Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 90

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 90
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201690 Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn á Dvalarheimilið Höfða nú fyrir helgina. Ferðinni var ekki heitið neitt sérstakt, utan að freista þess að hitta skemmtilegt fólk. Á leið sinni hitti gestkomandi fyrir nokkrar konur sem sátu við föndur og þemað var að sjálfsögðu jólin, enda vika í að klukkurnar hringdu jólin inn. Þegar konurnar voru inntar eftir æskujólunum sínum voru þær ekki lengi til svara. Öll- um þóttu jólin yndislegur tími í þeirra æsku, rétt eins og þau eru yndisleg núna. Jólin eru þó hald- in með töluvert breyttu sniði í dag en áður. Til dæmis nefndu allar að það var mjög sjaldgæft að fá fersk- meti á jólunum. Algengast var að fá reykt kjöt í jólamatinn en það kom þó fyrir að svið hafi verið á boðstólnum á aðfangadag. Opinn logi og elds- voðar Sigríður Hjartardóttir segir að jólin hafi verið mikil hátíð hér áður fyrr. „Þá var ekki svona mikið af gjöfum og óþarfa eins og núna. Ekki svona mikið tilstand í bakstri,“ segir Sig- ríður og það skín í gegn hjá henni að henni þyki jólin hafa misst svo- lítið af hátíðleik sínum með þess- ari nýju ofurneyslu sem virðist ein- kenna hátíðina í dag. „Fólk er ekk- ert ánægðara núna.“ Það sem einkennir jólastemn- inguna í æskujólum kvennanna eru kertaljósin. Kerti voru ómissandi hluti af jólahaldinu hér áður fyrr. Ólöf Sigurðardóttir segir að jólin á hennar æskuheimili hafi byrjað þegar kveikt var á kertunum á jóla- trénu. „Við vorum átta systkinin,“ segir Ólöf og bætir við að sjaldn- ast hafi gjafir fylgt jólunum. Það gekk þó ekki alltaf allt hnökralaust fyrir sig og hún segir hlæjandi frá því þegar kviknaði í jólatrénu ein jólin. Fjölskyldufaðirinn var þó fljótur að henda því út um svala- hurðina. Sigríður Hjartardótt- ir skýtur inn í að sama hafi kom- ið fyrir á hennar heimili. Það hafi kviknað í jólatrénu og pabbi henn- ar hent því út. Upp frá því var ekk- ert jólatré á heimilinu, en það kom ekki niður á hátíðleikanum. Elínborgu Kristjánsdóttur er líka minnisstætt þegar kviknaði í á hennar heimili. Skaðinn varð ekki mikill, ekki nema tilfinninga- legur. „Ég man eftir því að einu sinni fengum við systurnar svunt- ur. Við vorum tvær og svo átti ég fjóra bræður. Þetta voru svunt- ur sem voru ægilega fallegar og svo var verið að kveikja á kertun- um og hún systir mín varð fyrir því að það kviknaði í svuntunni henn- ar. Hún var bara heppin að það fór ekki verr,“ segir Elínborg. Systir hennar hafi séð mikið eftir svunt- unni, enda hafði mamma þeirra lagt mikla vinnu í útsauminn. Ávextirnir komu á jólunum Konurnar sitja allar og sauma út jólaskraut, hvort sem það eru jóla- legir bangsar eða jólapúðar. Þá eru einnig hrúgur af prjónuðum barna- fatnaði á borðinu, jólaskraut upp um veggina og lítið jólatré skreytt með jólakúlum. Þær líta upp af og til, til að segja blaðamanni eitthvað sem þeim datt í hug og stemning- in er notaleg, svona rétt eins og að kíkja í kaffi til góðs ættingja í spjall og kaffi. Allar eru þær sammála um að ávextirnir sem komu á jólunum hafi verið eitt það besta við jólin í þeirra æsku og uppvexti. „Þá sá maður ekki ávexti nema á jólunum, epli og appelsínur,“ segir Ólöf og allar hinnar samsinna þessu. „Epl- unum var skammtað á hvert heim- ili. Maður gleymir ekki lyktinni af eplunum,“ segir Sigríður. Hernámið breytti miklu Flestar þeirra eru fæddar í kring- um 1930 og muna því örlítið eftir jólunum fyrir hersetuna og muna líka eftir því hvernig vörufram- boðið breyttist með komu her- mannanna. Þá hafi til dæmis kom- ið bananar og súkkulaði og tyggjó varð algengari kostur. „Bretarnir komu ekki úr neinum veisluhöld- um heima hjá sér,“ segir Ólöf og Sigríður skýtur snöggt inn í að það hafi samt Kaninn gert. Eins og svo oft þegar marg- ir koma saman færist umræðuefn- ið í aðra átt og skyndilega erum við farin að tala um hernámið árið 1939. Sigríður rifjar upp þegar hermennirnir óku í gegnum Akra- nes og hentu eplum og appelsínum til barnanna. Hermennirnir hafi hertekið skólann og skólahald var ekkert eftir það. Helga Ívarsdóttir man vel eftir því þegar ensku her- mennirnir komu til Reykjavíkur 10. maí. Þá var hún í vorskóla í Aust- urbæjarskólanum. „Þeir voru með allt á sér; potta, pönnur, byssur og byssustingi og maður bara skalf af hræðslu.“ Börnin hafi lítið vit- að um viðburði úti í heimi og því ekkert gert sér grein fyrir hverjir þessir menn voru. Spallað er örlít- ið um hernámið og vesalings her- mennina sem voru varla meira en stráklingar. Þær eru sammála um að Kaninn hafi verið vinalegri en Bretarnir. Fjölskyldujól Heimili Elínborgar Kristjánsdóttur fann lítið fyrir komu hermannanna enda ólst hún upp á Grundafirði fjarri kliði og truflun hernámsins. Jólin voru svipuð á hverju ári. „Það var reynt að hafa hátíðlegt. Það var keyptur einn lítill kertapakki af snúnum kertum og þeim var skipt á milli barnanna.“ Á jólanótt hafi líka verið látið loga ljós í hverju her- bergi til að fagna hátíðinni og auka á hátíðleikann. Þetta var siður sem kom frá foreldrum hennar. Fanney Karlsdóttir er alin upp á Siglufirði. „Það var yfirleitt allt- af mikill snjór. Á haustin tíndum við köngla og lyng sem var eins allt árið. Svo vöfðum við þetta á grein- arnar og svo voru sett á þetta svona Heimsókn á Dvalarheimilið Höfða Útsaumaður burstabær.Ullarklæði lögð á borð, húfur, sokkar, barnaföt og önnur verðmæti. Dvalarheimilið Höfði. Jólasveinar úr smiðju kvennanna. Fanney sat og saumaði út en gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.