Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Page 2

Skessuhorn - 11.10.2017, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 20172 Slökkvilið Borgarbyggðar var síð- astliðinn laugardagsmorgun kall- að út að bænum Laxárholti á Mýr- um. Þar hafði hitabúnaður tengdur þurrkun á korni bilað með þeim af- leiðingum að glóð var komin í korn- ið og talsverðan reyk lagð frá því. Að sögn Jökuls Fannars Björnssonar va- raslökkviliðsstjóra var brugðist hár- rétt við. Hann segir að Unnsteinn Jóhannsson bóndi hafi hringt út að- stoð en lokað inn í þurrkunina þann- ig að súrefni kæmist ekki að. Slökkvi- liðsmenn hafi því þegar þeir mættu á staðinn getað aðstoðað heimafólk við að losa kornið úr sílóinu og eft- ir það var hægt að smúla það síð- asta út með vatni og hreinsa búnað- inn. Tjón hafi því verið minniháttar og jafnvel hægt að nýta kornið þótt hitnað hafi fullvel í því. Í Laxárholti er korn ræktað á um 30 hekturum og er þreskingu af ökrunum nú lok- ið. mm Skessuhorn ræddi í vikunni við fjölda Vestlendinga um komandi kosningar til Alþingis 28. október nk. Lauslega áætlað er ríflegur helmingur kjósenda óákveðinn. Kjósendur eru því minntir á að gera upp hug sinn í tæka tíð, hvort sem þeir ætla að kjósa eða skila auðu. Það er ótrúlega stutt í kosningar. Norðaustan 10-15 m/s og rigning á Vest- fjörðum á morgun, fimmtudag. Hæg- ari breytileg átt og þurrt í öðrum lands- hlutum. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig. Norðanátt 13-18 m/s norðvestan til á landinu á föstudag, en suðvestan 10-15 við suðausturströndina. Annars staðar hægari vindur. Víða rigning, en rofar til á Norðausturlandi, úrkomu- lítið á suðvesturhorninu. Hiti 2 til 10 stig, kaldast á Vestfjörðum. Norðvestan 10-15 m/s á laugardag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnan heiða. Hægari vestlæg átt með kvöldinu og úrkomulítið. Hiti á bilinu 1 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir frem- ur hæga suðlæga átt. Víða léttskýjað, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við suður- og vesturströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir dag- inn, en víða næturfrost inn til sveita. Spurningin „Ætlar þú að fylgjast með körfuboltanum í vetur?“ var borin upp á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Nei“ sögðu flestir, eða 56% en næstflestir, 18%, sögðu „já, eitthvað“. „Já, mjög mikið“ sögðu 13%, „kannski“ 7% og „já, mikið“ 6%. Í næstu viku er spurt: Hve oft notar þú blýant eða penna? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fæ sæmdarnafnbótina Vestlendingar vikunn- ar. Strákarnir tryggðu sér sem kunnugt er á mánudag sæti í lokakeppni Heims- meistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Næturlokanir í næstu viku HVALFJ.G: Hvalfjarðar- göng verða lokuð fyrir um- ferð í þrjár nætur í næstu viku, viku 42, vegna við- halds og hreingerningar. Lokað verður aðfararnæt- ur þriðjudags 17., miðviku- dags 18. og fimmtudags 19. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Það er árleg- ur viðburður í rekstri gang- anna að loka þeim í nokkr- ar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. „Lokun nú er því hefðbundin ráðstöf- un og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynn- ingu frá Speli. -mm Nemendum ofan grunnskóla fækkar LANDIÐ: Nemendur á skólastigum ofan grunn- skóla hér á landi voru 42.589 haustið 2015 og hafði fækk- að um 1.346 nemendur frá árinu á undan, eða um 3,1%. Aðallega er fækkunin á framhaldsskólastigi. Hag- stofa Íslands tók þetta sam- an. Alls sóttu 19.086 karl- ar nám haustið 2015 og 23.503 konur. Körlum við nám hafði þá fækkað um 4,4% en konum um 2%. Á framhaldsskólastigi stund- uðu 23.085 nemendur nám haustið 2015 og fækkaði um 4,4% frá fyrra ári. Á viðbót- arstigi voru 866 nemendur og var fjöldi nær óbreyttur. Á viðbótarstigi er nám sem bætist ofan á nám á fram- haldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Á háskólastigi í heild voru 18.638 nemend- ur og fækkaði um 1,5% frá haustinu 2014. Nemend- um í námi til doktorsgráðu fækkaði um 10,4% og voru 465, en þeim hafði fjölgað ár frá ári frá 2011. Tæpur þriðjungur, eða 31,6% dokt- orsnema, eru erlendir ríkis- borgarar og hefur þeim far- ið fjölgandi. Um helming- ur þeirra kemur frá öðrum Evrópulöndum. Nemend- um í námi til fyrstu háskóla- gráðu fækkaði einnig. -mm 1 2 3Kíktu inná SANSA.IS VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Síðasti pöntunardagur er til miðnættis á miðvikudögum. Afhending er á þriðjudegi í komandi viku. GSM: 865-2580 SMIÐJUVÖLLUM 17 300 AKRANES SÍMI: 431-2580 Slökkvilið kallað út vegna ofhitnunar í kornþurrkun Í gær hófst gangsetning Veitna á nýrri skólphreinsistöð í Borgar- nesi, en unnið hefur verið við bygg- ingu stöðvarhúss, lagna og ann- arra mannvirkja í um áratug. Stöð- in verður bylting í fráveitumálum í bænum en hún mun taka við öllu skólpi, sem hingað til hefur runn- ið óhreinsað í sjó í gegnum nokkrar útrásir, hreinsa það og dæla um 600 metra út í Borgarfjörð. Í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að áður en hægt verði að setja hreinsistöð- ina í gang þarf að ganga úr skugga um að yfirfall hennar virki sem skildi. Því mun óhreinsað skólp fara í sjó við hreinsistöðina í Brákarey í stuttan tíma. Gangsetning og prófanir á bún- aðinum fer þannig fram að sjö nýir dælubrunnar verða ræstir einn af öðrum og svo hreinsistöðin sjálf þeg- ar skólp tekur að streyma inn í hana. Þegar dælubrunnar verða komnir í gang hættir skólp að streyma út um gömlu útrásirnar. Þær halda þó áfram að þjóna sem yfirföll sem geta orðið virk þegar rignir mikið eða ef dælustöð bilar eða sinna þarf við- haldi í henni. „Gert er ráð fyrir að prófanir taki tvær vikur og að þeim loknum verði stöðin komin í fullan rekstur til framtíðar. Taki þær lengri tíma verður íbúum gert viðvart,“ segir í tilkynningu frá Veitum. mm Gangsetning nýrrar skólphreinsistöðvar að hefjast Skólphreinsistöð Veitna er í Brákarey. Ljósm. Veitur. Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum sem oft- ast eru kallaðir stýrivextir, verða því 4,25%. Í yfirlýsingu Peningastefnu- nefndar frá því á miðvikudagsmorg- un segir að horfur séu á minni hag- vexti í ár en í fyrra, meðal annars vegna þess að hægt hefur á vexti ferðaþjónustu. Hagvöxtur verði þó áfram töluvert mikill en vísbend- ingar séu um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. „Verðbólga hefur hjaðnað nok- kuð síðastliðna tvo mánuði og í sep- tember mældist hún 1,4%. Mælik- varðar á undirliggjandi verðbólgu eru enn lægri og hjaðnandi. Gen- gi krónunnar hefur lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar, eftir lækkun sl. sumar, og er 4,5% hær- ra en á sama tíma í fyrra. Mælik- varðar á verðbólguvæntingar eru í nokkuð góðu samræmi við verðból- gumarkmiðið. Gengissveiflur un- danfarinna mánaða hafa haft tiltö- lulega lítil áhrif á verðbólgu og skammvinn áhrif á verðbólgu- væntingar,“ segir í yfirlýsingunni. „Spenna í þjóðarbúskapnum kallar á peningalegt aðhald svo að tryg- gja megi verðstöðugleika til meðal- langs tíma. Þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga auk minnkandi spennu benda þó til þess að raun- vextir bankans nægi við núverandi aðstæður til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi mis- serum mun ráðast af framvindu ef- nahagsmála og annarri hagstjórn.“ kgk Stýrivextir lækkaðir um kvartprósentustig

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.