Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 7 Neyðarkall úr fortíð! Þessa dagana senda björgunarsveitirnar frá sér Neyðarkall sem nú kemur úr fortíðinni enda fagnar Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmæli á þessu ári. Með því að kaupa Neyðarkall tekur þú þátt í uppbyggingarstarfi björgunarsveitanna í landinu og stuðlar um leið að eigin öryggi og annarra. Taktu vel á móti sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og leggðu okkur lið. Þetta er Neyðarkall til þín. SK ES SU H O R N 2 01 8 Hunda- og kattaeigendur athugið Seinni hunda- og kattahreinsun verður laugardaginn 3. nóvember í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 9.00 til 12.00 Hundahreinsun verður frá kl. 12.30 til 15.30 Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólga, hótelhósti og • hundafár, verð kr. 3.000. Örmerking hunda og katta, verð kr. 4.500.• Perlutex ófrjósemistöflur í hunda og ketti, verð kr. 1.500• Bólusetning gegn kattafári, verð kr. 3.000.• Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fjölmenni var í íþróttamiðstöð- inni í Stykkishólmi síðastliðinn laugardag þegar fagnað var 80 ára afmæli ungmennafélagsins Snæ- fells. Ellert Kristinsson hélt há- tíðarræðu í tilefni dagsins. Þá voru þeir Sigurþór Hjörleifsson, Giss- ur Tryggvason, Gretar Daníel Pálsson og Ingi Þór Steinþórsson heiðraðir með gullmerki Snæfells fyrir vel unnin störf í þágu félags- ins. „Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem við afhentum gull- merki Snæfells,“ segir Hjörleifur K Hjörleifsson, formaður Snæfells í samtali við Skessuhorn. „Sigur- þór er annálaður frjálsíþrótta- og glímumaður sem hefur keppt fyr- ir Snæfell í áratugi, auk þess sem hann var formaður bæði frjáls- íþróttadeildar og körfuknattleiks- deildar Snæfells um tíma. Gissur Tryggvason er einn af fótfráustu mönnum Íslands fyrr og síðar. Hann var formaður Umf. Snæfells í fjögur ár og formaður körfuknatt- leiksdeildar um tíma. Gretar hefur bæði verið formaður og gjaldkeri Umf. Snæfells auk þess sem hann hefur verð formaður og gjaldkeri körfuknattleiksdeildar. Hann hef- ur mikið beitt sér fyrir að fjármál félagsins séu í lagi. Þá var Ingi Þór heiðraður fyrir afburðagóðan ár- angur þau níu ár sem hann þjálf- aði hjá Snæfelli. Þetta eru allt menn sem eiga mikinn þátt í vel- gengni Snæfells í gegnum árin,“ segir Hjörleifur. UMFÍ veitti því næst Eydísi Eyþórsdóttur, for- manni frjálsíþróttadeildar, Her- mundi Pálssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild, og Páli Mar- geiri Sveinssyni, formanni knatt- spyrnudeildar starfsmerki UMFÍ. Að loknum ræðuhöldum sáu nemendur í 10. bekk um að kynna áhorfendur fyrir þeim fjölmörgu íþróttagreinum sem stundaðar hafa verið innan Umf. Snæfells í gegnum tíðina. Nemendur í 1.-4. bekk sýndu að lokum listir sínar í því helsta sem þau eru að gera á æfingum. Áður en gestir héldu svo heim á leið var boðið upp á heljar- innar afmælistertu og kaffi. arg Ungmennafélagið Snæfell áttatíu ára Þeir Sigurþór Hjörleifsson, Gissur Tryggvason, Grétar Daníel Pálsson og Ingi Þór Steinþórsson voru heiðraðir með gullmerki Snæfells fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.