Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201712
Krakkarnir á Leikskólanum Sólvöll-
um í Grundarfirði voru úti í góða
veðrinu síðasta þriðjudag þar sem
þeir nutu veðurblíðunnar. Haustlit-
irnir skörtuðu sínu fegursta í garð-
inum fyrir aftan Heilsugæslustöð-
ina og var margt að skoða. Hvort
sem það var að grandskoða steinana
í garðinum, laufblöðin sem féllu til
jarðar eða sólina sem gægðist yfir
fjallgarðinn, þá áttu þessir krakkar
ekki í vandræðum með að njóta sín
í blíðunni.
tfk
Að njóta
haustsins
Síðastliðinn laugardag var veg-
leg afmælishátíð haldin í Stykk-
ishólmi þegar því var fagnað að
leikskóli staðarins er 60 ára. Það
var St.Franciskusreglan sem fyrst
stofnaði leikskóla í bænum og rak
með rausnarbrag í fjölmörg ár.
Þannig var reglan frumkvöðull í
rekstri leikskóla en slík starfsemi
hófst fyrr í Stykkishólmi en í ná-
grannabyggðarlögum. Í tilefni af-
mælisins heiðruðu forsetahjónin,
Guðni Th Jóhannesson og Eliza
Reid ásamt börnum sínum, íbúa
með heimsókn og þátttöku í af-
mælisfagnaðinum. Hátíðin hófst
klukkan 13 og stóð fram eftir degi.
Sigrún Þórsteinsdóttir leikskóla-
stjóri segir að frá upphafi hafi ver-
ið ákveðið að hátíðin snerist um
börnin, þeirra menningu og sköp-
un og telur hún það hafa heppn-
ast vel. Aðallega snerist hátíðin því
um þau börn sem nú eru í leikskól-
anum en einnig var gaumur gefinn
að öllum þeim börnum sem hafa
verið nemendur í leikskólanum í
gegnum tíðina.
Afmælisfagnaðurinn stóð yfir
alla vikuna og lauk á sjálfan af-
mælisdaginn. Elstu börn leikskól-
ans, ásamt 1. bekk í grunnskólan-
um, unnu saman að listasmiðjum
í umsjón kennara og listamanna í
Stykkishólmi. Í leikskólanum var
unnið að skapandi verkefnum með
öllum börnunum og var afrakst-
urinn sýndur á afmælishátíðinni.
Unnið var með fjölmenningu í
tengslum við hátíðina og var m.a.
haldið menningarmót með börn-
unum í samvinnu við foreldra á
þriðjudaginn í liðinni viku. Menn-
ingarmótið var unnið með þrem-
ur elstu árgöngunum í leikskól-
anum og hugsað til að varpa ljósi
á fjölbreytta menningarheima í
samfélaginu. „Við eigum öll okk-
ar persónulegu menningu sem
endurspeglast í því hver við erum,
hvað við viljum kynna fyrir öðr-
um og styrkja með því móti sjálfs-
mynd okkar. Ekki er endilega um
að ræða þjóðarmenningu eða upp-
runamenningu heldur það sem
skiptir hvern og einn mestu máli
og vekur áhuga viðkomandi,“ segir
Sigrún.
Þess má geta að á næstu dög-
um verður ný kennslustofa tekin í
notkun við leikskólann til að hægt
verði með góðu móti að rúma öll
leikskólabörn í þessu vaxandi bæj-
arfélagi. Keypt var færanleg 60
fm kennslustofa sem áður stóð
við Listaháskóla Íslands, en flutt
í Stykkishólm eins og sagt var frá
fyrir stuttu í Skessuhorni.
Leikskólanum bárust á föstudag-
inn góðar gjafir í tilefni 60 ára af-
mælisins. Ragnheiður Axelsdóttir
formaður Lionsklúbbsins Hörpu
og Sesselja Sveinsdóttir gjaldkeri
komu og afhentu Sigrúnu leik-
skólastjóra hundrað þúsund krón-
ur að gjöf til kaupa á námsgögnum
og búnaði. Foreldrafélag leikskól-
ans, með þær Dóru Lind og Önnu
Margréti í fararbroddi, komu sama
dag með afmælisgjafir, tvö hljóm-
flutningstæki, tvær Ipad spjald-
tölvur og tvo bluetooth hátalara.
mm
Hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis
Leikskólans í Stykkishólmi
Þessi skemmtilega mynd var tekin og raðað eins upp og á annarri mynd sem tekin var fyrir nokkrum árum! Ljósm. leikskólinn á Facebook.
Þétt setinn
salurinn á hátíðar-
dagskránni.
Ljósm. Haukur
Páll Kristinsson.
Þessi mynd var tekin á menningarmóti og sýnir þegar börnin voru að segja frá
hlutunum sem þau komu með til að sýna í afmælinu. Ljósm. Leikskólinn á Facebook.
Forseti Íslands ávarpaði hátíðargesti. Ljósm. Haukur Páll Kristinsson.