Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Síða 8

Skessuhorn - 11.10.2017, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 20178 Ráðstefna um málefni ferða- þjónustu LANDIÐ: Markaðsstofur landshlutanna standa fyr- ir árlegri ráðstefnu í sam- starfi við Deloitte um mál- efni ferðaþjónustunnar á morgun, fimmtudaginn 12. október. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Ferða- maðurinn eða fjárfestingin - Hvort kemur á undan?“ og fer hún fram á Grand hótel í Reykjavík milli kl. 13 og 16. Dagskráin sam- anstendur af ávörpum um ferðaþjónustu á Íslandi þar sem margir ferðaþjónustu- aðilar víðs vegar af land- inu munu mæla af munni fram. Einn þeirra er Unn- ar Bergþórsosn, fram- kvæmdastjóri Húsafells, en hann mun flytja ávarp- ið „Perla milli hrauns og jökla“. Að lokinni saman- tekt á framsögum fundar- manna hefjast pallborðs- umræður um ferðaþjón- ustu á Íslandi. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangs- eyrir er enginn en mælst er til þess að fólk skrái sig á vef markaðsstofanna: www.markadsstofur.is/is/ ferdamadurinn-eda-fjar- festingin. Þar er einnig að finna ítarlega dagskrá ráð- stefnunnar. -kgk Sinna fræðslu um jafnfrétti kynjanna L A N D I Ð : Ve l f e r ð a r - ráðuneytið og Kvenréttinda- félag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu og upp- lýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vett- vangi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þorsteinn Víglundsson, fé- lags- og jafnréttismálaráðherra, og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttinda- félagsins undirrituðu samning þessa efnis nýverið. Meginmark- miðið er að efla fræðslu um jafn- rétti kynjanna, bæði gagnvart al- menningi en einnig með sértækri fræðslu fyrir tiltekna hópa. -mm Skotfélag Snæ- fellsness þrjátíu ára GRUNDARFJ: Í gær, þriðjudag- inn 10. október, fagnaði Skotfélag Snæfellsness 30 ára starfsafmæli. Félagið var stofnað af skotáhuga- mönnum í Grundarfirði á haust- dögum árið 1987 og hét í þá daga Skotveiðifélag Grundarfjarð- ar. Formlegur stofnfundur var haldinn 10. október sama ár, að undangengnum nokkrum undir- búningsfundum. Nafni félagsins var breytt í Skotfélag Snæfells- ness 8. maí 2014 og hefur starf- semi félagsins aldrei verið öflugri en nú, að því er fram kemur í til- kynningu frá félaginu. -mm Í liðinni viku var skrifað undir þjónustusamning milli Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins og at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins um 50 milljóna króna ár- legan stuðning, í þrjú ár, við Hæfn- isetur ferðaþjónustunnar. Mark- mið verkefnisins er að auka gæði og hæfni í ferðaþjónustu, einkum framlínustarfsmanna og millistjór- nenda. Í því samhengi verður sér- staklega horft til fræðslu sem að- löguð verður starfsmönnum fyrir- tækja í ferðaþjónustu og fer fræðsl- an fram inni í fyrirtækjunum eins og kostur er. Verkefnið mun m.a. miða að því að hæfnigreina störf, þróa raun- færnimat og námskeið, með þrepa- skiptu starfsnámi, rafrænni fræðslu ásamt fræðslu innan fyrirtækja. Hæfnisetrið býður þessi verkfæri til afnota fyrir fræðsluaðila og fyr- irtæki og er markmiðið að ná til sem flestra starfsmanna í ferða- þjónustu. Jafnframt verður lögð áhersla á að mæla árangur fræðslu í t.d. starfsmannaveltu, framlegð og fleiri rekstrarþáttum fyrirtækja. mm Messað var í Ingjaldshólskirkju síð- astliðinn sunnudag. Þar var þess minnst að fyrsta kirkjan á Ingjalds- hóli, sem vitað er um vígsludag, var vígð fyrir 700 árum, eða 13. október. Það var Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni frá Rifi, sem predikaði í mess- unni og þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum séra Óskari Inga Ingasyni. Við athöfnina á sunnudag lásu fermingarbörn ritningarlestra og nemendur tónlistarskólans fluttu tónlist. Að messu lokinni var afmæl- iskaffi í safnaðarheimilinu. Þar var Sæmundur Kristjánsson með sögu- kynningu eins og honum einum er lagið. Á vef kirkjunnar má finna ítarlegar upplýsingar um kirkjuna á Ingjalds- hóli. Þar stendur meðal annars að Gunnar Hauksson bjó á Ingjaldshóli og átti jörðina. Lét hann gera kirkju á staðnum, en áður hafði þar staðið bænahús. Víglsumáldagi kirkjunnar er frá 13. október 1317, en kirkjan var vígð af Árna Helgasyni Skálholts- biskupi. þa/ Ljósm. kj. Sjö hundruð ár frá vígslu fyrstu kirkjunnar á Ingjaldshóli Hæfnisetur ferðaþjónustunnar fest í sessi Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamál, og María Guðmunds- dóttir fræðslustjóri SAF og formaður stýrihóps Hæfnisetursins við undirskrift samningsins. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi bjóða til opins fundar mánudaginn 16. október kl. 20:00 í Klifi, Snæfellsbæ. Sérstakur gestur fundarins er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur munu ræða um málefni kjördæmisins og gefst gestum tækifæri til að ræða um komandi alþingiskosningar og önnur mál. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Verið öll hjartanlega velkomin, Sjálfstæðisflokkurinn Fundur með frambjóðendum og formanni Sjálfstæðisflokksins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.