Skessuhorn - 09.05.2018, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 201812
Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri í
Grundarfirði, ritaði í síðustu viku
sýslumanninum á Vesturlandi bréf
þar sem gerð var athugasemd vegna
þess að ekki er gert ráð fyrir að íbúar
í Grundarfirði geti kosið utan kjör-
fundar í heimabyggð í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk.
Fer hann þess á leit að bætt verði
snarlega úr. Þá hefur dómsmálaráðu-
neytinu einnig verið ritað bréf varð-
andi utankjörfundaratkvæðagreiðslu
í Grundarfirði. Frá þessu greindi
bæjarstjóri á vefsíðu Grundarfjarðar-
bæjar fyrir síðustu helgi. Samkvæmt
auglýsingu sýslumanns er kosning
utan kjörfundar hafin. Hægt er að
kjósa á sex stöðum á Vesturlandi,
þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Búðar-
dal, Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæ-
fellsbæ og Stykkishólmi. Þorsteinn
greinir frá því að í svörum sínum
vísi sýslumaðurinn til reglugerðar nr.
1151/2014 um sýslumannsumdæmi.
„Á undanförnum árum hafa
Grundfirðingar þurft að berjast fyr-
ir rétti sínum til þess að kjósa utan
kjörfundar í heimabyggð. Í kom-
andi kosningum endurtekur sagan
sig. Jafnræðisreglan virðist því ekki
í heiðri höfð hvað þessi mál varðar.
Erindum til sýslumannsins og dóms-
málaráðuneytisins verður fylgt eftir
og reynt að fá lausn í málið. Vonast er
til að slík lausn finnist eins og raunin
hefur verið undanfarnar kosningar,“
skrifar Þorsteinn Steinsson.
mm
Telur sýslumann brjóta jafnræðis-
regluna gagnvart Grundfirðingum
Einn framboðslisti barst kjörstjórn
Eyja- og Miklaholtshrepps fyr-
ir lögbundinn lokafrest til að skila
inn framboðum á hádegi á laugar-
dag. Það var H-listi Betri byggð-
ar, en oddviti hans er Eggert Kjart-
ansson, núverandi oddviti í sveitar-
félaginu. Samkvæmt kosningalög-
um gaf kjörstjórn 48 tíma frest til
að skila inn öðrum framboðslista/
um. Að minnsta kosti tveir íbúar í
hreppnum, Gísli Guðmundsson og
Sigurbjörg Ottesen, sendu í fram-
haldi af því opinbera áskorun til H-
listans um að draga framboðið til
baka og höfðuðu til lýðræðislegs
réttar fólks í fámennum sveitarfé-
lögum að hafa val í kosningum.
Í kjölfar þessarar niðurstöðu hélt
H-listi fund á sunnudagskvöldið
og réði ráðum sínum. Eggert sendi
á sunnudagskvöldið frá sér yfir-
lýsingu fyrir hönd Betri byggðar:
„Listinn Betri byggð bauð fram
fyrst í síðustu kosningum og höfum
við náð að gera margt fyrir okkar
samfélag á kjörtímabilinu. Vildum
við halda því góða verki áfram og
buðum því fram lista í kosning-
unum núna. Þar sem það er mik-
ið af góðu fólki í samfélaginu vor-
um við að vonast eftir því að það
kæmi annar listi fram. Þar sem ekki
kom fram annað framboð í sveitar-
félaginu fyrir tilskilinn frest hefur
listinn tekið þá ákvörðun að draga
til baka framboð sitt og þar með
verður persónukjör að nýju í Eyja-
og Miklaholtshreppi.“ mm
Einn listi var lagður fram
og síðan dreginn til baka
Á hádegi síðastliðinn laugardag rann
út frestur til að skila inn framboðs-
listum vegna kosninga til sveitar-
stjórna. Í Hvalfjarðarsveit var kosið
persónukjöri fyrir fjórum árum en
svo verður ekki 26. maí næstkom-
andi. Að sögn Jóns Hauks Hauks-
sonar formanns kjörstjórnar bárust
þrír framboðslistar. Listarnir sem
bárust kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit
voru: Á-listi Áfram, H-listi Hval-
fjarðarlistinn og Í-listi Íbúalistinn.
Á-listi Áfram
„Við sem skipun Á lista Áfram bjóð-
um fram krafta okkar til að vinna
saman að góðum málefnum og vilj-
um leitast við að efla samstöðu í
samfélaginu. Þar sem framboð okk-
ar ber að með skömmum fyrirvara
er óhjákvæmilegt að undirbúningur
hefur verið knappur. Við höfum nú
hafið starf okkar og munum bjóða
til umræðu um framtíð okkar sem
búum í Hvalfjarðarsveit,“ segir odd-
viti listans, Daníel Ottesen, í sam-
tali við Skessuhorn. Í öðru sæti Á-
lista er Bára Tómasdóttir leikskóla-
stjóri, Guðjón Jónasson er í þriðja
og Björgvin Helgason núverandi
oddviti er í fjórða sæti.
Listinn í heild er þannig:
1. Daníel A Ottesen, bóndi,
Ytra-Hólmi
2. Bára Tómasdóttir,
leikskólastjóri, Hagamel 1
3. Guðjón Jónasson , bygginga-
tæknifræðingur, Bjarteyjarsandi 3
4. Björgvin Helgason, bóndi,
Eystra-Súlunesi 2
5. Helga Harðardóttir,
grunnskólakennari, Hagamel 17
6. Guðný Kristín Guðnadóttir,
leiðbeinandi á leikskóla og
háskólanemi, Tungu
7. Brynjólfur Sæmundsson ,
rafvirki, Silfurbergi
8. Marie Creve Rasmunssen,
bóndi/félagsráðgjafi, Steinsholti 1
9. Benedikta Haraldsdóttir,
háskólanemi, Vestri-Reynir
10. Jón Þór Marinósson,
bóndi, Hvítanesi
11. Jónella Sigurjónsdóttir,
grunnskólakennari, Lækjarmel 9
12. Helgi Pétur Ottesen, rannsókn-
arlögreglumaður, Akrakoti 2
13. Sigríður Helgadóttir,
bóndi/sjúkraliði, Ósi 1
14. Stefán G. Ármannsson,
vélsmiður/bóndi, Skipanesi
H-listi Hvalfjarðarlistans
Hvalfjarðarlistinn mun bjóða fram í
Hvalfjarðarsveit í komandi sveitar-
stjórnarkosningum. Listanum hef-
ur verið úthlutað listabókstafnum
H. „Listann skipar fólk sem ber hag
samfélagsins fyrir brjósti, er annt
um umhverfið, sem vill jafna stöðu
íbúa, auka skilvirkni í meðferð mála
og bæta upplýsingastreymi til íbúa.
Brynja Þorbjörnsdóttir, viðskipta-
fræðingur MBA og sveitarstjórn-
arfulltrúi, er oddviti listans. Ann-
að sæti skipar Helgi Magnússon
grunnskólakennari og þriðja sæti
skipar Helga Jóna Björgvinsdóttir
sjúkraliði og bóndi.
Listinn í heild er þannig:
1. Brynja Þorbjörnsdóttir, viðskipta-
fræðingur MBA, Kalastöðum
2. Helgi Magnússon,
grunnskólakennari, Garðavöllum 2
3. Helga Jóna Björgvinsdóttir,
sjúkraliði og bóndi, Eystra-Miðfelli
4. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson,
viðskiptafræðingur, Hlíðarbæ 2
5. Inga María Sigurðardóttir,
verkstjóri, Stóra-Lambhaga 5
6. Elísabet Unnur Benediktsdóttir,
starfsmaður félagsþjónustu, Eystra-
Reyni
7. Hlynur Eyjólfsson,
verkamaður, Hlíð
8. Sigurður Sverrir Jónsson,
bílstjóri, Stóra-Lambhaga 4
9. Jón S. Stefánsson,
bifvélavirki, Hnúki
Í-listi Íbúalistans
Íbúalistinn, sem fengið hefur lista-
bókstafinn Í, býður fram lista í Hval-
fjarðarsveit fyrir næstu sveitarstjórn-
arkosningar. Ragna Ívarsdóttir, leið-
beinandi á Lækjarmel, er oddviti
listans, Atli Halldórsson sauðfjár-
bóndi skipar annað sæti og Sunneva
Hlín Skúladóttir þriðja. „Hvalfjarð-
arsveit er glæsilegt og fjölbreytt sam-
félag, með mikla möguleika til fram-
fara og góð tækifæri til uppbygging-
ar. Íbúalistinn leggur áherslu á opna
og öfluga stjórnsýslu, þar sem íbú-
ar geta haft áhrif á framgang mála.
Tryggja þarf vandaða stjórnun þar
sem lýðræðið er virkt og íbúar hafa
greiðan aðgang að upplýsingum
um ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa
samfélagsins, rekstur þess og starf-
semi. Heildarsýn okkar fyrir næstu
ár birtast í stefnuskrá sem nær til
allra helstu málaflokka,“ segir í upp-
hafi stefnuskrár Íbúalistans.
Í heild er listinn þannig:
1. Ragna Ívarsdóttir,
leiðbeinandi, Lækjarmel 6
2. Atli Halldórsson
sauðfjárbóndi, Neðra-Skarði
3. Sunneva Hlín Skúladóttir
skólaliði, Geitabergi
4. Örn Egilsson rafvirki,
Lækjarmel 1
5. Elín Ósk Gunnarsdóttir
búfræðingur, Belgsholti 1
6. Marteinn Njálsson bóndi,
Vestri-Leirárgörðum
7. Hafsteinn Sverrisson
viðskiptalögfræðingur, Hlíðarbæ 14
8. Jóhanna G. Harðardóttir
Kjalnesingagoði, Hlésey
9. Hreinn Gunnarsson
iðnverkamaður, Hagamel 16
10. Maria Milagros Casanova Sua-
rez þerna, Hlaðbúð
11. Ingibjörg María Halldórsdóttir
viðskiptafræðingur,
Vestri-Leirárgörðum
12. Birgitta Guðnadóttir
húsmóðir, Hlíðarfæti
13. Magnús Ólafsson
eldri borgari, Hagamel 13
14. Eyjólfur Jónsson
sjálfstætt starfandi, Hlíð.
mm
Kosið milli þriggja lista í Hvalfjarðarsveit
Engir framboðslistar bárust kjör-
stjórn Dalabyggðar fyrir tilskilinn
frest laugardaginn 5. maí og verða
því óbundnar kosningar (pers-
ónukjör) í sveitarfélaginu 26. maí
næstkomandi eins og fyrir fjórum
árum. Allir kjósendur sveitarfélags-
ins verða því í kjöri, nema þeir sem
löglega eru undanþegnir skyldu til
að taka kjöri. Tvær beiðnir um und-
anþágu bárust kjörstjórn, segir í til-
kynningu frá kjörstjórn á vef Dala-
byggðar. Þær eru frá Höllu Sig-
ríði Steinólfsdóttur í Ytri-Fagra-
dal og Ingveldi Guðmundsdóttur
í Stórholti. Báðar hafa þær setið í
sveitarstjórn í 12 ár og uppfylla því
skilyrði um að biðjast undan end-
urkjöri. „Óski fleiri eftir að verða
undanþegnir skyldu að taka sæti í
sveitarstjórn skulu þeir hafa sam-
band við Svein Gestsson formann
kjörstjórnar,“ segir í tilkynningu
kjörstjórnar. mm/ Ljósm. úr safni.
Persónukjör í Dalabyggð
Í Reykhólahreppi barst kjörstjórn
enginn framboðslisti vegna sveitar-
stjórnarkosninganna 26. maí næst-
komandi. Það þýðir að persónukjör
verður viðhaft líkt og í undanförn-
um kosningum til sveitarstjórnar. Á
vef Reykhólahrepps kemur fram að
þrír sveitarstjórnarmenn hafa skor-
ast undan endurkjöri. Það eru þau
Vilberg Þráinsson Hríshóli, Ás-
laug B. Guttormsdóttir Mávavatni
og Sandra Rún Björnsdóttir Reyk-
hólum. Einnig gefur Gústaf Jökull
Ólafsson á Reykhólum ekki kost á
sér, en hann var búinn að sitja þrjú
kjörtímabil samfleytt fyrir síðustu
kosningar, og getur því skorast und-
an að taka kjöri jafn lengi. mm
Persónukjör verður
í Reykhólahreppi
Miðflokkurinn hefur birt framboðs-
lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingar á Akranesi 26. maí næstkom-
andi. Helga K. Jónsdóttir vélsmið-
ur mun leiða lista flokksins. Í öðru
sæti er Rúnar Ólason framkvæmda-
stjóri og þriðja sæti skipar Steinþór
Árnason veitingamaður. Í tilkynn-
ingu frá framboðinu segir að málef-
naáherslur flokksins verði kynntar á
næstu dögum.
Listinn í heild sinni er eftirfar-
andi:
1. Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður.
2. Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri
3. Steinþór Árnason, veitingamaður
4. Hörður Svavarsson, rafvirkja-
meistari
5. Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir,
innkaupastjóri
6. Íris Baldvinsdóttir, kennari
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, mál-
ari
8. Krystyna Jabloszewa, fiskverka-
kona
9. Gunnar Þór Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri
10. Hallbjörn Líndal Viktorsson,
rafvirki
11. Ásgeir Einarsson, kafari
12. Svavar Sigurðsson, starfsmaður
hjá Norðuráli
13. Örn Már Guðjónsson, bakari
14. Jón Andri Björnsson, verslunar-
maður
15. Gunnar Þór Heiðarsson, hafn-
arverndarfulltrúi
16. Oddur Gíslason, sjómaður
17. Bergþór Ólason, alþingismaður.
mm
Miðflokkurinn kynnir
framboðslista á Akranesi