Skessuhorn - 11.10.2017, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 201730
Keppnistímabilið í klifri hófst um
liðna helgi með Haustfagnaði Klif-
urhússins, en um tuttugu klifrarar
frá ÍA tók þátt á mótinu. Í flokki
krakka 11-12 ára sigraði Sylvía
Þórðardóttir í stúlknaflokki og
Hjalti Rafn Kristjánsson og Rún-
ar Sigurðsson höfnuðu í öðru og
þriðja sæti. Brimrún Eir Óðins-
dóttir keppti í 16-19 ára flokki og
hafnaði í öðru sæti. Aðrir ÍA klifr-
arar stóðu sig með stakri prýði og
ekki var annað að sjá en að þau
hafi skemmt sér vel og notið þess
að klifra þær leiðir sem leiðasmiðir
Klifurhússins settu upp fyrir þau.
Að sögn Þórðar Sævarssonar
formanns Klifurfélags Akraness
er framundan hjá félaginu hið ár-
lega Hrekkjavökumót sem fram fer
laugardaginn 28. október í aðstöðu
félagsins á Vesturgötu. Fyrsta mót-
ið í Íslandsmeistaramótaröðinni fer
svo fram um miðjan nóvember og
þar munu gulir og glaðir ÍA klifr-
arar að sjálfsögðu mæta til leiks, að
sögn Þórðar.
mm
Kolbeinn, Hjalti Rafn, Rúnar, Sylvía og Gyða.
Keppnistímabilið
í klifri hafið
Boggu-Bresamótið í blaki var hald-
ið laugardaginn 30. september á
Akranesi. Um skemmtimót var að
ræða og nýliðar boðnir velkomnir
að mæta og spreyta sig. Mótið hófst
að morgni og lauk keppni síðdegis.
„Boggu-Bresamótið er orðið að ár-
legum viðburði blakfélagsins. Það er
haldið til heiðurs Guðbjargar Árna-
dóttur sem eiginlega má kalla blak-
drottninguna okkar,“ segir Sædís
Alexía Sigurmundsdóttir, formað-
ur Bresa, í samtali við Skessuhorn.
„Bogga okkar er enn virkur félags-
maður í blakinu og mætir á æfingu
tvisvar í viku. Það er þvílíkur kraft-
ur í henni og lítum við allar upp til
hennar og vonum að við verðum á
sama stað og hún þegar við verðum
sjötugar.“ segir Sædís.
Sigurvegarar á mótinu voru Aft-
urelding C í 1. deild, Haukar A í 2.
deild og Stjarnan ytri fegurð í 3.
deild. kgk/ Ljósm. jho.
Vel heppnað blakmót var
haldið á Akranesi
Svipmynd frá Boggu-Bresamótinu á
Akranesi.
Bogga fylgist með gangi mála.
Snæfell lék fyrsta heimaleik vetrarins
í 1. deild karla í körfuknattleik þeg-
ar liðið mætti FSu í Stykkishólmi á
mánudagskvöld. Eftir jafnan og
spennandi leik kræktu Snæfellingar
í fyrsta sigur vetrarins, 110-103.
Mikið jafnræði var með liðunum í
upphafi leiksins og liðin skiptust á að
leiða. Varnarleikur liðanna sat aðeins
á hakanum og fyrir vikið var mikið
skorað í upphafsfjórðungnum. FSu
leiddi með tveimur stigum að hon-
um loknum, 26-28. Leikurinn var í
járnum í öðrum fjórðungi. Staðan
var jöfn þar til komið var fram yfir
miðjan fjórðunginn. Þá náði Snæfell
forystunni og leiddi með þremur
stigum í hálfleik, 50-47.
Svipað var uppi á teningnum í
síðari hálfleik. Snæfellingar bættu
varnarleikinn lítið eitt í þriðja leik-
hluta og náðu að gera smá áhlaup.
Gestirnir gáfu hins vegar ekkert eft-
ir og aðeins munaði tveimur stigum
fyrir lokaleikhlutann. Snæfell leiddi
í lokafjórðungnum en liðsmenn
FSu fylgdu þeim eins og skugginn.
Gestirnir minnkuðu muninn í eitt
stig um miðjan leikhlutann. Snæfell
svaraði með góðum spretti og komst
í 98-91 þegar þrjár mínútur lifðu
leiks. Fsu minnkaði muninn í þrjú
stig en nær komust þeir ekki. Snæ-
fell kláraði leikinn á síðustu mínút-
unum og sigraði með sjö stigum,
110-103.
Christian Covile átti stórleik fyr-
ir Snæfell, skoraði 37 stig og tók 13
fráköst. Viktor marinó Alexanders-
son skoraði 18 stig, Geir Elías Úlf-
ur Helgason skoraði 17, Jón Páll
Gunnarsson 13 og Nökkvi Már
Nökkvason 12 stig.
Með sigrinum krækti Snæfell í
fyrstu stig vetrarins. Fær liðið tæki-
færi til að halda stigasöfnuninni
áfram næstkomandi föstudag, 13.
október, þegar liðið mætir Fjölni á
útivelli.
kgk
Christian Covile átti
stórleik í sigri Snæfells.
Ljósm. úr safni/ sá.
Snæfell sigraði FSu í spennandi leik
Grundfirðingar hefja leik í 3. deild
karla í körfuknattleik næstkom-
andi laugardag, 14. október. Fyrsti
leikurinn er heimaleikur á móti
Stál-úlfi og hefst hann kl. 14:00 í
íþróttahúsinu í Grundarfirði. Að-
alsteinn Jósepsson, eða Steini
Jobba, er potturinn og pannan í
körfuknattleiksliði Grundfirðinga.
Hann kveðst bíða komandi vet-
urs með eftirvæntingu, þó á tíma-
bili hafi verið tvísýnt með þátttöku
Grundfirðinga í Íslandsmótinu
þetta skiptið.
„Það leit út fyrir það á tímabili
að við myndum ekki ná í lið. Vegna
aldurs og meiðsla eru þrír leik-
menn úr sjö manna kjarna frá því í
fyrra sem geta ekki verið með í ár,“
segir Steini í samtali við Skessu-
horn. „En sem betur fer eigum
við góða að í Snæfelli og Ingi Þór
þjálfari bjargaði okkur alveg. Verið
er að undirbúa venslasamning og
félagaskipti milli liðanna þannig
að við fáum sex unga og efnilega
leikmenn úr röðum Snæfells,“ seg-
ir hann ánægður. „Þannig að við
verðum með í mótinu í ár og ég er
hæstánægður með það. Strákarnir
frá Snæfelli munu spila með okk-
ur í vetur og það sem er ekki síð-
ur mikilvægt, þeir munu æfa með
okkur tvisvar í viku. Það er alveg
nauðsynlegt að vera með öflug-
ar æfingar, geta haldið uppi góðu
tempói og góðri samkeppni á æf-
ingunum. Þá eru þær sem líkastar
því sem verður í leikjum,“ bætir
hann við.
Leikmaður, fram-
kvæmdastjóri og þjálfari
„Að öðru leyti er sami kjarni á bak-
við liðið og verið hefur. Það er að
segja ég sjálfur og allir sem ég get
platað til að vera með,“ segir Steini
og hlær við. En gamninu fylgir al-
vara. Körfuknattleiksliði Grund-
firðinga er fyrst og fremst haldið
úti fyrir tilstuðlan örfárra manna,
jafnvel bara eins einstaklings. Slíkt
er algengt er með íþróttalið í litlum
bæjarfélögum. Steini er þannig
allt í senn leikmaður, þjálfari og
framkvæmdastjóri liðsins. „Ég hef
óskaplega gaman að körfunni, ann-
ars væri ég löngu hættur að standa í
þessu,“ segir hann. „Þegar einhver
sem er eldri en svona 32 ára er að
keppa í íþróttum þá er það bara af
því honum finnst það skemmtilegt.
Það er ekkert gott við það daginn
eftir. Ég er 39 ára og ég get varla
gengið daginn eftir æfingar og leiki
nema ég komist í heita pottinn og
kalda karið,“ segir Steini og blaða-
maður heyrir hann hrista hausinn
í gegnum símtólið. „En þetta er
bara svo gaman að maður leggur
það á sig,“ bætir hann við.
Stefnir á topp 4
Grundfirðingar höfnuðu í 4. sæti
deildarinnar í fyrra og komust því
í úrslitakeppnina um laust sæti í 2.
deild. Þar sigruðu þeir fyrsta leik-
inn og komust áfram en féllu úr
leik í undanúrslitum á móti B liði
Þórs Þorlákshafnar. Steini vonast
til að ná einu af fjórum efstu sæt-
unum eins og í fyrra. „Liðið verður
náttúrulega öðruvísi í ár og þann-
ig séð lítið hægt að byggja á síðasta
vetri. Við fáum núna inn stráka sem
kunna körfubolta og eru í góðu
formi. Við fáum líka sex í staðinn
fyrir þá þrjá sem við missum. Það
munar helling um bara fjöldann,
að geta skipt oftar og haldið uppi
tempói,“ segir hann. „Þannig að
ég held það sé vel raunhæft að setja
markið á eitt af fjórum efstu sæt-
unum eins og í fyrra,“ segir Steini
Jobba að endingu.
kgk/ Ljósm. tfk.
Setja markið á eitt af fjórum efstu sætunum
Aðalsteinn Jósepsson, eða Steini Jobba, fer yfir málin með sínum mönnum
síðasta vetur. Hér hefur hann brugðið sér í hlutverk þjálfara, en hann er jafnframt
framkvæmdastjóri og leikmaður Grundarfjarðarliðsins.
Grundfirðingar fagna skoruðum stigum í leik síðasta vetur.