimur í Reyk- holtskórnum. „Ég byrjaði í kirkju- kór Hvanneyrar fyrir 20 árum, um það leyti sem ég kom til baka úr háskólanámi. Sá kór sameinaðist seinna kórnum úr Reykholti og hef- ur starfað síðan undir heiti hans.“ Hún segir félagsskapinn í bland við sönginn vera það mikilvægasta við kórstarfið. „Það sem gerir þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur er að við höfum frábæran stjórn- anda, Viðar Guðmundsson, sem er ungur og hæfileikaríkur maður sem gefur mikið af sér og leyfir okkur hinum að njóta með sér.“ Mæðg- urnar í Ausu eiga líka sameigin- leg áhugamál. „Það er mikil rækt- „Ef maður vill að það sé líf í samfélaginu, þá verður maður sjálfur að taka þátt“ -segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Ausu í Andakíl Ragnhildur Helga Jónsdóttir er sveitamanneskja í húð og hár. Heimahagarnir í Ausu með Skarðsheiðina í baksýn. Ragnhildur segir blómarækt gleðja augað og næra sálina. Hér hefur hún nýtt gamlan mjólkurbrúsa og mjólkursigti undir blómin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.