Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 20182 í bæjarfélaginu, meðal annars þeim sem stað- ið hafa vörð um menn- ingararfleifð Akraness og haldið sögu bæjar- félagsins á lofti. Ás- mundur hefur um langt skeið lagt stund á greinaskrif um merka atburði og framfara- mál í sögu Akraness og birt víða. „Þetta byrj- aði allt í æsku. For- eldrar mínir voru mjög duglegir að sýna mér alla sína bernskustaði hér á Akranesi.“ Þaðan sprettur áhuginn á ör- nefna- og sagnasöfnun Ásmundar. Ásmundur vann m.a. í fjöldamörg ár sem framkvæmda- stjóri Dvalarheimilis- ins Höfða. Þar nýtti hann tækifærið og fékk eldri kynslóðir Akur- nesinga í lið með sér. Bæði til að safna örnefnum og til að safna sögum, eða fá botn í þær, nöfn og örnefni sem hann skyldi ekki sjálf- ur. Hann tekur dæmi um Gríði. „Ég var að lesa dagbókarfærslur bónd- ans Sumarliða. Hann talaði alltaf um Gríði. Ég skyldi ekkert hver þetta var eða hvað þetta var.“ Ásmund- ur spurðist víða fyrir en lítið var um svör. Það var ekki fyrr en hann spurði Jónínu, kennara í Brekkubæjarskóla, sem botn fékkst í málið. „Hún fletti upp í drápum og Íslendingasögum og komst að því að Gríður er eitt- hvað stórt og hávært; tröllskessa eða tröllkona. Og þá gekk þetta nú sam- an hjá mér. Þetta var nafnið á trak- tornum,“ segir Ásmundur og brosir. Hann bendir á að Akranes hafi ver- ið fyrst til að vélvæða landbúnað, en fyrsta dráttarvélin sem kom til lands- ins fór á Akranes fyrir um hundrað árum. Ásmundur er vel kominn að menn- ingarverðlaununum, enda gert mikið til að varðveita örnefni og áhuga- verðar sögur um Akranes. Hann hef- ur skrifað, að eigin sögn, um 70 til 80 greinar upp úr þeim heimildum sem hann hefur safnað og gefið út í gegn- um ýmsa miðla, meðal annars hér í Skessuhorni. Árið 2016 kom út safn sagna um Akranes í bókinni Á Akra- nesi - Þættir um sögu og mannlíf, þar sem úrval greinasafns hans þar sem í forgrunni er atvinnusaga og mannlíf á Akranesi á tuttugustu öld. Þá hef- ur hann einnig grúskað í ættfræði og samið niðjatöl. „Fólk sem er hætt að vinna getur grúskað í þessu,“ segir hann. Ásmundur er ánægður með verð- launin. „Það var virkilega gaman að fá klapp á öxlina og verðlaunin voru svona líka flott; rjúpa frá Kolbrúnu Kjarval, viðurkenningarskjal og svo fallegur blómvöndur,“ segir Ás- mundur ánægður. klj Það er kuldaboli í kortunum næstu daga og spáir hita um og undir frost- marki næstu vikuna. Þeir sem ætla sér að verða á ferðinni eru minnt- ir á að stoppa í sokkana, sauma nýja þumla á belgvettlingana og almennt klæða sig vel þegar þeir ætla út fyrir hússins dyr. Norðan- og norðvestanátt, 5-13 m/s á morgun. Slydda eða snjókoma fyr- ir norðan, en hægara og úrkomulít- ið sunnan til. Frostlaust með strönd- inni, en vægt frost inn til sveita. Vax- andi norðlæg átt með éljum fyrir norðan á föstudag, en bjart sunn- an heiða. Kólnandi veður. Allhvöss eða hvöss norðanátt með éljum fyr- ir norðan á laugardaginn. Slydda eða snjókoma fyrir austan en annars þurrt. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag er útlit fyrir norðvestlæga eða breytilega átt, 5-10 m/s og smá snjókomu nyrst á landinu. Annars þurrt og áfram kalt í veðri. Norðaust- læg átt og snjókoma með köflum á mánudag. „Hvernig tölvu notar þú mest?“ var spurningin sem lesendum Skessu- horns gafst færi á að svara á vefnum í síðustu viku. Fartölvu sögðu flestir, eða 30%, en borðtölvu sögðu næst- flestir, eða 25%. 18% sögðu snjall- síma, 16% spjaldtölvu en 11% sögð- ust blanda þessum gerðum saman. Í næstu viku er spurt: Veist þú lengra en nef þitt nær? Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum var í vikunni sæmt Fjöregginu fyrir ötult frumkvöðlastarf á sviði matarferða- mennsku og þróun afurða úr eigin framleiðslu. Ábúendur á Erpsstöðum eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Borgarnesdaga- talið væntanlegt BORGARNES: Borgarnes dagatalið 2019 er að koma út, en sem fyrr er það Þorleifur Geirs- son sem gefur það út og tekur myndirnar sem prýða það. Þetta er níundi árgangur dagatalsins sem notið hefur vaxandi vin- sælda, ekki síst til tækifærisgjafa um jól og áramót. Dagatalið prýða þrettán myndir úr Borgar- nesi teknar í öllum 12 mánuðum ársins. Þrettánda og aftasta blað- ið inniheldur svo myndaútskýr- ingar. Myndirnar má skoða og fá nánari upplýsingar á vefslóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal Með- fylgjandi mynd Þorleifs prýðir maímánuð á dagatalinu. -mm Anna tekin við af Gylfa SPÖLUR: Anna Kristjánsdóttir tók á laugardaginn við af Gylfa Þórðarsyni sem framkvæmda- stjóri Spalar, félagsins sem átti og rak Hvalfjarðargöngin þar til þau voru afhent ríkinu í lok sept- ember. Anna mun gegna starf- inu þar til félaginu verður slit- ið á næsta ári og verður því að líkindum fyrsta og eina konan í framkvæmdastjórastóli fyrirtæk- isins. Anna er aðalbókari Spal- ar og hefur starfað hjá félaginu allt frá 1999. Í frétt frá Speli seg- ir að stjórn og Gylfi hafi sam- ið um það fyrr á árinu að hann gegndi framkvæmdastjórastarfi þar til ríkið hefði tekið við göng- unum en yrði síðan félaginu inn- an handar eftir atvikum. -mm Lögðu hald á vopn og rjúpur VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af tveimur rjúpnaskyttum sem voru að koma af fjalli í liðinni viku. Reyndist skotvopnaleyfi annarr- ar skyttunnar útrunnið. Var því lagt hald á vopnin. Hin skyttan reyndist ekki vera með veiðikort og því var lagt hald á rjúpurnar. -kgk Grunnskóli Grundarfjarðar fékk veglega gjöf á dögunum þegar Mjöll Guðjónsdóttir færði skólanum fimm fartölvur að gjöf fyrir hönd Soffaní- asar Cecilssonar hf. í Grundarfirði. Tölvurnar eru allar búnar svoköll- uðu Windows 10s stýrikerfi en þær keyra Office 365 þar sem allt er vist- að í skýi. Tölvurnar eru ekki með hefðbundinn harðan disk fyrir gögn því allt er vistað og geymt á netinu. Skólinn hyggst taka fleiri slíkar tölv- ur í notkun þegar færi gefst en þess- ar fyrstu tölvur eru þegar komnar í notkun hjá nemendum. Stefnt er að því að eignast fimmtán tölvur þann- ig að hver nemandi hafi eina tölvu en núna eru tveir nemendur um hverja tölvu við kennslu. tfk Soffanías Cecilsson hf gefur fartölvur Á myndinni eru f.v. Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir kennari, Dagbjört Lína Kristjáns- dóttir kennari og Mjöll Guðjónsdóttir verk stjóri hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. Ásmundi Ólafssyni voru afhent Menningarverðlaun Akraneskaup- staðar fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt árlega í tengslum við opn- un Vökudaga, nú í tólfta skipti. „Ég bjóst ekkert við þessu,“ segir Ás- mundur í samtali við Skessuhorn. Menningarverðlaun Akraness eru veitt þeim sem hefur skarað fram úr á einhverju sviði menningar eða lista Ásmundur Ólafsson hlaut Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Ásmundur Ólafsson handhafi Menningarverðlauna Akraness 2018 og Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar. Ljósm. Myndsmiðjan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.