Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 58

Skessuhorn - 21.12.2016, Síða 58
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201658 Guðbjörg Rós Guðnadóttir heill- aðist af flugi skömmu eftir stúd- entspróf. Hún er alin upp í Tungu í Svínadal, gekk í Heiðarskóla og kláraði stúdentspróf úr Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi í lok árs 2009. Í dag hefur hún flogið um allan heim með Air Atlanta og bíð- ur eftir að hefja störf sem flugmaður hjá Icelandair. „Þegar ég var í fjölbraut var ég ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða, en svo kynntist ég flug- stjóra hjá Icelandair sem varð fjöl- skylduvinur.“ Guðbjörg segir að þá hafi áhuginn kviknað fyrir alvöru. Hún fór ekki beint í flugnám eft- ir stúdentspróf heldur fór að ráðum fjölskylduvinarins og beið örlítið til að vera alveg viss um að hún vildi fara út í hið langa, erfiða og dýra nám sem flugnámið er. Guðbjörg nýtti tímann eftir stúd- entspróf til að ferðast. „Ég fór til Ástralíu í þrjár vikur til að heimsækja ættingja mína. Svo kom ég heim og tveimur mánuðum síðar fór ég sem au pair til Lúxemborgar.“ Hún var í Lúxemborg út árið 2010 og var allt- af heilluð af flugvélunum sem flugu yfir borginni. „Ég var alltaf að horfa á CargoLux vélarnar fljúga inn og út frá Lúxemborg alla daga.“ Ekki aftur snúið Flugið átti hug hennar allan, líka eft- ir að hún kom heim til Íslands. Hún vann í smá tíma í Reykjavík en aug- un voru oftar en ekki límd við him- ininn. „Ég var alltaf að fylgjast með flugumferðinni yfir Reykjavík,“ seg- ir Guðbjörg og hlær innilega. Hún er jákvæð, ákveðin og glaðvær ung kona sem lætur ekkert stoppa sig. „Ég ákvað að ég yrði allavega að prófa að fljúga til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem ég vildi gera.“ Eft- ir fyrstu kynnisferðina var ekki aft- ur snúið. Flugnám er mjög þungt nám og Guðbjörg lagði sig alla fram í því. Fyrst þarf að ná bóklegu einka- flugmannsprófi. Guðbjörg byrjaði á einkaflugmannsnáminu sumar- ið 2011 og kláraði bóklega hlutann fyrir haustið. Hún ætlaði sér svo að klára verklega hlutann um veturinn, en það gekk hægar en hún ætlaði sér. „Þetta var svo snjóþungur vetur og mikið vesen að komast í loftið svo ég tók bara smá pásu og kláraði þetta með rykk þarna um sumarið.“ Guð- björg kláraði einkaflugmannsprófið í júlí 2012 en lét ekki staðar num- ið þá. Hún skráði sig strax í bóklegt nám í atvinnuflugmanninum. Þá fær hún réttindi til að fljúga stærri vél- um. Vinirnir fengu flugferðir Námið er þungt og prófin eru mörg. Lægsta einkunn til að ná prófi er 7,5. Fögin eru fjórtán og í hverju fagi eru þrjú próf og að auki þarf að taka próf í hverju fagi hjá Samgöngustofu líka. „Þetta var mjög strembinn vetur. Maður var alltaf vakandi fram á nótt til að læra fyrir próf því maður var bara einhvern veginn alltaf í próf- um,“ segir Guðbjörg. Hún kláraði bóklega hlutann í júní 2013. Þá tók við tímasöfnun sem þurfti að upp- fylla, um 150 tímar. Það tók því við sumar þar sem Guðbjörg flaug eins mikið og hún mögulega gat. „Ég lét alla vini mína vita að ég væri að safna tímum og þeir gætu komið með ef þeir væru til í að borga með mér í leigunni á flugvélinni,“ segir Guðbjörg og við- urkennir að hún hafi verið nokk- uð vinsæl það sumarið. Fjölmarg- ir nýttu sér tækifærið og skelltu sér í útsýnisferð með Guðbjörgu. Fékk frábært tækifæri Þegar hún útskrifaðist sem atvinnu- flugmaður réðu flugfélögin ekki flugmenn í vinnu nema þeir væru búnir að safna að lágmarki 500 flug- tímum. Kröfurnar hafa lækkað í dag, þar sem eftirspurnin eftir flug- mönnum er mikil. Guðbjörg sá ekki fram á að fá vinnu sem flugmaður strax og réði sig því til vinnu á skrif- stofu Air Atlanta. Til að fylla upp í kröfur frá flugfélögunum náði hún sér í réttindi sem flugkennari, til að geta þannig safnað tímum og þénað á sama tíma. Það er erfitt að komast að í flugbransanum og samkeppnin er mikil. Guðbjörg hefur hins veg- ar allt sitt á hreinu og veit hvað hún vill. Hún var eins og grár köttur í flugskýlum borgarinnar og falaðist eftir kennarastöðum. „Ég var líka í flugklúbbnum Geirfugli og safnaði tímum í gegnum það.“ Hún kynnt- ist fjölmörgum flugmönnum, nýjum og reyndum, eignaðist góða vini og fékk oft að fara í útsýnisflug eða list- flug með þeim. „Það er mjög gam- an að fljúga á milli landa, en það er bara svo gaman að fljúga minni vél- um líka,“ segir Guðbjörg og ástríð- an á fluginu skín greinilega í gegn. Svo kom tækifærið sem Guðbjörg hafði verið að bíða eftir. Henni var boðið starf hjá Air Atlanta í því sem kallað er „Cruise Relief First Offi- cer“. Það er aðstoðarmaður flug- stjóra um borð í flugvélum sem fljúga lengur en átta klukkutíma, eða þriðji flugmaður. Sá flugmaður tekur hvorki á loft né lendir, held- ur flýgur vélinni þegar hún er kom- in í loftið. Flaug um allan heim á einu ári Air Atlanta er með bækistöðvar fyrir fjölda starfsmanna í Jeddah í Sádí Arabíu. Guðbjörg var því send þangað, þar sem hún flaug Boeing 747-400 vélum milli Indónesíu og Jeddah. „Það er svo klikkað að fara um borð í svona stóra vél. Maður situr í um það bil tíu metra hæð, vél- in er á tveimur hæðum og rosalega löng, rúmir 70 metrar. Mér fannst þetta eitthvað svo súrrealískt. Fyrir það fyrsta að vera komin með vinnu svona fljótt og þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í svona stóra flug- vél og ég var á leiðinni til Sádí Ar- abíu, sem ég hafði aldrei komið til áður,“ telur Guðbjörg upp og skelli- hlær. Hún segir það merkilega til- finningu að sitja í stýriklefanum á svona stórri flugvél. „Maður þarf að vanda til verka og maður finnur til ábyrgðar. Ég hafði alltaf í huga þeg- ar ég settist í sætið að það væru mjög margir um borð,“ segir Gubjörg en flugvél af þessari stærð rúmar tæp- lega 500 farþega. Við tók tími mikilla ferðalaga. Guðbjörg flakkaði um allan heim og hefur í dag farið til næstum allra heimsálfa. Mestan hluta af vinnu sinni fyrir Air Atlanta flaug hún svokölluð pílagrímaflug frá Jak- arta í Indónesíu til Medina eða Jed- „Heimurinn er svo lítill núna“ Rætt við flugmanninn Guðbjörgu Rós Guðnadóttur úr Hvalfjarðarsveit Guðbjörg hefur farið um allan heim í starfi sínu með flugmaður. Flugið á hug hennar og hjarta. Hér er Guðbjörg inni í hreyfli á Boeing 747 þotu, sem hún flaug meðal annars á milli Jakarta í Indónesíu og Jeddah í Sádí Arabíu. Á flugi yfir Sahara eyðimörkina á leið á milli Jeddah í Sádi Arabíu og Kano í Nígeríu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.