Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 66

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 66
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201666 Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessu- horn leitaði til tíu valinkunnra kvenna af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum Skessuhorns jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjöl- breytni í þessum vinalega sið. Leifsbúð. Ljósm. Steina Matt. Jólin eru tími hefða og samveru- stunda fjölskyldunnar. Hefðir geta verið ólíkar og finnst mér sérstak- lega mikilvægt að búa þær til um hátíðirnar. Það er eitthvað svo skemmtilegt og heillandi að hlusta á fólk segja frá jólahefðum. Sum- ir halda jólin á náttfötunum á með- an aðrir klæða sig í sitt fínasta púss, sumir vilja hafa jólin fámenn en aðr- ir vilja hafa húsið fullt af fólki og mikinn hamagang. Ég hef notið þeirra forréttinda að halda öll mín jól í foreldrahúsum. Þar er ekki mikið stress á aðfanga- dag, eina reglan er að hlusta á klukk- urnar hringja inn jólin. Þegar for- eldrar mínir bjuggu í Hlíð, var far- ið í fjósið fljótlega eftir að klukkurn- ar hringdu. Fyrr um daginn hafði pabbi læst sig inn í stofu og skreytt (hann sá alltaf um það) þó að síð- ustu ár, eftir að þau fluttu í Búðar- dal, höfum við pabbi skreytt saman. Eftir fjós og jólabað borðuðum við hangikjöt með uppstúf, kartöflum og grænum baunum. Ég var allt- af fyrst búin að borða, líklega hafði pakkaflóðið sem beið okkar uppi í stofu einhver áhrif á það. Í mörg ár var ekki til uppþvottavél á heim- ilinu og átti alltaf að vaska upp áður en farið var inn í stofu. Ég held að ég hafi nánast undantekningarlaust tekið þátt í að vaska upp á aðfanga- dagskvöld (hefði líklega mátt vera duglegri í því önnur kvöld ársins) en þetta kvöld lá mér mikið á að kom- ast inn í stofu, í pakkana og kon- fektið sem þar beið. Eftir mat þurfti pabbi alltaf aðeins að leggja sig og þótti mér það ekki sniðugt, sérstak- lega þegar eldri bræður mínu tóku upp á því að gera hið sama. En svo kom loksins að stóru stundinni, stof- an var opnuð og við okkur blasti loft og veggir þaktir heimagerðu jóla- skrauti og alltaf urðum við systkin- in jafn orðlaus. Í smástund gleymd- ist pakkaflóðið og konfektið. Þetta eru mínar sterkustu minningar frá því að ég var barn, þær stundir og hefðir sem fjölskyldan bjó til saman. Með árunum hafa hefðirnar breyst örlítið, en ég finn samt hvað maður reynir að viðhalda þeim hefðum sem sitja hvað sterkast í minningunni. Árið 2016 flutti ég aftur heim í Dalina eftir að hafa búið í rúmlega 10 ár á höfuðborgarsvæðinu. Árið mitt er búið að vera viðburðaríkt, lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið að kynnast mörgu góðu fólki í störfum mínum hér, bæði börn- um og fullorðnum, en það sem mér finnst best við að vera aftur flutt í Dalina er nálægðin við fjölskylduna mína. Litlu stundirnar, morgun- kaffibollinn með mömmu, íþrótta- æfingarnar með systkinabörnunum, það að getað aðstoðað systkini mín í störfum þeirra og að fá aðstoðina frá þeim, hvílík forréttindi sem það eru. Að lokum langar mig sérstak- lega að þakka öllum þeim sem vinna sjálfboðaliðastörf, hvort sem það er björgunarsveitin, íþróttafélögin eða aðrir sem vinna að góðgerðarmál- um. Þetta fólk vinnur oft mikla og ómetanlega vinnu sem bætir samfé- lag okkar allra. Kæru Dalamenn og aðrir Vestlendingar! Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar. Hefðirnar mikilvægar um hátíðirnar Jólakveðja úr Dalabyggð Aðventan er ánægjulegur tími sem við nýtum okkur til að undirbúa jólahátíðina, hátíð ljóss og frið- ar. Aðventan er tími fjölskyldunn- ar þegar við leitumst við að fjölga samverustundum okkar á heimilinu við undirbúning jólanna, við förum á jólahlaðborð með ættingjum og vinum og reynum að láta ys og þys dagsins hafa minni áhrif en endra- nær. Gleymum okkur ekki í verald- legu vafstri á þessum tíma og not- um tímann til að eiga góðar stund- ir með vinum og fjölskyldu. Þegar við fylgjumst með fréttum utan úr heimi fáum við oft á tilfinninguna að við lifum í vondri veröld en við minnum okkur á að við trúum á hið góða í manninum með því að halda upp á fæðingarhátíð frelsarans sem færði okkur von og trú á hið góða í manninum, færði okkur kærleik- ann. Við sem búum hér, hins veg- ar, höfum það að flestu ef ekki öllu leyti mjög gott. Hér er gott að vera, samfélag okkar er þægilegt, við höf- um í rauninni nóg af öllu. Við höf- um stundum gott af að minna okkur á það sjálf. Fyrir flestum eru hefðirnar mikil- vægar um jólin. Við hér í Grundar- firði förum ekki varhluta af því enda hefur verið nóg við að vera í bænum á jólaföstunni. Árlegur jólamarkað- ur kvenfélagsins var haldinn á fyrsta sunnudegi aðventunnar og segja má að sá dagur marki upphaf jólaundir- búningsins í bænum. Félagasamtök, veitingastaðir, kirkjan og kórar hafa lagt sitt af mörkum til að stytta okkur stundirnar á aðventunni með ýmsum uppákomum, tónleikum og veiting- um svo við ættum að vera vel nærð á líkama og sál í aðdraganda jóla. Ég held að mér hafi sjaldan fund- ist jólaljósin eins mikilvæg og nú í ár þegar skammdegið er eins svart og það gerist. Enginn snjór hefur verið til að lýsa upp myrkrið held- ur hefur dumbungur og suddi ein- kennt síðustu mánuði ársins. Ég hef nú stundum nefnt það hversu já- kvæðir Grundfirðingar eru gagnvart myrkrinu og skammdeginu. Hér er fólk ekki mikið að sýta myrkrið. Sól- in hverfur okkur sjónum um miðj- an nóvember og kíkir ekki yfir Hel- grindurnar fyrr en undir lok janúar- mánaðar. Grundfirðingar eru þó ekki að láta sólarleysið angra sig enda vita þeir sem er, að sólin er í afar óþægi- legri hæð þessa mánuði og getur auð- veldlega gert meira ógagn en gagn. Raunar er bara slysahætta af henni í umferðinni. Myrkrið í ár er sagt það mesta frá því mælingar hófust árið 1871 og því veitir ekkert af að lýsa upp skammdegið með jólaljósum. Já, það er bara þannig að stundum þurf- um við að búa til okkar eigið sólskin og það kunna Grundfirðingar greini- lega vel. Skammdegismyrkrið er þétt en þá kveikjum við bara fleiri og fleiri ljós. Það eru mikilvæg og rökrétt við- brögð. Þegar áföll verða og þungskýjað í lífinu þá er dýrmætt að búa í sam- félagi samkenndar þar sem fólk læt- ur sig varða heill og hag annarra. Það hef ég þegar upplifað hér í bæ oft- ar en einu sinni frá því ég fluttist til Grundarfjarðar. Í samfélagi þar sem allir þekkja alla getum við miklu ráð- ið um hamingju hvers annars. Við vitum að ekki geta allir hrifist með á jólum og í aðdraganda þeirra af ýms- um ástæðum. Fyrir sumum er ein- semdin einmitt aldrei meiri en á slík- um tímum. Því getum við litið á það sem mikilvægt verkefni okkar allra að láta jólin og hátíðirnar lýsa öllu samfélaginu okkar og með því sýnt kærleikann í verki. Það þarf ekki að vera stórt, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fáir finnst mér hafa orðað það betur en Hákon Aðalsteinsson í ljóðinu sínu Aðventa. Þar segir hann meðal annars: Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós þá veitist þér andlegur styrkur, kveiktu svo örlítið aðventuljós þá eyðist þitt skammdegismyrkur. Það ljós hefur tindrað aldir og ár yljað um dali og voga, þó kertið sé lítið og kveikurinn smár mun kærleikurinn fylgja þeim loga. Láttu svo kertið þitt lýsa um geim loga í sérhverjum glugga, þá getur þú búið til bjartari heim og bægt frá þér vonleysisskugga. Megi aðventan vera ykkur ánægjuleg og gefandi, megið þið eiga gleðileg og blessunarrík jól í faðmi fjölskyldu og vina. Sigríður Hjálmarsdóttir, Grundarfirði. Jól með sól í hug og hjarta Jólakveðja frá Grundarfirði Kveðjur úr héraði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.