Skessuhorn - 09.05.2018, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 20186
Framhalds-
skólakennar-
ar samþykktu
LANDIÐ: Félagsmenn
í Félagi framhalds-
skólakennara og Fé-
lagi stjórnenda í fram-
haldsskólum hafa sam-
þykkt nýgerðan kjara-
samning með yfirgnæf-
andi meirihluta. Gildis-
tími samningsins er út
mars á næsta ári. Á kjör-
skrá voru tæplega 1500
kennarar og stjórnend-
ur og voru 69% þeirra
fylgjandi en 29% and-
vígir. Tæplega 2% skil-
uðu auðum seðlum eða
gerðu ógilt.
-mm
VR sendir
Hörpu skýr
skilaboð
RVK: „Í ljósi yfirlýs-
ingar forstjóra Hörpu
í dag 8. maí, hefur VR
ákveðið að hætta að
nota Hörpu tónlist-
arhús undir viðburði
félagsins. Sóma síns
vegna getur VR ekki
átt í viðskiptatengslum
við fyrirtæki sem hagar
sér með svo lítilmann-
legum hætti gagnvart
launafólki,“ segir í til-
kynningu frá VR í gær.
„Lægst launuðu starfs-
menn Hörpu tónlist-
arhúss, sem einum var
gert að taka á sig launa-
lækkun á meðan for-
stjórinn fékk ríflega
launahækkun, sýndu
það einstaka þor og
áræði að segja nær öll
upp störfum til þess að
mótmæla hinu hróp-
andi óréttlæti sem blasir
við í þessu máli. Beðið
var með eftirvæntingu
eftir niðurstöðu fundar
forstjóra og yfirstjórnar
í morgun og blasti það
við öllu réttsýnu fólki
að hið augljósa órétt-
læti yrði leiðrétt með
einhverjum hætti og yf-
irstjórn hússins myndi
sjá að sér.“ Þá segir að
yfirlýsing Svanhild-
ar Konráðsdóttur, for-
stjóra Hörpu tónlistar-
húss, í dag þriðjudag-
inn 8. maí 2018 komi
sem blaut tuska í andlit
félagsmanna VR. „Einu
viðbrögðin eru þau að
kveðja þessa dugmiklu
starfsmenn og óska
þeim velfarnaðar. VR
sem stéttarfélag get-
ur ekki annað en tek-
ið sér stöðu með starfs-
mönnum sem hafa ver-
ið smánaðir með þess-
um ótrúlega hætti og
hætt öllum viðskiptum
við Hörpu tónlistar-
hús þar til þetta mál fær
eðlilega afgreiðslu.
-mm
Búið að opna
sundlaugina
GRUNDARFJ: Skólasund
hófst í Sundlaug Grundfirð-
inga 30. apríl síðastliðinn og
2. maí var svo opnað takmark-
að fyrir almenning. Núna er
laugin opin frá 7-8 á morgn-
ana og svo frá 17-21 seinni-
partinn. Á laugardögum er
svo opið frá 13-17 og lok-
að á sunnudögum. Þann 19.
maí næstkomandi tekur full
sumaropnun gildi en þá verð-
ur opið alla virka daga frá kl.
7-21 og laugardaga og sunnu-
daga frá 10-18. Þetta er alltaf
ákveðin vorboði fyrir Grund-
firðinga þar sem sundlaugin er
lokuð yfir vetrartímann. Nú í
vetur var reyndar prófað að
hafa opið í heitu pottana yfir
vetrarmánuðina og gekk það
ágætlega. -tfk
Skipulagsvinna
vegna rifs á
strompinum
AKRANES: Á fundi skipu-
lags- og umhverfisráðs Akra-
neskaupstaðar síðastliðinn
fimmtudag var samþykkt að
hefja vinnu við breytingu á
deiliskipulagi á Sementsreit á
Akranesi. Breytingin felst í að
sementsstrompurinn verði rif-
inn. Byggir sú ákvörðun á af-
gerandi niðurstöðu sem fékkst
úr skoðanakönnun sem Akra-
neskaupstaður stóð fyrir. Þar
vildu 94,25% bæjarbúa að
strompurinn yrði felldur, en
5,75% að hann yrði látinn
standa áfram um ókomin ár.
-mm
Fyrir rúmlega níu árum hóf Lík-
amsræktin starfsemi sína í Grund-
arfirði en samfélagið hafði þá kall-
að eftir slíkri þjónustu. Það voru
hjónin Ásgeir Ragnarsson og Þór-
ey Jónsdóttir sem keyrðu þetta
verkefni í gang og viðtökurnar
voru góðar. Nú hálfu tíunda ári
síðar var kominn tími á breytingar.
Líkamsræktin var auglýst til sölu
og hefur ungt og kraftmikið par
fest kaup á ræktinni. Það eru þau
Guðmundur Njáll Þórðarson og
Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir
sem taka við keflinu. Líkamsrækt-
in mun verða rekin í sömu mynd
til að byrja með en svo er aldrei að
vita nema eitthvað bætist við eða
breytist eftir því sem á líður, að
sögn þeirra.
tfk
Líkamsræktin í Grundarfirði
skiptir um eigendur
Þórey Jónsdóttir er hér að afhenda Ágústu og Guðmundi lyklana. Með þeim á
myndinni er Hallberg Helgi sonur þeirra.
Margt var um manninn við opn-
un Smiðjuloftsins, nýs afþreying-
arseturs við Smiðjuvelli á Akra-
nesi, um liðna helgi. Það eru hjón-
in Valgerður Jónsdóttir og Þórð-
ur Sævarsson sem eiga og reka
Smiðjuloftið en þar er að finna
klifuraðstöðu og rými sem m.a.
hentar undir ýmsa viðburði eða
tónlistariðkun. „Nóg var um að
vera á Smiðjuloftinu í tilefni af
opnuninni og margt um mann-
inn alla helgina. Á laugardegin-
um var opið hús á efri hæðinni, lif-
andi tónlist og léttar veitingar. Á
sunnudeginum var svo fjölskyldu-
klifur og söngstund, þar sem litlir
söngfuglar létu ljós sitt skína. Mik-
ill fjöldi fólks á öllum aldri mætti
á Smiðjuloftið báða dagana til að
prófa klifurveggina og voru gestir
gífurlega ánægðir með þessa nýj-
ung í íþrótta- og menningarlífinu
á Akranesi,“ segja þau Valgerður
og Þórður.
Klifurfélag ÍA verður með æf-
ingaaðstöðu sína í húsinu og
spenningur var meðal iðkenda í
félaginu að hefja æfingar. Leyndi
sá áhugi sér ekki þegar ljósmynd-
ari Skessuhorns leit við á laugar-
daginn. Margir þeirra voru mætt-
ir á Smiðjuloftið strax og tekið var
úr lás á laugardagsmorguninn, að
sögn þeirra Valgerðar og Þórðar.
arg/ Ljósm. mm
Smiðjuloftið opnað á Akranesi
Klifurveggurinn var í stöðugri notkun
alla helgina.
Þórður og Valgerður ásamt Sylvíu dóttur sinni.