Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell sigraði Skallagrím, 81-78, í æsispennandi Vesturlandsslag í fjórðu umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Stykkishólmi síðastliðið miðviku- dagskvöld. Mikið jafnræði var með liðunum meira og minna allan leikinn. Snæ- fell náði góðri rispu og sjö stiga for- ystu seint í fyrsta leikhluta, 19-12 en Skallagrímur minnkaði muninn í fjögur stig áður en upphafsfjórð- ungurinn var úti, 19-15. Borgnes- ingar komust fimm stigum yfir um miðjan annan leikhluta, 24-29 áður en Snæfell náði forystunni á nýjan leik. Skallagrímur jafnaði í 35-35 á lokamínútu fyrri hálfleiks og leikur- inn í járnum. Skallagrímskonur höfðu heldur yfirhöndina framan af þriðja leik- hluta, leiddi með örfáum stigum en Snæfell fylgdi þeim eins og skugg- inn. Gestirnir úr Borgarnesi náðu sex stiga forskoti seint í leikhlutan- um en Snæfell tók forystuna á nýj- an leik fyrir lokafjórðunginn, 55-53. Skallagrímur tók forystuna í upphafi fjórða leikhluta áður en Snæfell jafn- aði í 59-59. Liðin fylgdust að næstu mínúturnar. Skallagrímur komst síðan yfir en aftur jafnaði Snæfell. Staðan var 70-70 þegar lokaflautan gall og því þurfti að grípa til fram- lengingar. Hún var æsispennandi, rétt eins og leikurinn fram að því. Liðin skiptust á forystunni fyrstu mínútuna áður en Skallagrímur jafnaði í 74-74. Snæfell komst síðan yfir og lét forystuna aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks, þó alltaf hafi verið mjótt á mununum. Lokatölur urðu 81-78, Snæfelli í vil. Kristen McCarthy átti sannkall- aðan risaleik fyrir Snæfell. Hún skoraði 42 stig, reif niður 24 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Katarina Matijevic skoraði ellefu stig og tók sex fráköst og Angelika Kowalska var með tíu stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði Skallagríms með 22 stig og 15 fráköst, Bryesha Blair skoraði 19 stig og tók sjö fráköst, Ines Kerin var með 16 stig og Maja Michalska skoraði tíu stig, tók níu fráköst og stal fimm boltum. Snæfell hefur sigrað fjóra af fimm leikjum vetrarins og hefur átta stig á toppi deildarinnar. Skallagrímur hefur tvo sigra og situr í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig. Næst leika liðin í kvöld, miðvikudaginn 31. október. Snæfell mætir Haukum á útivelli og Skallagrímur heimsæk- ir KR. kgk Snæfell sigraði í framlengdum Vesturlandsslag Kristen McCarthy átti stórleik þegar Snæfell lagði Skallagrím í Vesturlandsslagnum. Ljósm. sá. Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Knattspyrnufélag ÍA hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning Garð- ars við félagið, sem rennur út um mánaðamótin. „Eftir miklar vanga- veltur höfum ég og minn ástkæri klúbbur, ÍA, ákveðið að nú skilji leðir. Vegna vinnu þarf ég að flytjast búferlum til Reykjavíkur og tel að það muni henta mun betur vinnu- lega, fótboltalega og fjölskyldulega að ég stundi mína knattspyrnuiðk- un í Reykjavík eða nágrenni,“ er haft eftir Garðar í tilkynningu á vef KFÍA. „Mig langar að þakka ÍA og öllum sem koma að klúbbnum fyr- ir ótrúleg ár. Betri liðsfélaga er erf- itt að finna og ég mun sakna þeirra mikið. Stuðningsmönnum ÍA vil ég svo færa sérstakar þakkir fyrir að hafa staðið við bakið á mér öll þessi ár.“ Garðar Gunnlaugsson hóf feril sinn með meistaraflokki árið 2001 og varð Íslandsmeistari með liðinu sama ár. Tveimur árum síðan varð hann bikarmeistari með ÍA þar sem hann skoraði sigurmarkið í úrslita- leiknum gegn FH. Árið 2004 gekk Garðar til liðs við Val áður en hann hélt út í atvinnumennsku þremur árum síðar. Sem atvinnumaður lék Garðar með IFK Norrköping í Sví- þjóð, CSKA Sofiu í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og SpVgg Unter- haching í Þýskalandi. Árið 2012 sneri Garðar aftur heim til Íslands, samdi við ÍA á nýj- an leik og hefur leikið með Skaga- mönnum síðan. Á sínum ferli með ÍA hefur Garðar leikið 301 leik og skorað í þeim 132 mörk. Hann varð markakóngur Pepsi deildar karla árið 2016 og varð fyrsti leik- maður ÍA til að hampa þeim titli í 15 ár. „Hann á að baki glæstan feril þar sem hann hefur verið góður og traustur liðsmaður og skorað mörg mikilvæg mörkin,“ segir í tilkynn- ingu knattspyrnufélagsins. kgk Garðar hættur með ÍA Garðar Gunnlaugsson fagnar einu af 14 mörkum sínum með ÍA sumarið 2016, en það sumar varð hann markahæsti leikmaður Íslandsmótsins. Hann skoraði 132 mörk í 301 leik með liði Skagamanna. Ljósm. úr safni/ gbh. Skallagrímur sigraði ÍR, 99-96, í æsispennandi leik í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á föstudags- kvöld. Leikið var í Borgarnesi. Heimamenn byrjuðu leikinn bet- ur og leikur þeirra einkenndist af góðri stemningu. Gestirnir voru þó aldrei langt undan og fjórum stigum munaði eftir fyrsta leikhluta, 27-23. Jafnræði var með liðunum í öðrum fjórðungi. ÍR-ingar jöfnuðu metin í 38-38 þegar hann var hálfnaður. Skallagrímur komst yfir að nýju og hafði yfirhöndina það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Borgnesingar leiddu í hléinu, 53-45. Skallagrímsmenn héldu gestunum frá sér framan af þriðja leikhluta. ÍR- ingar fundu hins vegar taktinn betur eftir því sem leið á og náðu að kom- ast yfir áður en lokafjórðungurinn hófst, 69-75. Gestirnir voru sterk- ari lengst framan af fjórða leikhluta og voru komnir tíu stigum yfir þeg- ar aðeins um ein og hálf mínúta lifði leiks. Upphófst þá ótrúlegur loka- kafli Skallagrímsmanna. Þeir gerðu áhlaup á ÍR-inga, skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og gerðu tíu stiga forskot gestanna að engu. Þegar 24 sekúndur lifðu leiks kom- ust þeir yfir. Gestirnir fóru af stað í sókn en Skallagrímsmenn stálu bolt- anum og skoruðu tvö auðveld stig. Lokaskot ÍR-inga frá miðju geigaði og Skallagrímur sigraði því með 99 stigum gegn 96. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var besti maður vallarins á föstudags- kvöld. Hann skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Aundre Jackson var með 25 stig og sjö fráköst og Matej Buovac skoraði 21 stig. Justin Martin var atkvæðamestur gestanna með 25 stig og átta fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson var með 19 stig og sjö fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 17 stig, Gerald Robin- son 16 stig og sjö fráköst og Sigurð- ur Gunnar Þorsteinsson 16 stig og fimm varin skot. Skallagrímur hefur fjögur stig eft- ir fyrstu fjóra leiki vetrarins og situr í sjöunda sæti deildarinnar. Næst leik- ur Skallagrímur í kvöld, miðviku- daginn 31. október, þegar liðið sækir Breiðablik heim. kgk Frábær endurkoma Skallagríms Eyjólfur Ásberg Halldórsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Ljósm. Skallagrímur. Knattspyrnukonan Bergdís Fann- ey Einarsdóttir hefur gengið í raðir Pepsi deildar liðs Vals frá ÍA. Skrif- aði hún undir þriggja ára samning við Val. Bergdís Fanney er aðeins 18 ára gömul og er í hópi efnilegust knatt- spyrnukvenna landsins. Hún hefur leikið 57 meistaraflokksleiki fyrir ÍA og skorað í þeim 22 mörk. Berg- dís skoraði 15 mörk í 18 leikjum með ÍA í 1. deild kvenna í sumar. Þá hefur hún verið fastamaður í U17 og U19 ára landsliðum Íslands undanfarin ár. kgk Bergdís Fanney á förum frá ÍA Bergdís Fanney Einarsdóttir í leik með ÍA. Ljósm. úr safni/ gbh. Bandaríski markvörðurinn Tori Ornela hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Knattspyrnu- félag ÍA. Mun hún því leika með Skagakonum í 1. deild kvenna á næsta sumar. Tori er 26 ára gömul og gekk til liðs við ÍA frá Haukum keppnis- tímabilið í fyrra. Á vef KFÍA er haft eftir Tori að hún sé ánægð með að hafa framlengt samning sinn við lið Skagakvenna og spennt fyrir kom- andi tímabili í 1. deild kvenna í knattspyrnu. kgk Tori framlengir við ÍA Tori Ornela og Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, við undirritun samningsins. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.