Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 92

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 92
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201692 Áhugaljósmyndarar eru víða og fer þeim fjölgandi eftir að stafræn ljós- myndatækni gerði slíkt áhugamál í senn auðveldara og ódýrara en þegar framkalla þurfti filmur. Þeir eru þó ekki margir sem taka þetta áhugamál svo alvarlega að ljós- myndunin sé framar flestu öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyr- ir sín byggðarlög, skrá atvinnusög- una, menningu, náttúrufar og fleiri þætti. Þessir aðilar eru ekki endilega að ljósmynda í atvinnuskini held- ur drífur áhuginn þá áfram. Sam- tímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Í raun ætti að verðlauna þetta fólk með einhverjum hætti; gera það að launuðum bæjarlista- mönnum – því það eru þeir vissu- lega. Hér á Vesturlandi eru allmarg- ir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum árum hafa nokkrir áhuga- ljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir. Við köllum þetta fólk sam- tímasöguritara, fólk sem á í sínum fórum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik. Fékk fyrst vélina sex ára Sagnaritari samtímans að þessu sinni er áhugaljósmyndarinn Sig- urjón Einarsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Sigurjón hef- ur lengi haft gaman af ljósmyndun og eignaðist sína fyrstu myndavél sex ára gamall. „Hún var svona lít- il og flöt, með flasskubbi ofan á og var töluvert mikið notuð. En þegar hún dó, þá dó þessi iðkun hjá mér í langan tíma en ekki áhuginn,“ seg- ir Sigurjón. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar, þegar stafræn ljósmyndun ruddi sér til rúms, sem hann byrjaði að mynda aftur að ein- hverju ráði. „Ég átti reyndar ágætis myndavél þegar börnin fæddust en það var ekki fyrr en „systemið“ varð stafrænt sem þetta náði svona tök- um á mér. Það var því upp úr 2007 sem ljósmyndun fer að verða alvöru áhugamál.“ Mútaði öðrum ljósmyndara Eftirlætis myndefni Sigurjóns eru fuglar af öllum stærðum og gerð- um. Hann segir að þarna nái hann að samtvinna tvö áhugamál; fugla- skoðun og ljósmyndun. Fuglar hafa lengi vakið áhuga hans. „Ég er ætt- aður úr Skáleyjum á Breiðafirði og hafði aðgang að húsi í Flatey til margar ára. Þarna er mikið fugla- líf og ekki annað hægt en að fylgjast með. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fuglum, alveg frá því ég var smá patti,“ segir hann. Eftir að áhug- inn á ljósmyndun vaknaði af fullum krafti hafði Sigurjón verið að fylgjast með íslenskum vef þar sem nokkr- ir ljósmyndarar birtu myndir sínar. Þeirra á meðal var fuglaljósmynd- arinn Sindri Skúlason. „Ég var svo einhvern tímann að þvælast í Hval- firði og þá gerist það að það steypir sér niður á mig smyrill með látum. Ég leitaði að hreiðri og fann það.“ Í framhaldinu hringdi Sigurjón í áðurnefndan Sindra, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt. Hann spurði Sindra hvort hann vildi komast í tæri við smyril, gegn því að kenna Sagnaritari samtímans - ljósmyndari í starfi og leik Sigurjón Einarsson á Hvanneyri Sigurjón Einarsson. Sigurjón náði þessari mynd af Eyjafjallajökli. Hvalfjörðurinn myndast oftar en ekki vel. Þennan lunda fann Sigurjón á Látrabjargi. Takið eftir flugunni sem situr á gogginum. Himbrimi á Elliðaánum í Reykjavík.Þessi auðnutittlingur var hin besta fyrirsæta. Gulönd að gleypa þriggja til fjögurra punda urriða í Elliðaánum. Flórgoði á fljótandi hreiðri. Myndin er tekin í blankalogni eftir að hreiðrið hafði rekið undan veðri og vindum og stoppað á miðju vatninu. Sigurjón hefur gaman af því að komast í tæri við ránfugla, svo sem þennan smyril. Lómur að reisa sig upp og baðar út vængjunum.Brandugla að gæða sér á mús.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.