Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201810 ar toguðust á hagsmunir framsæk- ins fyrirtækis í nýsköpun og iðnaði sem þarfnaðist stærra athafnasvæð- is og hins vegar hagsmunir húseig- enda sem teldu gengið á lögvarinn rétt sinn. Lóðarhafar við fyrrgreind- ar götur hafa auk þess réttindi eins og sjávarlóðum fylgir. Væntanleg- ar byggingar myndu skyggja á út- sýni frá þeim, kvöldsól og almenn myndu rýrna gæði svæðisins til úti- vistar. Þá hefði verið bent á að líf- ríki við Krókalón væri stefnt í hættu með að leyfa svo stóra landfyllingu. Kynntu mótmæli sín Eftir kynningu fulltrúa arkitekta- stofu og skipulagssviðs var orðið gefið frjálst. Fyrstir kváðu sér hljóðs tveir af fjórum fulltrúum sem mót- mæltu skipulaginu með formleg- um hætti. Þeir búa við Krókalón og krefjast þess að landfylling verði ekki heimiluð. Þeir Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinsson, sem reyndar eru báðir fyrrum bæj- arfulltrúar, fóru yfir mótmæli þeirra og lýstu kröfugerð. Sveinn Kristins- son sagði að mjög mikilvægt væri að íbúar kæmu að öllum stigum skipu- lagsbreytinga og að mark yrði tekið á kröfugerð þeirra. Héldu þeir fram að landfylling sem nú þegar hef- ur verið gerð til að stækka athafna- svæði Skagans 3X hefði orðið 7000 fermetrar í stað 2000 fermetra sem heimild hafði verið fyrir. Þetta átöldu þeir Guðmundur Páll og Sveinn og undir þau orð tók Jóhann Ársæls- son þegar hann kvað sér hljóðs síð- ar á fundinum. „Sú fylling sem nú er búið að gera á athafnasvæðinu við Grenjar er langt umfram samþykkt í núverandi aðalskipulagi og við krefj- umst þess að þetta verði leiðrétt,“ sagði Sveinn og áréttaði að þeg- ar væri búið að fylla 5000 fermetra of mikið af landfyllingu út í Króka- lón og það væri fráleitt að heimila meira en hektara stækkun til viðbót- ar. Geta skal þess að eftir fundinn lét Akraneskaupstaður reikna umrædda landfyllingu og er niðurstaða þeirrar úttektar ekki í samræmi við fullyrð- inguna sem fram kemur hér að ofan (sjá frétt hér á síðunni). Jóhann Ársælsson benti með- al annars á helstu náttúruauðlind- ir íbúa væri fjaran og fjallið og þær auðlindir bæri að verja. Sagði hann að Skaginn 3X ætti lóðir á öðrum stað í bæjarfélaginu sem það gæti nýtt til stækkunar iðnaðarrýmis. Geir Guðjónsson umhverfisfræð- ingur kvað sér einnig hljóðs og benti á að skort hefði efnahagsleg rök fyrir stækkun athafnasvæðis Skagans 3X á þessum stað og þau borin saman við aðra kosti. Hverfisvernd Á fundinum var gagnrýnt af nokkr- um fundargestum að svo virtist sem bæjaryfirvöld litu léttvægt á hugtakið hverfisvernd. Um hverfisvernd seg- ir í skipulagsreglugerð: „Í aðalskipu- lagi er unnt að setja fram stefnu og skilyrði varðandi verndun tiltekinna svæða. Þá eru þau afmörkuð sem hverfisverndarsvæði. Í aðalskipulagi skal þá gera grein fyrir hvaða þættir í umhverfi viðkomandi svæðis njóta skulu forgangs og tiltekinnar vernd- unar og hvaða réttindi, skyldur og kvaðir eru samfara hverfisvernd fyr- ir stjórnvöld og borgara varðandi landnotkun og framkvæmdir. Unnt er að hverfisvernda í aðalskipulagi þau svæði sem skilgreind eru sem „náttúruverndarsvæði“ í svæðis- skipulaginu og tilgreina þar hvaða reglur skuli gilda um verndun og mannvirkjagerð á svæðunum.“ Fullnýta sín svæði Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X svaraði fyrirspurnum sem til fyr- irtækisins var beint. Fram kom hjá honum að vöxtur þess hefði verið um 30% á ári og nú væri verið að fullnýta húsakost og aðstöðu bæði á Akranesi og á Ísafirði þar sem fyr- irtækið hefur einnig starfsstöðvar sínar. „Við viljum fullnýta þær lóð- ir sem við höfum og nýta húsnæði sem best, hvort sem er á Eyrinni á Ísafirði eða við Grenjar á Akranesi. Þegar svæðið hér verður fullnýtt verður vexti okkar á Akranesi þar með hætt.“ Sagði hann að það væri ekki á áætlun Skagans 3X að byggja starfsemi upp á öðrum stað á Akra- nesi en við Grenjar. „Það væri ein- faldlega vitlaust af okkur. Eftir að fyrirtækið getur ekki stækkað meira vegna landrýmis færum við okkur bara annað, þangað sem fólk þarf vinnu,“ sagði Ingólfur. Hann tók fram síðar í umræðunni að höfuð- stöðvar Skagans 3X væru á Akranesi og það stæði ekki til að flytja þær annað, hvernig sem umsókn þeirra um landfyllingu í Krókalón yrði af- greidd af bæjaryfirvöldum. Endanleg afgreiðsla í höndum nýrrar bæjarstjórar Ljóst er að skipulagsmál við Króka- lón eru afar umdeild í bæjarfélag- inu. Framhald þessa máls verður að skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar mun taka málið fyr- ir að nýju og veita álit sitt til bæjar- stjórnar. Ef niðurstaðan verður að halda áfram með bæði þessi skipu- lög þarf að auglýsa skipulagsbreyt- ingarnar og þá gefst íbúum og öðr- um hagsmunaðilum að nýju kostur á að koma með athugsemdir. End- anleg afstaða til málsins ræðst síðan eftir hefðbundinn auglýsingatíma á síðari stigum ferilsins. Ljóst er að það verður nýrrar bæjarstjórnar að afgreiða bæði þessi mál á hvern hátt sem það verður gert. mm Akraneskaupstaður birti á föstu- daginn tilkynningu á upplýsinga- vef bæjarins þar sem ákveðnar rangfærslur eru leiðréttar, eins og það er orðað, vegna umfangs land- fyllingar við Krókalón. „Landfyll- ing í Krókalóni frá árinu 2012 er í samræmi við aðal- og deiliskipu- lag,“ segir í frétt Akraneskaup- staðar. „Á almennum íbúafundi sem haldin var í Grundaskóla miðvikudaginn 2. maí síðastlið- inn komu fram fullyrðingar af hálfu Guðmundar Páls Jónsson- ar, fyrrverandi formanns bæjar- ráðs og bæjarstjóra, Sveins Krist- inssonar fyrrverandi forseta bæj- arstjórnar, og Jóhanns Ársæls- sonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa, um að landfylling sem nú þegar hefur verið gerð til að stækka at- hafnasvæði Skagans 3X hefði orð- ið 7000 fermetrar í stað 2000 fer- metra. Framangreind fullyrðing er endurtekin í viðtali við Svein Kristinsson í Morgunblaðinu í dag [föstudaginn 4. maí, innsk. blm],“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður leitaði til Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga sem var með skipulagsvinnu á landsvæði Grenja og bar undir þá ofan- greindar fullyrðingar. „Í svari Teiknistofu Arkitekta kemur fram það álit að landfylling sé innan skipulagsmarka samanber upp- lýsingar í meðfylgjandi yfirliti stofunnar. Jafnframt hefur stofan staðfest að framkvæmdin er í al- geru samræmi við hönnun Sigl- ingastofnunar, sbr. meðfylgjandi loftmyndir.“ mm Uppfylling í Krókalóni var samkvæmt skipulagi Skipulags- og umhverfissvið Akra- neskaupstaðar boðaði síðastliðinn miðvikudag til almenns íbúafundar um skipulagsmál. Þar voru til kynn- ingar tillögur um breytingu aðal- skipulags og deiliskipulags vegna tveggja aðskildra framkvæmda í sjó fram. Annars vegar var kynnt fyrir- huguð lenging hafnargarðs og brim- varnargarðs í Akraneshöfn. Hins vegar var kynnt fyrirhuguð breyting á hafnarsvæðinu við Grenjar, en þar sækir Skaginn 3X um að fá að stækka land út í Krókalón til að rúma um 4000 fm viðbyggingu við núverandi iðnaðarhúsnæði á athafnasvæði fyr- irtækisins. Skemmst er frá því að segja að aðsókn á fundinn var slík að fresta þurfti því að hefja hann í bæj- arþingsalnum og fundurinn færður í aðalsal Grundaskóla. Þangað mættu á annað hundrað bæjarbúar. Fram kom að fundur þessi er hluti af lögbundnu kynningarferli þegar skipulagsbreytingar eru fyrir- hugaðar. Á fyrstu stigum skipulags- breytinga þarf að kynna hugmynd- ir og kalla eftir viðhorfi hagsmuna- aðila. Byrjað var að segja frá fyrir- hugaðri lengingu aðalhafnargarðs Akraneshafnar um 90 metra og sam- svarandi aukið umfang grjótvarn- ar. Árni Ólafsson frá arkitektastofu Gylfa Guðjónssonar fór ítarlega yfir skipulagsferlið og Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, fór yfir lögbundinn feril skipulagsbreytinga. Fram kom að báðar fyrrgreindar tillögur eru nú í kynningarfasa og því var boðað til fundarins. Lenging hafnargarðs er til að bæta aðstæður skipa, koma í veg fyrir ókyrrð í höfninni, svo sem sog sem þar myndast, og auka öryggi. Á fundinum kom fram að helsti veikleiki fyrirhugaðrar fram- kvæmdar í höfninni væri sá að stór sementsflutningaskip gætu átt erfið- ara með að athagna sig og leggja að Faxabryggju. Umdeildari hugmyndir við Grenjar Litlar umræður sköpuðust um fyrir- hugaðar breytingar á aðal- og deili- skipulagi Akraneshafnar. Hið sama er ekki hægt að segja um tillögu sem snýr að tillögu um breytingu aðal- og deiliskipulags við Grenjar sem einnig var til umræðu. Þar sækir há- tæknifyrirtækið Skaginn 3X um að stækka landfyllingu út í Krókalón um einn hektara þannig að mögu- lega yrði hægt að byggja við iðn- aðarhúsnæði sem fyrir er um allt að 4000 fermetra. Íbúar við Kró- katún og Vesturgötu hafa mótmælt þeim áformum harðlega. Fram kom í kynningu skipulagssviðs að hverfis- vernd gilti um svæðið og því kallaði landfylling á breytingu á gildandi aðalskipulagi. Árni Ólafsson arki- tekt sagði að athugasemdir sem bár- ust fyrir 21. mars síðastliðinn hefðu verið margar og afgerandi, bæði frá Skipulagsstofnun og íbúum sem hafa hagsmuna að gæta. Annars veg- Fjölmenni á fundi um tvær skipulagstillögur á Akranesi Við upphaf fundarins í Grundaskóla. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin var ákveðið að færa fundinn í stærri húsakynni, í sal Grundaskóla. Árni Ólafsson sýndi á myndrænan hátt hvernig fyrirhuguð nýbygging á land- fyllingu í Krókalón hefði áhrif frá húsum við Krókatún og Vesturgötu. Hér sést sjónarhornið frá Krókatúni 14. Sveinn Kristinsson og Guðmundur Páll Jónsson fóru yfir mótmæli þeirra við skipulagstilllöguna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.