Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201820 Á undanförnum árum hafa íslensk dvalarheimili tekið umtalsverðum breytingum. Fæst eru þau lengur eingöngu rekin sem dvalarheimili í þeim skilningi sem margir þekkja, heldur hafa þau flest verið skilgreind sem hjúkrunarheimili að stórum hluta eða jafnvel öllu leyti. Hjúkr- unarrýmum hefur verið fjölgað á kostnað dvalarrýma, en þau kalla á mun meiri og kostnaðarsamari þjón- ustu heilbrigðisstarfsfólks. Að kröfu hins opinbera er stefnan sú að eldra fólk býr nú í heimahúsum lengur en það gerði, eða eins lengi og því er fært. Nýtur það eftir atvikum ým- issar utanaðkomandi þjónustu sem hið opinbera býður til að gera slíka búsetu mögulega. Eðli málsins sam- kvæmt er fólk því meiri sjúklingar þegar það loks flytur inn á hjúkrun- arheimilin. Því þarf að aðlaga þjón- ustu hjúkrunarheimila að þörf íbú- anna. Síðustu ár hefur verið unnið af krafti að slíkum breytingum í Brák- arhlíð í Borgarnesi. Blaðamaður settist niður með framkvæmdastjóra og lykilstjórnendum í Brákarhlíð í síðustu viku og fræddist um sitthvað sem snýr að þjónustu við eldra fólk í dag. Þar er nú verið að innleiða nýj- ungar sem allar miða að því að bæta lífsgæði íbúanna og mæta þörfum þeirra. Einnig berst í tal þjónusta við fólk með heilabilun, en sífellt fleiri greinast með Alzheimersjúkdóminn og tengda sjúkdóma bæði hér heima sem og um heim allan. Aðstaðan góð en fullsetin Segja má að húsakostur Brákarhlíð- ar í Borgarnesi sé með besta móti. Byggt var við heimilið á árunum eft- ir hrun og þegar þeirri framkvæmd lauk var hafist handa við að endur- nýja allt eldra húsnæði heimilisins. Húsakostur er því í senn snyrtilegur og vistlegur inni sem úti, en einnig aðlagaður að þörfum íbúa. Í Brákar- hlíð búa 52 einstaklingar í dag. Þar af eru 17 í skilgreindum dvalarheim- ilisrýmum, sem er hærra hlutfall en víða þekkist á öðrum stöðum á land- inu. Af þessum 17 núverandi íbúum í dvalarheimisrými hafa um helmingur svokallað flutningsmat sem segir að þeir bíða nú eftir að vera skilgreindir sem íbúar hjúkrunarheimilisins. Rétt er að vekja athygli á að sama þjón- ustu er veitt öllum heimilismönnum hvort sem um er að ræða dvalar- eða hjúkrunarrými þó rúmlega helmingi muni á daggjöldum þeim sem fást frá ríkisvaldinu. Hjúkrunarrými eru 35 í Brákarhlíð. Björn Bjarki Þor- steinsson framkvæmdastjóri segir að heimilið sé fullt og alltaf nokkr- ir um hvert rými sem losnar, en nú liggi inni í heilbrigðisráðuneytinu umsókn um að fá að breyta hluta ný- byggingar Brákarhlíðar þannig að hægt verði að fjölga hjúkrunarrým- um um fjögur. Húsakynnin bjóði upp á slíka breytingu fyrir tiltölulega lága upphæð, eða um fjórðung þess kostnaðar sem ráðuneytið skilgrein- ir sem kostnað við að byggja nýtt hjúkrunarrými. Auk þessara 52 rýma eru nú í Brákarhlíð tvö biðrými frá Landspítalanum í Reykjavík og fjór- ir einstaklingar koma þangað reglu- lega í dagdvöl. Starfsfólk Brákarhlíð- ar er alla jafnan um 85 talsins í um 55 stöðugildum. Flókið kerfi sem mætti einfalda Starfsfólk er sammála um að áfram verði að einhverju leiti þörf fyrir hefðbundin dvalarheimilisrými á stofnunum eins og Brákarhlíð. Að öðrum kosti sé sú hætta til staðar að fólk einangrist heima fyrir án þess að viðunandi úrræði fyrir það sé í boði. Benda stjórnendur í Brákar- hlíð á að kerfi hins opinbera þyrfti að vera betur samþætt milli stjórn- sýslustiga. Taka þau dæmi um að ef einstaklingur þarf að fá þrif á hús- næði heima hjá sér, þá talar hann við sveitarfélagið. Ef sami einstak- lingur þurfi aðstoð heima fyrir til daglegrar umhirðu og persónlegra þvotta, þá skal hann tala við heilsu- gæslustöðina. Ef hann svo þarf að sækjast eftir að fara í dagdvöl þarf hann hins vegar að ræða við sjálfs- eignarstofnunina sjálfa sem rek- ur dvalarheimilið og þá iðju sem í boði er. Þannig eru þrjár ólík- ar stofnanir sem fólk þarf að leita til, allt eftir erindinu hverju sinni. „Þetta er óþarflega flókið og ön- ugt kerfi fyrir einstaklinga og því mætti einfalda þetta utanumhald til muna með ákveðinni samþættingu og/eða samvinnu, bæði fyrir fólkið sjálft og aðstandendur sem oft reka hagsmuni fullorðna fólksins,“ segir Björn Bjarki. Iðjan tekur breytingum Í Brákarhlíð eru deildarstjórar sem sinna ákveðnum þáttum starfsem- innar. Halla Magnúsdóttir er for- stöðumaður þjónustusviðs og hef- ur umsjón með elhúsi, þrifum og ýmissi annarri þjónustu. Jórunn María Ólafsdóttir er forstöðumað- ur hjúkrunarsviðs og sér um faglega þáttinn í umönnun við heimilisfólk og Aldís Eiríksdóttir er yfir iðju- þjálfun og kemur einnig að félags- legri afþreyingu íbúa sem Halla stýrir. Aldís segir að ýmislegt sé í gangi í Brákarhlíð til að virkja fólk í öðru en handverki, enda eru ekki allir sem geta tekið virkan þátt í því. „Við erum fjórir starfsmenn í mis- miklum stöðugildum hér í Brák- arhlíð sem sinnum iðjunni. Okkar hlutverk er að aðlaga starfsemina að þeirri getu sem fólk hefur þegar það kemur til okkar. Það er auðvit- að talsvert mikil jafnvægislist. Lík- amleg- og andleg geta fólks er jafn mismunandi eins og það er margt. Sumir geta unnið við handverk, prjón og ýmislegt í vinnustofunni okkar. Aðrir geta ekki tekið virkan þátt í slíku starfi og því erum við að auka ýmsa félagslega afþreyingu og bjóðum til dæmis upp á upplestur, dans, jóga, sögustundir, myndasýn- ingar og margt fleira. Á myndadög- um hálfsmánaðarlega tökum við að jafnaði fyrir eitt svæði á landinu og köllum þetta ævintýri okkar; Á ferð um landið. Við sýnum þá mynd- bönd og ljósmyndir, lesum ljóð sem tengist viðkomandi stað, segjum þjóðsögur og sitthvað sem teng- ir fólk við staðina. Þá vakna upp minningar og fólkið tekur virkan þátt í umræðunni,“ segir Aldís. Gróðurhús er draumurinn Aldís segir að verkefnið „Moti- view“ sé önnur nýjung á Brákar- hlíð. Þar er um að ræða æfinga- pógramm sem felst í því að ein- staklingurinn hjólar á þrekhjóli og getur um leið virt fyrir sér landslag á stórum sjónvarpsskjá þannig að það er eins og hann sé að hjóla þar. Hægt er að velja landslag frá öllum heimshornum. Þessi skemmtilega viðbót er nýtilkomin og er í mótun. „Þá má segja frá því að við hvetj- um til allskyns hópastarfs og höf- um smærri hópa þar sem allir eru virkjaðir með. Sem dæmi um það höfum við verið að auka blómarækt hjá okkur, en margir hafa einmitt áhuga fyrir ræktun og finnst gaman að hlúa að blómum og sjá þau vaxa og dafna. Gaman er að segja frá því að við erum nú sjálfbær í rækt- un sumarblóma sem prýða lóðina hjá okkur. Draumur okkar er svo að eignast í framtíðinni sambyggt gróðurhús við bygginguna þar sem fólk getur dundað sér við rækt- Þjónusta hjúkrunar- og dvalarheimila tekur breytingum í takt við þarfir íbúa Markmiðið að allir fái verkefni við sitt hæfi Starfsfólk í Brákarhlíð ásamt Joyce Simard félagsráðgjafa. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðríður Ringsed, Aldís Eiríksdóttir, Joyce Simard, Margrét Stefánsdóttir, Halla Magnúsdóttir og Jórunn Ólafsdóttir. Joyce heldur á tuskudýri sem hún mælti með að notað væri í í þjónustu við fólk með heilabilun. Í handavinnunni í iðju Brákarhlíðar voru þessir hressu karlar að framleiða slátur- nælur, enda hefur sláturgerð staðið sem hæst að undanförnu og fín sala. Joyce Simard að halda fyrirlestur fyrir starfsfólk Brákarhlíðar. Horft til Hafnarfjalls og hluti nýbygginga Brákarhlíðar til hægri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.