Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 93

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 93
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 93 ÓSKUM STARFSMÖNNUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Runólfur Hallfreðsson ehf. SK ES SU H O R N 2 01 6 honum að taka myndir. „Ég mút- aði honum þannig til að kenna mér. Það var auðfengið,“ segir Sigurjón og hlær. „Þeir komu þrír saman, þar á meðal pabbi hans og voru allir í fuglaljósmyndun. Ég var góðfúslega tekinn inn í hópinn sem gekk und- ir nafninu S-hópurinn, enda áttum við allir upphafsstafinn S í nöfnum okkar. Þarna fer boltinn að rúlla og hann hefur ekki stoppað síðan,“ út- skýrir Sigurjón. Las bæklinginn um jólin Vélin sem Sigurjón notar er af gerð- inni Nikon. Hann byrjaði með Ca- non vél þegar hann hóf að mynda á nýjan leik en segir þann framleið- anda ekki hafa boðið upp á nógu góð- ar vélar til náttúrulífsljósmyndunar. „Það hefur ekki verið nægilega gott fókuskerfi hjá þeim og ekki eins góð tækni til að eiga möguleika á að taka myndir við dimmari aðstæður.“ Til að byrja með notaði hann 300 mm linsu en komst fljótt að því að það var ekki nægur aðdráttur í henni til að geta myndað fugla. Í dag notar hann linsu sem heitir Nikon 500 mm f4. Sigurjón er sjálflærður í ljósmyndun- inni og hefur ekki farið á nein nám- skeið í faginu. „Nema hjá Sindra, eft- ir að ég mútaði honum með smyrlin- um.“ Hann segist þó hafa lesið bækl- inginn sem fylgdi með myndavél- inni og hafa lært töluvert af því. „Ég fékk vélina rétt fyrir jól, þegar mesta skammdegið er og minnsta fuglalífið. Ég las bæklinginn á meðan aðrir voru að lesa jólabækurnar. Ég hef líka lært ýmislegt af því að fylgjast með fugl- unum.“ Tímafrekt áhugamál Sjálfur er Sigurjón alinn upp í Hafn- arfirði en er búsettur á Hvanneyri í dag. Hann ferðast töluvert um landið vegna vinnu sinnar hjá Landgræðslu ríkisins. „Myndavélin er alltaf með í för. Á sumrin nota ég tækifærið og fer að mynda eftir vinnu.“ Sigurjón er því ýmist einn á ferð að taka mynd- ir eða með S-hópnum. Hann lýsir því þannig að þegar hann kemur á stað- inn fari hann ekki strax að mynda. „Maður byrjar á því að fylgjast með fuglinum og sjá mynstrið hjá honum. Svo þarf að setja sig niður og bíða. Einstaka sinnum spilum við hljóð úr símunum okkar.“ Aðspurður um eft- irlætisstaði segist hann hafa gaman af því að mynda á Mýrunum í kvöldsól- inni. Þá er Mývatn ofarlega á lista yfir eftirlætisljósmyndastaði hans. „Þar er mikil náttúrufegurð og mikill fjöl- breytileiki af tegundum. Þar finnur maður allar andategundir, mófugla og vaðfugla. Svo er líka gaman að fara í Látrabjarg,“ útskýrir hann. Áhuga- málið er árstíðabundið en Sigurjón viðurkennir að það sé tímafrekt. „Það getur farið dágóður tími í þetta,“ segir hann. „Það fannst til dæmis glitbrúsi norður í Fljótum í sumar. Þetta er fugl sem var að finnast í fyrsta sinn hér á landi og ég ákvað að nýta sum- arfrísdaga til að keyra norður til að ná myndum af honum. Það fóru fjórir dagar í að ná myndum af þess- um eina fugli, þannig að það geta al- veg farið nokkrir dagar í þetta,“ bæt- ir hann við. Þrátt fyrir tímann sem fer í ljósmyndunina nýtur Sigurjón Fallegur refur á vappi fyrir framan ljósmyndarann. Falleg mynd af Borgarnesi. Framhald á næstu síðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.