Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 59

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 59
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 59 dah í Sádi Arabíu. Þá voru farþegar hennar indónesískir múslimar á leið í pílagrímsferð sína til Mekka. Þá flaug hún stundum til Nígeríu, Mar- okkó, Alsír, Kína, Indlands, Pakist- an, Hong Kong og New York. Við- vera á hverjum stað fyrir sig gat ver- ið allt frá einum degi upp í fimm. Lítið frelsi fyrir konur í Sádi Arabíu Síðasta Aðfangadegi eyddi hún á flugi yfir Indlandshafi. „Mér fannst mjög sérstakt að vera að heiman á jólunum. Þegar klukkan sló sex á Ís- landi sögðum við [hún og íslenskur flugstjóri] gleðileg jól og svo vorum við með Nóa súkkulaði með okkur sem við opnuðum. Þetta var mjög spes stemning,“ segir hún hugsi. Guðbjörg segir erfitt að vera kona í Sádí Arabíu. Hún hafi þurft að klæðast sérstökum fötum sem huldu allan líkamann og ganga með slæðu á höfðinu. „En ég var alltaf að berj- ast aðeins fyrir kvenréttindum og var sjaldnast með slæðuna á höfð- inu,“ segir hún og glottir stríðn- islega en bætir við að með því hafi hún tekið smá áhættu. Í Sádí Arabíu sé trúarlögregla og hún hefði getað lent í fangelsi fyrir að fara ekki eft- ir reglunum. Sjálf varð Guðbjörg þreytt á höft- unum sem fylgdu því að vera í Sádí Arabíu. „Ég var þreytt á þessum að- stæðum, að vera föst þarna og mega aldrei gera neitt miðað við það sem ég get gert hérna heima. Þetta dró mig svolítið niður.“ Þar sem sam- starfsfélagar hennar voru í flestum tilvikum karlmenn gat hún lítið gert með þeim. Karlar og konur mega ekki stunda líkamsrækt saman, kon- ur mega ekki fara í sund, þær mega ekki keyra og þær mega ekki ganga með karlmanni á götunni nema hún sé gift honum. „Við fórum nú samt aldrei eftir því, ég fór bara með þeim á veitingastað ef ég vildi.“ Úr eyðimerkurhita í frost Air Atlanta fór að fljúga fyrir rúss- neskt fragtflugfélag og Guðbjörg var því send frá Jeddah til Moskvu. Til allra heilla hafði hún búist við því að fara til Rússlands og var með föður- land í farangrinum því hitamismun- urinn á milli Sádi Arabíu og Rúss- lands var gríðarlega mikill. „Þegar ég kom til Moskvu voru -19 gráð- ur. Eyrun á mér urðu svo köld að þau voru við það að detta af. Þetta var eins og að labba inn í djúpfrysti- klefa! Ég andaði að mér inn um nef- ið og ég fann bara allt frjósa,“ segir Guðbjörg en þrátt fyrir þessi óþæg- indi heillaði Rússland hana mikið. Hún segir að sú mynd sem Vestur- landabúar hafi af landinu sé allt önn- ur en raunin sé. Menningin heillaði hana og henni þótti mikil upplifun að sjá Rauðatorgið og mælir með því að fólk kynni sér Rússland betur. Guðbjörg flaug um tíma milli Moskvu og Hong Kong með milli- lendingu í Novosibirsk í Síberíu. Hún náði að vafra um Hong Kong nokkrum sinnum og nýtti í einu stoppinu tækifærið og fór á hæsta bar í heimi sem er á 118 hæð. „Það er magnað útsýni, maður horfir á Hong Kong eyju í gegnum skýin.“ Alltaf stutt til Íslands Í einu flugi milli Jeddah og New York flaug Guðbjörg með flug- manni sem nýlega hafði keypt sér hús í Hvalfjarðarsveit. „Hann er mikill hestamaður, við spjölluðum mikið saman á leiðinni og ég var að segja honum frá góðum reiðleiðum í sveitinni á meðan við flugum á milli Jeddah og New York,“ segir Guð- björg og hlær. „Heima“ er á Íslandi fyrir Guð- björgu og þótt hún segi að heimur- inn hafi minnkað svo um munar með þessum ferðalögum þá vill hún búa á Íslandi í framtíðinni. „Maður missir svolítið samband við fjölskyldu, vini og kunningja þegar maður er í burtu lengi,“ segir hún en bætir við að hún hafi eignast fjöldann allan af vinum á ferðum sínum. Hún vilji þó vera hér og því sótti hún um starf sem flug- maður hjá Icelandair síðasta vor. „Ég hefði alveg viljað vinna hjá Atlanta í nokkur ár í viðbót og fljúga um allan heim. Mér finnst heim- urinn svo lítill núna og það er svo margt sem mig langar að sjá,“ segir Guðbjörg og það glittir í ævintýra- konuna í augum hennar. Hún vill þó hugsa um framtíðina. „Starf hjá Icelandair sé meira framtíðarstarf.“ Hún hefur lokið flestum námskeið- um hjá Icelandair og sér fram á að byrja að vinna hjá þeim næsta vor. Jólunum ætlar hún að verja í Hval- fjarðarsveit með fjölskyldunni, ólíkt síðustu jólum. klj Óskum starfsmönnum og Vestlendingum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI SK ES SU H O R N 2 01 5 Í nístingskuldanum á Rauða Torginu í Moskvu í Rússlandi, með dómkirkju Sankti. Basils í bakgrunni. Í skartgripaverslun Bagabas í miðbæ Jeddah.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.