Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 78

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 78
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201678 Vísnahorn Jakob Jónsson var fædd- ur 7. desember 1916 og voru foreldrar hans Jón Jakobsson og Kristín Jónatansdóttir hjón á Varmalæk. Hefði Jakob því orðið 100 ára einmitt nú um þessar mund- ir. Kannske mætti giska á að lífshlaup hans hefði ekki verið fjölbreytt því á Varmalæk átti hann heimili til dauðadags. Í æsku Jakobs var vinnukona á heimilinu sem hét Helga Ólafs- dóttir, andaðist 1940 og við lát hennar varð eftirfarandi til. Er þó aðeins hluti af lengra kvæði: Þótt lúin kona ljúki jarðardvöl mun lítil þörf að hugsa um né tala. Samt vissi ég engan eiga skemmri spöl ófarinn til hinna gullnu sala. Ekki veit ég hvenær Jakob byrjaði að fást við að yrkja en á hans æskuárum voru íþrótta- mót á Ferjukotsbökkum vinsælar samkomur og á þeim tímum vor hestar aðalfarartækin. Eitt sinn vildi svo til að á íþróttamóti var statt fólk sem var að draga sig saman og er þau eru að leggja af stað heimleiðis að lokinni sam- komu var maðurinn að hjálpa stúlkunni að leggja á og taldi sig svo þurfa að kveðja hana með nokkrum virðu- og innileik. Hugðist gera það í ljóði og byrjar: ,,Kveð ég þig með kossi“. Komst síðan ekki lengra og byrjar aftur en rekur í vörðurnar á sama stað og endurtek- ur síðan en vafalaust hefur koss fylgt hverri hendingu þannig að þetta var tilvinnandi. Allavega eftir eina tilraunina heyrist utan úr myrkrinu framhald vísunnar: ,,kvenmaður á hrossi Sæki sjálfur fjandinn Sigríði og gandinn.“ Talið var að Jakob hefði verið þar að verki. Sumarið 1941 kemur að Varmalæk sem kaupakona Jarþrúður Jónsdóttir frá Ey- vík á Grímsstaðaholti í Reykjavík og felldu þau Jakob hugi saman og gengu í hjónaband 20. júlí 1946 og keypti Jakob þá bú Herdísar ömmu sinnar það vor og tók við búsforráð- um. Eignuðust þau hjón sex börn. Á Varma- læk byggði hann upp öll hús og vann stórvirki í ræktun enda maðurinn iðjusamur og ósér- hlífinn. En þó hann kynni vel að meta góð hús og góða vinnuaðstöðu aftraði það honum ekki að gantast aðeins þegar vígð voru ný fjárhús á ríkisbúinu í nágrenninu: Háreist er það húsið splunkunýja sem höfðingjarnir ætla að fara að vígja. Ber í flestu af fjárhúsunum sem forðum voru reist í Betlehem. Á leið að jarðarför Guðmundar Böðvars- sonar í rigningu og kuldahryssingi kvað Jak- ob: Húmgrátt regn um byggðir ber blærinn jökulkaldur. Faðir ljóss og lífsins er líka að gráta Baldur. Báðir Guðmundur og Jakob voru jöfnum höndum góðir bændur og jarðabótamenn í besta skilningi þess orðs. Meðan á jarðarför- inni stóð kom Jakobi þessi vísa í hug: Lítil þjóð, sem ljóðgjöf þína hlaut lofi og þökk vill hvílu þína tjalda. Nú bíður þín hið milda móðurskaut, moldin á þér líka skuld að gjalda. Jakob var maður í betra lagi gestrisinn og ræðinn og viðræðugóður yfir kaffibolla en þó mun nú þessi vísa hafa orðið til eftir að hafa fylgt gesti til dyra: Leitt er það en samt er satt að sumir geta bara vakið yndi og aðra glatt er þeir kveðja og fara. Í bókinni Borgfirðingaljóð eru tvö æskuljóð Jakobs og nefnist annað þeirra Vetrarnótt: Af mánaskálum fellur geislaflóð sem flæðir hratt um ljósa álfaslóð. Himindjúpin hjúpast stjörnukápu. En vetrarnóttin voldug, köld og hljóð vakir ein og kyndir tunglsins glóð og yrkir nýja norðurljósadrápu. Svo sem áður er getið var Jakob mjög virk- ur í félagsmálum og kom þar víða við. Meðal annars í stjórn veiðifélags Flóku alllengi. Eitt sinn eftir veiðifélagsfund var lesin upp fund- argerð sem Jakobi þótti eitthvað klúðurslega orðuð og orti: Fundur var haldinn og hjalað lengi um hæng og gálu. Hrifningu vakti og hrærði strengi í hvers manns sálu fundargerðin á gullaldarmáli góðu og þjálu. Helst mátti ætla að hún væri skráð af höfundi Njálu. Um tíma bjó í nágrenninu maður sem ekki var uppalinn við sveitastörf og eitthvað þótti nágrönnum sumt verklag hans og búfjárhirð- ing vera umræðuefni. Eitt sinn á útmánuðum hafði hann sett fé sitt út til viðrunar og brynn- ingar þegar fjárstofninn lagði af stað til fjalls og fór geist. Um þennan atburð og þau atvik sem honum tengdust segir svo: Til fjalla seyddi ásauðinn tröll og álfur frá eldisfóðri þá vetur var naumast hálfur. Ég sagði fátt, ég fyrirlít orðagjálfur frúin var ólétt, þess vegna hljóp ég sjálfur. Eftir að svolítið fór að hægjast um hafði Jakob mjög gaman af ferðalögum og eitt sinn meðal annars fór hann ásamt fleirum um Ís- lendingabyggðir í Kanada. Þá var nýlega kom- in út bókin ,,Þingeyskt loft“ eftir Jón Bjarna- son frá Garðsvík og eitthvað af Þingeyingum var þar með í för. Í langferðabifreið þeirri sem til fararinn- ar hafði valist var svokallað kemiskt salerni en eitthvert ólag var á því þannig að ilmurinn varð öðruvísi en til stóð ef farþegar brugðu sér þar inn. Nú fór svo að einn ferðafélag- inn þurfti nauðsynlega að létta á sér þannig að þefskyn ferðalanganna varð fyrir nokkru áreiti við umganginn. Jakob hvíslaði að sessu- naut sínum: Hjálpi nú sem áður oft allar góðar vættir. Hvort mun þarna þingeyskt loft þrengja sér um gættir. Í annað sinn um borð í ferju úti fyrir Nor- egsströndum í mikilli blíðu og sólarhita sá Jakob að samferðakonur hans fækkuðu fötum nokkuð ósparlega þar sem þær hölluðu sér afturábak í sólstólunum. Varð það tilefni eft- irfarandi hugleiðinga: Þarna fækka fötum tvær frúr, ég bíð á meðan og hlakka til að horfa á þær hátta sig að neðan. Sólin ljómar, fækka föt, fjörgast hugarsetur. Aldrei sá ég íslenskt kjöt auglýst meira né betur. Mörgum þykir það nokkur áfangi á vorin þegar birkið springur út og Jakob var sann- arlega einn af þeim. Einn vordaginn andaði hann djúpt og vísan fæddist: Ilmur þinn með blænum berst birkilaufið væna. Ennþá hefur undrið gerst, undrið fagurgræna. Æskuslóð, úr örmum þér ekkert fær mig þvingað, meðan austanblærinn ber birkiilminn hingað. Jakob var mikill iðjumaður og var vel nýtt hver stund og eins þó öðrum þætti tæp- lega útivinnuveður. Gæti trúað að einhverr- ar óþreyju hafi verið farið að gæta sitjandi á fundi í gróandanum þegar ort var: Blærinn andar blítt um svörð bárur rísa á sundi. Það verður orðin algræn jörð áður en lýkur fundi. Á öðrum fundi, trúlega á Kaupfélagsfundi, bað maður um orðið sem oftar á þeim fund- um. Sá var þekktur að því að tala oft og tala lengi án þess að segja endilega mjög mikið en brosti jafnan án þess að það næði til augn- anna: Steðjar hann í stólinn enn stillt með bros og tamið. Aldrei geta Mýramenn mælsku sína hamið. Einhvern veginn vill það oft verða svo að ekki eru allir á eitt sáttir um landbúnaðarmál- in frekar en svosem önnur mál. Oft hafa þeir hátt sem eru andsnúnir ríkjandi kerfi og tjá sig ósparlega um alla þess annmarka en gleyma stundum að hugsa afleiðingar breytinganna til enda. Einhvern tímann þegar Alþýðuflokk- urinn talaði ákaft fyrir breytingum á kerfinu, sem Jakob taldi ekki til bóta, fæddist þessi: Það væri gaman og gott að farga gjörvöllu bændastóðinu. Það kostar lítið en kætir marga. Kratarnir hræra í blóðinu. Ekki var þó svo að aðrir flokkar og þeirra framverðir fengju ekki sinn skammt hjá Jak- obi og á uppgangstímum Guðna Ágústsson- ar varð þessi til: Framsókn stundar fánýtt puð fer á grunnum vöðum. Nægir þar að nefna Guð- na frá Brúnastöðum. Staddur austur við Brúará í hópferð á þeim slóðum þar sem Jóni Gerrekssyni var drekkt í poka hér fyrrum rifjaðist upp fyrir honum að þá voru Jónar tveir í ráðherrastólum og hvor- ugur var honum mjög að skapi: Sunnlenskar byggðir blasa við allra sjónum, bera af flestu svo verður ei lýst með orðum. Hér eru allir hættir að drekkja Jónum, samt held ég að þörfin sé viðlíka brýn og forðum. Eitt af því sem fylgir nútímanum er sá hópur manna sem víða er nefndur einu nafni S.A.S. Það er að segja ,,Sérfræðingur að sunnan“. Er sá hópur mjög misvinsæll en ekki virðist Jak- ob hafa verið einn meðal þeirra helstu aðdá- enda: Nýir tímar miðla oss mörgum siðum mér skilst helst að sérfræðingar vilji helst ekki vera að hafa það einfalt í sniðum sem hægt er að gera svo flókið að enginn skilji. Það var og siður Jakobs ef fjárskortur háði þeim félagslegu framkvæmdum sem hann taldi nauðsynlegar að grafa þá ekki síður í eig- in vasa ef þurfti til að verkið hefði æskileg- an framgang. Jafnvel svo við lá að hans eig- in búskapur biði skaða af. Sem töluvert ráð- andi maður í sinni sveit hlaut Jakob að lenda í því að leggja fólki lið í hinum ýmsustu vanda- málum. Mátti segja að þar sem hann tók því sparaði hann sig hvergi að leggja sitt af mörk- um til hjálpar. Aldraður maður í nágrenninu lenti í landamerkjadeilu við efnaðan aðila úr Reykjavík og var víst að Jakob lagði þar sitt á vogarskálarnar af þeim þunga sem honum var framast mögulegt. Einhverjar vísur urðu til um það leyti og ekki allar fallegar en þessi var ein: Í stólnum trónar tignarhár þó tylli naumt í vitið. Utandigur, innansmár eðlið kalt og skitið. Prestarnir urðu Jakob oft að yrkisefni. Bæði hans eigin sóknarprestar og aðrir. Ein- hverra hluta vegna eru þó ekki til marg- ar hlýlegar vísur hans um prestastéttina þó þær hafi vafalaust orðið til ekki síður en ann- að. En í kirkju var hann allavega þegar þessi varð til: Þessi sýn er eins og óleyst gáta, einhvern vegin tekst það samt að láta, trúlega með tilstyrk heilags anda tóman poka af eigin rammleik standa. Önnur sem er ort undir lélegri ræðu en ekki þori ég að fullyrða að ræðumaður hafi verið prestvígður þó mér þyki það ekki ólík- legt: Af kurteisi nefni ég ei kjaftaþvaður, en kalla það ræðu þess í stað. Ég segi ekki að hann sé heimskur maður. Hinsvegar finnst mér hann vera það. Hin forna kveðskaparlist okkar Íslendinga var Jakobi mjög kær en ekki veit ég hvort sama gilti að fullu um það sem almennt er kallað Atómljóð: Stuðlar og höfuðstafir stökunnar megin þróttur. Oft var um dimmar aldir eldurinn þangað sóttur, sem lýsti í lágu hreysi á löngu vetrarkveldi. Menning margra alda var máluð í þessum eldi. Enn er þjóðin að yrkja en öðruvísi en forðum. Fátt er þar fært í skorður og frjálslega raðað orðum. Arfinum forna orðið öndvert í flestum greinum. Lesið af fjarska fáum og fráleitt munað af neinum. Ætli við látum svo ekki lokið þessari um- fjöllun um Jakob á Varmalæk með þessari vísu hans: Þegar sál mín frá þér flyst fóstran aldna og góða. Kýs ég helst að hljóta vist í heimi söngs og ljóða. Með þökk fyrir lesturinn og góðum óskum um gleðileg jól og nýár, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísuml, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Vísnagerð Jakobs Jónssonar frá Varmalæk - hundrað ára minning Jakob Jónsson á Varmalæk. Málverk eftir Pál Guð- mundsson á Húsafelli. Ps: Flestar vísnanna hefur Sigurður Jakobs- son borið saman við handrit föður síns. Ann- að er úr munnlegum heimildum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.