Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 11.10.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 29 Geymsla fyrir tjaldvagna og fellihýsi Getum tekið tjaldvagna eða felli- hýsi í upphitaða geymslu í Gríms- húsinu Borgarnesi. Upplýsingar í síma 892-1525 eða 892-5114. Lítið sumarhús Til leigu lítið sumarhús í nágrenni Akraness til skamms tíma. Upplýs- ingar í síma 897-5142. Toyota Corolla Station Til sölu Toyota Corolla Station. Sjálfskiptur, 1600 cc, árg. 2004. Ekin 120000 þús. Tveir eigendur frá upp- hafi. Á nýlegum heilsársdekkjum. Upplýsingar: bjorn@stalsmidjan.is. Peugeot 307sw til sölu Bíllinn er 2004 árgerð, dísel, með dráttarkrók, nýlega smurður og skoðaður án athugasemda. Á ný- legum dekkjum. Óska eftir tilboði. Upplýsingar í síma 844-6666. Markaðstorg Vesturlands Stykkishólmur - miðvikudagur 11. október Snæfell mætir Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leik- urinn hefst kl. 19:15 í íþróttahús- inu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - fimmtudagur 12. október Félagsvist. Annað kvöldið í fjög- urra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Veitingar í hléi. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Allir vel- komnir. Akranes - fimmtudagur 12. október Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akra- neskaupstað, ætlar að mála bæ- inn bleikan. Bleik stuðningsganga frá stjórnsýsluhúsinu að Akratorgi kl. 18:30. Dagskrá með tónlistarat- riðum, heitt kakó og happadrætti. Nánar á www.akranes.is. Akranes - föstudagur 13. október ÍA mætir Hetti í Maltbikar karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi. Skorradalur - laugardagur 14. október Evrópski menningarminjadagur- inn er 14. október. Þá verða við- burðir um land allt. Á Vesturlandi er kynning á verkefninu „Fram- dalurinn - Fitjasókn. Verndarsvæði í byggð“. Kynning: Hulda Guð- mundsdóttir verkefnisstjóri. Kaffi og með því í boði Minjavendar og Fitja. Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, klukkan 14.00. Grundarfjörður - laugardagur 14. október Grundfirðingar leika sinn fyrsta leik í 3. deild karla í körfuknattleik þegar þeir mæta Stál-Úlfi. Leikur- inn hefst kl. 14:00 í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Grundarfjörður - laugardagur 14. október Tónleikar með tónlistarmannin- um Mugison á Bjargarsteini Mat- húsi kl. 21:00. Stykkishólmur - sunnudagur 15. október Mugison heldur tónleika í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi kl. 21:00. Borgarbyggð - sunnudagur 15. október Það er hinn vinsæli rithöfundur Vil- borg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk Landnámsseturs og segir sögu Auðar djúpúðgu, konunnar sem á engan sinn líka í landnáms- sögunni og nam land að Hvammi í Dölum. Saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi flétt- ast atburður sem markaði upp- haf landnámsins blóði: þrælaupp- reisn á suðurströnd Íslands. Nánar á www.landnam.is. Borgarbyggð - miðvikudagur 18. október Félag aldraðra í Borgarfjarðardöl- um efnir til félagsvistar í Brún 18. október klukkan 14:00. Kaffiveit- ingar. Nýir félagar 60+ boðnir vel- komnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 18. október Skallagrímur mætir Breiðabliki í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Stykkishólmur - fimmtudagur 19. október Eftirherman og Orginalinn láta gamminn geysa. Kvöldskemmtun á Fosshótel Stykkishólmi kl 20:30. Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústson kitla hláturtaugarnar. Miðasala við innganginn. Dalabyggð - föstudagur 20. október Haustfangaður Félags Sauðfjár- bænda í Dalasýslu verður haldinn dagana 20. og 21. október næst- komandi. Sviðaveisla og hagyrð- ingakvöld, Íslandsmeistaramótið í rúningi og fleira. Sjá nánar aug- lýsingu og frétt í Skessuhorni vik- unnar. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 7. október. Stúlka. Þyngd: 3.952 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Heiða Guðmundsdóttir og Guðmundur Þór Ólafsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Björg Sigurðardóttir. 10 október. Stúlka. Þyngd: 3.954 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Eva Dröfn Ólafsdóttir og Stefán Þór Svansson, Ólafsvík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Smáprent - Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Smáprent Vandaðar svuntur í mörgum litum Fáið verðtilboð í vinnufatnað og merkingar. ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög SK ES SU H O R N 2 01 5 Eitt aðalmarkmið Pírata er vald- dreifing og sjálfsákvörðunarréttur. Að hver og einn geti haft aðkomu að málum sem hann varðar. Af því leiðir sú stefna okkar Pírata að gera eigi sveitarfélög fjárhagslega sjálf- stæð til þess að þau geti staðið und- ir þeirri þjónustu sem þau eiga að veita. Stóra spurningin er, hvernig förum við að því? Í dag fá sveitarfélög aðallega tekjur frá útsvari einstaklinga og í gegnum fasteignagjöld. Þessum tekjum er ætlað að standa undir þeirri þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita. Undanfarið hef- ur ríkið fært ýmis verkefni yfir til sveitarfélaganna án þess að viðeig- andi fjármagn fylgi. Lausnin við þessu er að gera hluta tekjuskatts fyrirtækis og virð- isaukaskatt að útsvari til sveitarfé- lags. Þannig myndi hluti af hagn- aði fyrirtækis sem og sala af vöru eða þjónustu fyrirtækis renna til nærsamfélagins. Hér er nauðsyn- legt að taka fram að ef þú kaupir olíu á bensínstöð í Varmahlíð þá myndi hluti virðisaukaskattsins af olíugjaldinu renna til Skagafjarðar en ekki til sveitarfélagsins þar sem bensínstöðin er með höfuðstöðvar. Þeir sem þekkja til í kerfinu telja þetta vera erfitt í framkvæmd, kerf- ið virkar ekki svona, en við látum slíkt ekki stöðva okkur. Kerfið er mannanna verk og það er hægt að bæta. Það besta við þessa breytingu er ekki bara að tekjustofnar sveit- arfélaganna verða sterkari held- ur verður einnig til hvati til þess að laða að annars konar atvinnu- starfsemi en þá sem skilar miklum fasteignagjöldum. Ferðamenn sem flakka um landið og kaupa alls kyns þjónustu myndu skila hagnaði beint í sjóði sveitarfélagsins. Veffyrirtæk- ið úti í bílskúr færi allt í einu að standa undir rekstri leikskólans. Þessi breyting er á kostnað ríkis- sjóðs en afurðin er öflugri og sjálf- stæðari sveitarfélög. Það gagnast okkur öllum, líka ríkissjóði. Eva Pandora Baldursdóttir og Björn Leví Gunnarsson. Höfundar eru þingmenn og frambjóðendur Pírata í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður. Eflum byggðir landsins Pennagrein KOSNINGAR2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.