Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 57

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 57
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 57 un hjá okkur, við ræktum matjurtir og sinnum bæði trjárækt og blóma- rækt. Mamma er með mjög græna fingur.“ Ragnhildur er einnig hand- lagin, hún bæði heklar, prjónar og saumar út. „Mér finnst nauðsynlegt að hafa eitthvað til að grípa í. Það er illa farið með suma fundi ef engin er handavinnan,“ segir hún og brosir. Aðaláhugamálið er þó búskapurinn. „Kindurnar eru svo vinaleg dýr og mér finnst notalegt að fara í fjárhús- in. Fyrir mér er þetta eins og hver önnur þerapía. Aðrir fara í jóga eða stunda núvitundaræfingar - ég fer út í fjárhús,“ segir hún. Þurfum að nýta landið skynsamlega Ragnhildi er umhugað um umhverf- ið og segir hún að lítið fari í urðun af úrgangi heimilisins. Talið berst aftur að kennslunni og umræðu um um- hverfisvitund nemenda. Hún segir mikla umræðu vera um veganisma, enda tengist sú umræða umhverfis- málum mikið. „Sú umræða er góð og gild en sjálf vil ég vita hvaðan maturinn minn kemur. Ég ber gríð- arlega virðingu fyrir mínum skepn- um og það fylgir því ábyrgð að halda skepnur. Maður lætur þeim líða vel.“ Hún segir mikilvægt að Íslendingar láti ekki afvegaleiðast í þessari um- ræðu og að horfa þurfi á hlutina út frá íslenskum aðstæðum. „Við not- um til að mynda úthagabeit sem við getum ekki nýtt til manneld- is öðruvísi en með milliliðum eins og sauðfé. Ég lít þannig á að það sé mikilvægt að við framleiðum sem mest næst okkur og minnkum flutn- inga eins og hægt er. Þannig förum við best með umhverfið okkar. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur næg og hafa sem mest af innlendum mat, þá þurfum við að nýta landsvæði okkar skynsamlega. Úthagana getum við ekki nýtt öðruvísi en með hrossum eða kindum.“ Í tengslum við þessa umræðu hefur Ragnhildur stund- um spurt nemendur sína ákveðinn- ar spurningar: „Hvort er betra fyrir dýrið; að fá að lifa áhyggjulaust frá vori fram á haust, njóta frelsis, vel- líðunar og hamingju í fimm mán- uði og hafa enga hugmynd um hvað framundan er - eða fá hreinlega ekki að fæðast?“ Ekkert stress um jólin Lífið í Ausu er í nokkuð föstum skorðum um hátíðirnar. Jólin eru haldin í rólegheitum og Ragnhildur segist aðallega halda sig heima við. „Ég er ekki ein af þeim sem missi mig í jólaundirbúningi og stressi. Ég reyni frekar að slaka vel á og vinna upp þau verkefni sem hafa trass- ast heima fyrir. Svo er ósköp nota- legt að geta verið í rólegheitum úti í fjárhúsi,“ segir hún. Lítið er af jóla- hefðum á heimilinu en Ragnhildur segir þó jólahangikjötið vera fastan lið. „Bróðir minn færir okkur heim- areykt hangikjöt, sem við borðum á jóladag. Síðustu árin höfum við ver- ið fjögur saman á aðfangadagskvöld, bróðir minn og móðurbróðir koma í mat. Lengi vel höfum við haft ham- borgarhrygg í matinn en núna síð- ustu ár léttreykt lambakjöt. Líklega er það að verða hefðbundinn jóla- matur. Svo mætir maður alltaf í jóla- messuna,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu að endingu. grþ Fastur liður á sauðburði er að Guðný Baldvinsdóttir, ömmusystir Ragnhildar, komi í heimsókn. Guðný frá Grenjum er mikill dýravinur eins og glögglega má sjá á þessari mynd, en hún er 102 ára þegar þessi mynd er tekin. Ánægjulegir endurfundir þegar féð kemur af fjalli. WWW.3XTECHNOLOGY.COM | WWW.SKAGINN.COM Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. HUGHEILAR JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.