Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Qupperneq 20

Skessuhorn - 11.10.2017, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201720 KOSNIN GAR 2017 Halldóra Harðardóttir, Borgarnesi „Hei lbr igð i smá l ættu að vera mjög ofarlega á baugi þeirra, að mínu mati, og að gera fólki kleift að lifa sómasamlega í þessu landi.“ Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvað hún ætlar að kjósa.“ Davíð Sveins- son, Stykkis- hólmi „Húsnæðismálin og byggðamálin. Það er löngu orðið tíma- bært að stjórnmála- menn komi með raunhæfar tillög- ur í byggðamálum til eflingar byggð- ar í landinu. Ég er nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég mun kjósa.“ Ingunn Jóhannesdóttir, Borgarnesi „Það ætti að vera hvað flokkarnir ætli að gera, í stað þess að vera með skít- kast. Ég vil sjá eitt- hvað málefnalegt um hvað þeir ætli að gera, hvernig þeir ætla að fara að því og hvaðan peningarnir eiga að koma. Þá ætti að mínu mati að leggja áherslu á heilbrigðismál og vegasamgöngur, en þar þarf virkilega að bæta í.“ Hún bætir við: „Áður en ég tek ákvörðun um hver fær mitt atkvæði vil ég fyrst fá þessi svör.“ Freydís Bjarna- dóttir, Grundar- firði „Heilbrigðismálin ættu að vera efst á baugi en ég hef ekki ákveðið hvað ég ætla að kjósa.“ Ólafur Tryggva- son, Grundar- firði „Fyrst og fremst ætti að reyna að ná nið- ur þessum okurvöxt- um svo börnin okkar geti keypt húsnæði. En ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa.“ Björn Hilmars- son, Ólafsvík „Áherslurnar eru svæðisbundnar. Hér á Vesturlandi eru húsnæðismálin mjög aðkallandi og sam- göngumálin einnig. Svo eru málaflokkar eins og heilbrigðis- mál sem alltaf skipta miklu máli.“ Björn segist vera búinn að taka ákvörðun um hvað hann ætlar að kjósa. Eva Karen Þórðardóttir, Borgarfirði „Stjórnmálamenn þurfa að vera í vinnunni, klára kjör- tímabilið og hætta að rífast! Það þarf að klára þau mál sem nú þegar eru í gangi og þeir þurfa að vinna vinnuna sína. En ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.“ Svanfríður Þórðardóttir, Ólafsvík „Mér finnst til dæm- is að mál öryrkja verði að vera í lagi. Fólk verður að eiga möguleika á að lifa og átt sómasamlegt líf, þó það geti ekki unnið. Fyrir mig var ekki erfitt að velja hvern ég mun kjósa.“ Jóhannes Sim- onsen, Akranesi „Mér finnst kvóta- kerfið eitt af mikil- vægustu málefnun- um. Ég er formað- ur smábátafélags- ins á Akranesi, Sæ- ljón heitir það, og við erum hreinlega að horfa á að smá- bátafloti er að þurrkast út allt í kringum Ísland, sem er mjög alvarlegt mál fyrir þorpin um land- ið. Það eru fullt af fiskitegundum sem menn ná ekki að veiða og eru því vannýttar og er þetta ein afleiðing af kvótakerfinu. Mér finnst því að það ætti að taka kvótakerfið alveg til endurskoð- unar og ég er búinn að ákveða hvert mitt at- kvæði fer.“ Sigrún Þor- bergsdóttir, Akranesi „Menntamál og heil- brigðismál ættu fyrst og fremst að vera efst á baugi. Það þyrfti t.d. að flýta fyrir nýj- um Landspítala. Þá eru flóttamanna- málin mér mjög hugleikin en þar þarf að vera fljót, skilvirk og mannúðleg afgreiðsla. Ég tel að við Íslendingar gætum tekið á móti fleira kvótaflóttafólki.“ Sigrún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvað hún ætli að kjósa. Márus Líndal Hjartarson, Akranesi „Efst á baugi ættu að vera heilbrigðis- mál og vertrygging- in, en það þarf að af- nema hana. Og ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa.“ Sóley Sævars- dóttir, Akranesi „Heilbrigðismál ættu að vera númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Sóley en hefur ekki tekið ákvörðun um hvað hún ætlar að kjósa. Karvel Lindberg Karvelsson, Akranesi „Það eru mörg mál- efni sem koma til greina. Samgöngu- mál finnst mér þurfa að stórbæta og svo þyrfti að auka fjár- magn í þau og virkja lífeyrissjóðina í að fjármagna samgöngukerfið. Landbúnaðarkerf- ið er líka málefni sem ætti að leggja áherslu á og taka þarf afstöðu til landbúnaðarmála og matvælaframleiðslu. Þessir hlutir munu hafa áhrif á hvað ég mun kjósa, sem ég ef ekki tekið endanlega ákvörðun um.“ Hafsteinn Kjartansson, Akranesi „Ég myndi segja að heilbrigðismál ættu að vera í forgrunni en efnahagsmál- in líka, þau eru jú grundvöllur fyrir að hægt sé að taka til í heilbrigðismálum. En ég er enn óákveðinn með mitt atkvæði.“ Sædís Þórhalls- dóttir, Akranesi „Það sem snýr að mér persónulega eru málefni barna- fjölskyldna. Allt sem tengist börnum er orðið svo dýrt; frí- stundir, fatnaður og annað slíkt. Fólk hefur orðið ekki efni á þessu öllu og það þarf að breytast, en ég er ekki búin að ákveða hver fær mitt atkvæði.“ Guðmundur Pálsson, Akranesi „Ég myndi segja að verðtryggingin og okurvextir ættu að vera efst á baugi og svo líka húsnæðis- málin. Ég á eftir að ákveða hvað ég mun kjósa.“ Lilja Magnús- dóttir, Grundar- firði. „Núna þurfa stjórn- málamenn að leggj- ast undir feld og fara í róttæka nafla- skoðun. Hver einn og einasti stjórn- álamaður þarf að lesa sig til um sið- ferði og heiðarleika og spyrja sjálfa sig að því af hverju þeir eru stjórnmálamenn og svara því heiðarlega. Stjórnmálamenn þurfa að lesa sér til um hvað felst í því að sinna þessu starfi, hver þeirra ábyrgð sé og gagnvart hverjum. Þannig að núna, akkúr- at núna, í október 2017, þurfa stjórnmála- menn að slíta öll hagsmunatengsl, virða þá sem borga þeim laun, sem er almenningur í þessu landi, og fara að vinna í þágu heildar- innar en ekki sérhagsmuna. Ég veit að þetta er langsótt og óraunhæf krafa. En á meðan stjórnmálamenn stunda spillingu og á með- an við kjósendur kjósum spillingu, þá ger- ist ekki neitt. Þess vegna væri líka gaman að svara þeirri spurning.“ Lilja kveðst búin að taka ákvörðun um hvað hún ætlar að kjósa að þessu sinni. Kristín Releena Jónsdóttir, Akranesi „Menntamál og heilbrigðismálefni ættu að vera efst á baugi. Ég er komin með hugmynd um hvað ég mun kjósa en er samt ekki al- veg ákveðin.“ Sólveig Harðar- dóttir, Borgar- nesi „Heilbrigðismálin ættu að vera núm- er eitt, tvö og þrjú og svo eru málefni ellilífeyrisþega og öryrkja mjög brýn málefni. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa en vil ekki gefa það neitt upp.“ Pálmi Blængs- son, Borgarnesi „Ég myndi segja að efling lýðheilsu ætti að vera ofarlega á baugi. Það þarf að leggja áherslu á að bæta íþróttaaðstöðu sem er partur af því að bæta heilsu og vellíðan.“ Pálmi hefur ekki tekið ákvörðun um hvað hann ætl- ar að kjósa.“ Snorri Kristleifs- son, Akranesi Efnahagsmál al- mennt ættu að vera ofarlega á baugi. Það þarf að halda áfram að greiða nið- ur skuldir og vera með aðhald í ríkis- rekstri. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa.“ María Kúld Heimisdóttir, Stykkishólmi H e i l b r i g ð i s m á l og menntamál, en kennarinn í mér verður að segja það. Mér finnst brýnt að auka fjárveit- ingar í báða þessa málaflokka. Ég hef þó enga hugmynd um hvað ég ætla að kjósa.“ Pétur Krist- insson, Stykkis- hólmi „Húsnæðismál fyrir yngra og eldra fólk- ið ætti að vera efst á baugi og ég er bú- inn að ákvaða hvað ég mun kjósa.“ Stærstu áherslumálin fyrir kosningar, að mati Vestlendinga Íslendingar ganga til alþingiskosninga laugardaginn 28. október, í annað sinn á réttu ári. Skessuhorni lék forvitni á að vita hvaða málefni ættu að vera efst á baugi stjórnmálamanna á næstunni, að mati Vestlendinga. Hringt var í íbúa af handahófi, búsetta víðsvegar um Vesturland, og þeir beðnir að svara hvað þeir telji for- gangsmálin. Einnig voru viðmælendur blaðsins spurðir hvort þeir væru búnir að ákveða hvað þeir ætli að kjósa eftir 18 daga.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.