Skessuhorn


Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.05.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 11 Leikskólinn Andabær á Hvanneyri Komdu í lið með okkur! Okkur vantar deildarstjóra í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leik- skólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs, en það er samstarfsverkefni leik- og grunn- skóla í Borgarbyggð. Leikskólinn er vel staðsettur í fallegu umhverfi kletta og náttúru. Helstu verkefni og ábyrgð deildarstjóra: Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi skólans ásamt leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra, sérkennslustjóra og öðrum deildarstjórum. Deildarstjóri fylgist með nýjungum á sviðið kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu. Hann vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna og tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn leikskólastjóra. Menntun og færnikröfur: Leikskólakennararéttindi• Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji• Færni í mannlegum samskiptum• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum• Góðir skipulagshæfileikar• Færni í að tjá sig í ræðu og riti• Góð íslenskukunnátta• Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Ráðið er í starfið frá og með 1. júní 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2018. Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 433-7170. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til leikskólastjóra á netfangið andabaer@borgarbyggd.is. Fjölbrautaskóli Vesturlands Innritun á haustönn 2018 Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranesi Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is Námsbrautir í boði Stúdentsbrautir Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Íþrótta- og heilsusvið Listnámssvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðnnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Framhaldsskólabraut Starfsbraut Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á haustönn 2018 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Dreifnám Opnað hefur verið fyrir umsóknir í húsasmíðanám og vélvirkjanám í dreifnámi fyrir haustönn 2018. Hægt er að sækja rafrænt um dreifnám á heimasíðu skólans. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðunni, www.fva.is og umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans fyrir 8. júní 2018. Heimavist Við skólann er starfrækt heimavist með plássum fyrir 60 nemendur. Nánari upplýsingar gefa Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, gudruns@fva.is og Jónína Víglundsdóttir, áfangastjóri, jonina@fva.is. Það var mikið fjör á vinnustofunni hans Togga í Lavaland í Grund- arfirði þegar ljósmyndari Skessu- horns rak inn nefið síðasta laugar- dag. Þá voru góðir gestir frá Ás- byrgi í Stykkishólmi í heimsókn og var Toggi að sýna þeim hag- nýt handtök í fínsmíði. Gríðarleg einbeiting var í loftinu og gleðin skein úr hverju andliti þarna inni. Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu og fá starfsmenn aðstoð við að fá og halda vinnu á almenn- um vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku. Thor Kolbeinsson, eigandi Lavalands, hefur fengið þau í heimsókn einu sinni til tvisvar á ári undanfarin misseri með góð- um árangri. tfk Ásbyrgi heimsótti Lavaland Grundarfjörðurinn var spegilslétt- ur þegar seglskútan Blue Clipper skreið inn fjörðinn árla í gærmorg- un. Það má segja að þarna hafi fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins mætt en skipinu er nú ætlað það hlutverk. The Blue Clipper er breskt skip sem sinnir skemmtisiglingum með far- þega á sumrin en á veturna er skipið mikið í vísindaferðum við Svalbarða en þá er það með vísindamenn í áhöfn. Núna er skipið í fimm daga siglingu með átta farþega en tíu manns eru í áhöfn. Seinna í sumar gerir skipið út á 21 dags ferðir með farþega en þá verður meðal annars komið við á Svalbarða. tfk Fyrsta skemmtiferða- skip sumarsins The Blue Clipper er glæsilegt á að líta þar sem möstrin gnæfa yfir höfnina í Grundarfirði. Þetta er Jonas, einn af áhafnarmeðlimum skipsins, en hann gaf sér smá tíma í stutt spjall við fréttaritara Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.