Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 21 un og komist aðeins út í sólina all- an ársins hring,“ segir Aldís. Björn Bjarki bætir því við að það verkefni gæti verið kjörið til að stefna á fyr- ir fimmtíu ára afmæli Brákarhlíðar sem verður í janúar 2021. Opið hús 3. nóvember Aldís segir að haldið verði áfram að vinna handverk af ýmsum toga, þótt framleiðslan sé kannski minni en á árum áður þegar heimilisfólk hafði alla jafnan meiri hæfni í höndunum og framleiddu yfir árið ýmsa nytja- og skrauthluti sem boðnir voru til sölu á stórum jólabasar. „Nú köll- um við basardaginn sem framund- an er „Opið hús“. Hingað er fólk velkomið á opna húsið sem verður laugardaginn 3. nóvember. Þá sýn- um við aðstandendum og bara öll- um sem vilja koma hvað við erum að gera. Vissulega bjóðum við áfram varning til sölu en í minna mæli eins og fyrr sagði. Við erum til dæmis að auka ýmis samfélags- leg verkefni. Meðal annars fram- leiðslu taupoka sem tengist verk- efninu plastpokalaus Borgarbyggð, og við prjónum fyrir Rauða Kross- inn ýmislegt gagnlegt. Þá höfum við prjónað fyrir leikskólana klúta sem koma í staðinn fyrir einnota þurrkur. Slík samfélagsleg verkefni eru mikilvæg og gefa vinnu íbúanna aukinn tilgang. Þannig verðum við enn frekar hluti af samfélaginu okk- ar,“ segir Aldís. Guðnýjarstofa að taka á sig mynd Í Brákarhlíð er kominn vísir að safni um gamla muni sem heim- ilisfólk og gestir hafa gaman af að skoða og hafa í kringum sig. Mun- ir sem tengjast blómaskeiði þeirra. Má þar nefna símtæki, saumavél- ar, handverk og ótalmargt fleira. Auk þess er í fyrrum fundaherbergi á þriðju hæð búið að stúka af her- bergi sem fengið hefur nafnið Guð- nýjarstofa. „Markmiðið er að þetta verði notaleg setustofa og til minn- ingar um Guðnýju Baldvinsdóttur frá Grenjum sem lést fyrir stuttu, en Guðný var mikill velgjörðar- maður heimilisins. Húsgögn og munir frá henni munu að einhverju leiti prýða stofuna. Þar munu að- standendur íbúa geta fengið að- stöðu til að koma saman í ró og næði og geta lokað að sér, en Guðnýjar- stofu verður einnig hægt að nota við ýmis önnur tilefni,“ segir Bjarki þeg- ar hann sýnir blaðamanni Guðnýjar- stofu sem m.a. er prýdd húsgögnum frá Guðnýju, handverki hennar og öðrum munum. Umönnun við fólk með heilabilun Tilviljun réði því að sama dag og blaðamaður var á ferð í Brákar- hlíð kom þangað í heimsókn amer- ísk kona að nafni Joyce Simard. Hún ferðast um heiminn og heldur fyr- irlestra um umönnun við heilabilað fólk, t.d. þá sem fá Alzheimer sjúk- dóminn. Sífellt fleiri greinast með sjúkdóminn. Engin lækning er til við honum en afar mikilvægt að umönn- un við sjúklinga sé fagleg þannig að líðan þeirra sé ávalt sem best. Fram kom í viðtali vð forsvarsmenn Brák- arhlíðar að skortur er á tölulegum upplýsingum um fjölda heilabilaðra hér á landi. Af því leiðir meðal ann- ars að þá verður skortur á stefnu og þróun í þjónustu við þessa sjúklinga. Þar koma reyndar Alzheimersam- tökin hér á landi sterkt inn, en þau eru einmitt að efla net á landsvísu til fræðslu og aðstoðar. Á vegum sam- takanna eru sífellt fleiri tenglar sem taka að sér fræðslu og samskipti við fólk með heilabilun og aðstandend- ur þeirra (Sjá aðra frétt hér í blaðinu um Alzheimersamtökin í Borgar- byggð og opinn dag sem framundan er hjá félaginu). Namaste er fræðsla við umönnun heilabilaðra Joyce Simard er 78 ára amerísk kona sem ferðast um heiminn og leið- beinir varðandi umönnun við fólk með heilabilun. Hún hafði á síðustu dögum verið á ferðinni í Reykjavík og haldið þar fyrirlestur fyrir fulltrúa ýmissa dvalar- og hjúkrunarstofnana hér á landi. Í kjölfarið varð það úr að Joyce samþykkti að verja degi með starfsfólki og heimilisfólki í Brákar- hlíð þar sem hún tók út það jákvæða starf sem er í gangi í Borgarnesi við þróun fjölbreyttrar iðju sem hentar fólki með mismunandi hæfni. Hélt hún tvo aðskilda fyrirlestra fyrir starfsfólk þar til að sem flestir þeirra fengju að njóta. Blaðamaður Skessu- horns fylgdist með öðrum þessara fyrirlestra. Joyce er félagsráðgjafi sem hef- ur innleitt nálgun sem hún kaus að kalla Namaste og snýst sú nálg- un, sem Joyce hefur innleitt víða um heim, eingöngu um fræðslu við umönnun við fólk með heilabilun. Hægt er að lesa sig til um samtök- in og starf þeirra á Facebook síðunni Namaste Care in Iceland. Síðan er hugsuð bæði sem upplýsingasíða um Namaste nálgun en jafnframt um- ræðugrundvöllur fyrir þá sem eru að vinna með þessa nálgun við fólk með heilabilun. Einnig hefur verið gefin út bók um þetta efni. Að hafa hlutverk Joyce segir að engin meðul eða lyf séu til við Alzheimersjúkdóminum og séu ekki í sjónmáli. Því bæri að leggja alla áherslu á faglega þjónustu við sjúklinga. Benti hún á að skyn- samlegt væri að tala við sjúklinginn fljótlega eftir greiningu um þarf- ir hans, óskir og væntingar, meðan hann gæti rætt það sjálfur. Henn- ar boðskapur er að sjúklingur með heilabilun getur lifað góðu lífi til dánardags en þá sé mikilvægt að um- önnun og þjónusta sé ætíð fagleg og taki mið af þörfum og getu hvers og eins. „Fyrst og fremst er mikilvægt að hvetja fólk og leiðbeina því og að það hafi hlutverk í lífinu. Svo sem að viðhalda þörfinni fyrir að vakna á morgnana og hafa eitthvað fyr- ir stafni. Fólk með sjúkdóminn þarf að finnast það tilheyra skilgreindum hópi og því er mikilvægt að gefa því alltaf tilgang með athöfnun daglegs lífs,“ sagði Joyce. Benti hún á mik- ilvægi þess að ræða við sjúklingana um allar athafnir daglegs lífs. Nefndi hún sem dæmi að heilabilaðir þurfa að innbyrða nægan vökva en slíkt getur gleymst og að sama skapi man fólk ekki eftir að fara að sofa, jafnvel þótt það sé þreytt. „Það þarf að ræða við fólk með heilabilun um athafn- ir daglegs lífs og sífellt að efla virkni þess. Slíkt er gert með samræðum og jafnvel orðaleikjum. Söngur er til dæmis góður því jafnvel þótt fólk muni ekki orðin, getur hljómfall og söngur vakið upp ljúfar minningar. Fyrst og fremst á þó alltaf að um- gangast fólk með heilabilun af virð- ingu og sem jafningja.“ Old Spice vekur upp minningar Joyce kom með dæmi um fjölmargt sem hjálpað getur við umönnun við sjúklinga. Nefndi hún sem dæmi einfalda aðgerð eins og að nudda rakakremi á hendur sjúklings, en því getur fólk verið mótfallið. „Það var prófað eitt sinn þegar sjúklingi fannst þetta óþarfa umstang að nudda raka- kremi á hendur hans, þá prófaði við- komandi sjúkraþjálfari að setja dropa af gamla rakspýranum Old Spice út í kremið. Og viti menn; viðkomandi ljómaði allur og var virkilega tilbú- inn að láta nudda þessu kremi á sig, enda vafalítið margar ljúfar minn- ingar sem tengdust ilminum.“ Auk þess fór Joyce yfir fjölmörg prakt- ísk atriði við umönnun við fólk með heilabilun. Meðal annars hversu mjúk leikföng geta áorkað. Tusku- dúkkur og dýr sem fólk á auðvelt með að tengja við. „Allt sem mið- ar að því að bæta líf og líðan sjúk- linga mælum við með að notað sé í starfi okkar með sjúklingunum,“ sagði Joyce Simard. mm Alzheimersamtökin á Íslandi vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðn- ingi, ráðgjöf og fræðslu. Samtök- in hafa verið að efla tengslanet sitt að undanförnu og hafa nú all- marga fulltrúa á Vesturlandi. Með- al þeirra eru Guðný Bjarnadóttir og Ólöf S Gunnarsdóttir í Borgar- byggð. Skessuhorn ræddi stuttlega við þær, en framundan er að halda Alzheimerkaffi í Félagsbæ í Borg- arnesi síðdegis fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi. Það verð- ur bæði fyrir sjúklinga og aðstand- endur þeirra og vini til að koma saman, fræðast og eiga notalega samverustund. „Tenglar Alzheimersamtakanna leggja áherslu á fræðslu meðal al- mennings um heilabilunarsjúk- dóminn og benda á hvað við sem samfélag getum gert til að gera líf- ið betra fyrir þennan hóp fólks og aðstendur þess. Þess vegna er við- burðurinn opinn öllum sem hafa áhuga fyrir málefninu. Einnig bjóðum við upp á að vera til viðtals fyrir einstaklinga, vinnustaði og félagasamtök,“ segja þær Guðný og Ólöf. „Okkar hlutverk er einnig að tengja saman sjúklinga og aðstand- endur þeirra og fagaðila í þessum málaflokki heima í héraði. Loks stöndum við fyrir viðburðum sem þessum í Félagsbæ í næstu viku.“ Ef fólk greinist með sjúkdóm- inn fyrir 65 ára aldur er talað um snemmkominn Alzheimer. Yngri hópurinn þarf aðra nálgun, en í honum geta verið einstaklingar sem eru með börn undir lögaldri, maki er enn á vinnumarkaði, þeir eru skuldsettir, með veika foreldra og/eða eru almennt á öðrum stað í lífshringnum. Þær Guðný og Ólöf segja algeng viðbrögð sjúklinga við sjúkdómsgreiningu að þeir dragi sig í hlé, einangrist, en mjög mik- ilvægt er að það gerist ekki. „Fólk sem greinist með Alzheimer þarf að halda virkni sinni í samfélaginu eins og kostur er og því er mikil- vægt að það mæti skilningi og að fyrir sjúkdómnum sé borin virðing. Það þarf að gera áætlanir og ræða opinskátt um sjúkdóminn þannig að fordómar fái ekki þrifist. Þessi sjúkdómur er að því leyti erfiðari, en til dæmis krabbamein, að þar fara sjúklingar strax inn í ákveð- ið fyrirfram mótað ferli sem byggt hefur verið upp í áranna rás. Þeg- ar heilabilun er greind er alls ekki eins augljóst hvernig stíga á næsta skref og því þarf að koma til auk- in fræðsla og almenn vitund um hvernig bregðast á við sjúkdómin- um og vinna með hann.“ Þær Guðný og Ólöf segja að Alzheimerkaffi eins og verður í Fé- lagsbæ 8. nóvember næstkomandi sé þannig hugsað til almennrar samveru og fræðslu. „Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum verð- ur mætt og opna umræðu um erfið- leika fólks með sjúkdóminn. Einn- ig að vera vettvangur fyrir nýjungar og þróun. Við lítum sérstaklega til þeirra sem eru á biðlista eftir dag- þjálfun, auk þeirra sem greinast um og eftir miðjan aldur með þennan sjúkdóm og hafa fá eða engin úr- ræði. Við viljum gefa þeim og að- standendum þeirra kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda. Þarna munum við einnig syngja, hafa gaman og njóta veitinga. Því viljum við hvetja sem flesta til að koma og eiga góða stund með okk- ur,“ segja þær Guðný og Ólöf. mm Alzheimerkaffi er hluti af starfi samtakanna Guðný Bjarnadóttir og Ólaf S Gunnarsdóttir eru tengiliðir Alzheimersamtakanna í Borgarbyggð. Björn Bjarki stendur hér inni í Guðnýjarstofu. Hér er bæði prjónað, spilað og skeggrætt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.