Skessuhorn - 27.06.2018, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 23
VERKEFNASTJÓRI
Upplýsingar veitir:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá
og kynningarbréf.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands
• Umsjón með fjármálum SSV
• Umsjón með upplýsingamálum SSV
• Skjalavarsla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun er æskileg sem og reynsla
sem nýtist í starfi
• Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
• Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna
sjálfstætt
• Góð tölvukunnátta
• Þekking á atvinnulífi og sveitarfélögum á
Vesturlandi er kostur
SSV er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna varðandi hagsmunagæslu og þjónustu
í ýmsum málaflokkum í landshlutanum s.s. byggðaþróun, samgöngumál, atvinnumál,
menningar- og menntamál ásamt fleiri málum sem upp geta komið á þessum vettvangi.
Samtök sveitafélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra til þess að annast umsjón
með ýmsum málum fyrir samtökin. Leitað er að einstaklingi sem er drífandi og tilbúinn í að takast á við
spennandi verkefni.
SAMTÖK
SVEITARFÉLAGA
Á VESTURLANDI
Þrjátíu og þrír nemendur sem
hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands
í haust tóku við styrkjum úr Afreks-
og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla
Íslands við hátíðlega athöfn á Há-
skólatorgi fyrr í vikunni. Sjóðurinn
fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþeg-
arnir koma úr tólf framhaldsskólum
víða af landinu og eiga það sameig-
inlegt að hafa náð framúrskarandi
árangri í námi til stúdentsprófs. Við
mat á styrkþegum er einnig horft til
virkni í félagsstörfum í framhalds-
skóla og árangurs á öðrum sviðum,
til dæmis í listum eða íþróttum. Þá
leitast stjórn sjóðsins við að styrkja
nýnema sem sýnt hafa fram á sér-
stakar framfarir í námi eða góðan
námsárangur þrátt fyrir erfiðar að-
stæður.
Styrkhafarnir eru: Ágúst Pálma-
son Morthens, Ása Berglind Böðv-
arsdóttir, Birta Lind Atladóttir,
Bjarnveig Björk Birkisdóttir, Davíð
Sindri Pétursson, Elsa Jónsdóttir,
Elvar Wang Atlason, Enar Korn-
elius Leferink, Erla Björk Sigurð-
ardóttir, Guðrún Sólveig Sigríðar-
dóttir, Gunnar Sigurðsson, Helgi
Sigtryggsson, Hólmfríður María
Þórarinsdóttir, Hörður Tryggvi
Bragason, Inga Rósa Böðvarsdótt-
ir, Ingibjörg Ragnheiður Linnet,
Írena Rut Stefánsdóttir, Jiayu Ji-
ang, Jóhann Gísli Ólafsson, Karól-
ína Andrea Gísladóttir, Katarina K.
Kekic, Katrín Agla Tómasdóttir,
Kári Steinn Aðalsteinsson, Lingxue
Guan, María Ármann, Matthildur
Kemp Guðnadóttir, Rannveig Hlín
Jóhannesdóttir, Selma Rún Bjarna-
dóttir, Smári Snær Sævarsson, Tóm-
as Halldórsson, Valgerður Jónsdótt-
ir, Vignir Már Másson og Þórhildur
Elínardóttir Magnúsdóttir. mm
Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms við Háskóla Íslands
Opinn kynningarfundur verður hald-
inn í matsal Reykhólaskóla í dag,
miðvikudaginn 27. júní. Þar verður
kynnt skýrsla norsku verkfræðistof-
unnar Multiconsult um leiðir fyrir
Vestfjarðarveg. Reykhólahreppur réði
verkfræðistofuna til að rýna í vegkosti
Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar
vegagerðar í Gufudalssveit í tengslum
við aðalskipulagsbreytingar. Vinna
verkfræðistofunnar hófst í maí og er
nú að ljúka.
Þeir Lars Peter Larsgård og Sig-
urður Jens Sigurðsson, ráðgjaf-
ar verkfræðistofunnar, munu kynna
skýrsluna. Einnig verða ráðgjafar frá
Alta á fundinum, en þeir hafa aðstoð-
að stjórnendur sveitarfélagsins við að
halda utan um verkefnið, afla gagna
og fleira.
Fundurinn er öllum opinn, íbúum
og hverjum þeim sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta. Fundurinn hefst
kl. 20:00. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm.
Kynningarfundur
um vegakosti í
Gufudalssveit
Freisting vikunnar
Eflaust lesa einhverjir titilinn á
Freistingu vikunnar og velta fyrir
sér „smákökur í júní?“ - og klóra
sér í hausnum. Sem Íslending-
ur tengi ég smákökur nánast ein-
göngu við jólin en það eru vissu-
lega ekki jólin þó svo að veður-
far síðustu mánuði gefi stund-
um til kynna að hátíðarnar séu á
næsta leiti. Freisting vikunnar að
þessu sinni er langt í frá að vera
holl en hún vissulega fullnægir
sykurþörfinni sem gerir oft vart
við sig.
Uppskriftin sprettur frá tíma
mínum í Bandaríkjunum en þar
dvaldi ég í fimm ár og borðaði
ósjaldan smákökurnar ásamt öðr-
um sætindum. Nóg var sko til.
Smákökur sem þessar eru ekki
hugsaðir sem spari heldur henta
einstaklega vel inn í hversdags-
leikann og því mæli ég með að
skella sér í bakstursgírinn hvort
sem það er eftir kvöldmat á
þriðjudegi eða fyrir kaffitímann
á sunnudegi. Ég mæli einnig með
að skola þeim niður með ískaldri
mjólk því það er fátt sem kyssist
jafnvel eins og nýbakað kruðerí
og ísköld mjólk.
Innihald:
2 ¼ bolli hveiti
1 tsk bolli matarsódi
1 tsk salt
¾ bolli sykur
¾ bolli púðursykur
1 bolli smjör (mjúgt)
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 pokar af súkkulaðibitum
Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn 175°C.
Setjið hveiti, matarsóda og salt
saman í skál. Geymið. Í aðra skál
blandið vel saman sykri, púður-
sykri, smjöri og vanilludropum
þangað til létt áferð hefur mynd-
ast. Bætið eggi, einu í einu við og
hrærið vel saman á milli. Bætið
þurrefnunum saman við og bland-
ið hægt og rólega saman með sleif.
Þegar allt er komið saman bæt-
ið þá súkkulaðibitunum við (al-
gjört smekksatriði með súkkulaði
magnið! Því meira því betra segi
ég).
Setjið bökunarpappír á ofn-
plötu og raðið deiginu, vel fulla
teskeiðsstærð, á plötuna. Bakið í
10-12 mínútur.
Verði ykkur að góðu,
Gunnhildur Lind Hansdóttir
Súkkulaðibita smákökur