Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 15. nóvember Föstudagur 16. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 8 Hvítárbrúin 90 ára Opnun sögusýningar í Safnahúsi 1. nóvember kl. 19.30 Fimmtudaginn 1. nóv. verða liðin 90 ár frá vígslu Hvítárbrúarinnar við Ferjukot. Þann dag opnum við yfirgripsmikla sýningu um brúna og er verkefnið helgað minningu Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason og hönnuður Heiður Hörn Hjartardóttir. Við opnunina verður boðið upp á kaffihressingu. Verið hjartanlega velkomin. 433 7200 - safnahus@safnahus.is Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi Sýningin er í Hallsteinssal. Hún er einn dagskrárliða á Menningararfsári Evrópu í samvinnu við Minjastofnun Íslands. Hún verður opnuð 1. nóv. kl. 19.30 með samkomu á neðri hæð Safnahúss og stendur til 12. mars 2019. Opnunartímar: kl. 13.00 - 18.00 virka daga eða eftir samkomulagi. Ókeypis aðgangur. Ef breytingar verða á auglýstum opnunardegi vegna veðurs verður það tilkynnt á www.safnahus.is Lau�arda�inn 24. nóvember 2018 o� hefst kl. 12:00 Lo�alandi, Reykholtsdal Silfursti�amót – 48 spil Kaffihlaðborð í hléi að hætti kvenféla�sins Verðlaun: 1. sæti – 35.000 kr. 2. sæti – 25.000 kr. 3. sæti – �jafabréf í tvímennin� á Rvk. Brid�e festival 2019 13. sæti – �jafabréf í jólatvímennin� Brid�eféla�s Hafnarfjarðar 2018 24. sæti – �jafabréf í jólatvímennin� Brid�eféla�s Hafnarfjarðar 2018 Útdráttarverðlaun fyrir einstaklin�a (fyrir þá sem ekki hafa unnið til verðlauna) Gjafabréf: Hótel Húsafell, Víð�elmir, Landsámssetrið, Icelandair Hótel Hamar o� Íslandshótel ÞORSTEINSMÓTIÐ Í BRIDGE Þátttöku�jald er 8.000 kr. á parið Ath. �reiða þarf með reiðufé. Skránin� á: BRIDGE.IS (viðburðada�atal) í síðasta la�i 22. nóvember Steini á Hömrum Þorsteinn Pétursson kennari (1930-2017) hafði mikla unun af spilamennsku. Aðalle�a spilaði hann lomber o� brid�e o� varð m.a. Íslandsmeistari í tvímennin�i eldri spilara árið 1994. Hann starf- aði mikið að féla�smálum o� var m.a. formaður Brid�eféla�s Bor�arfjarðar. Hann ásamt fleirum beitti sér fyrir því að brid�e yrði kennt í héraðinu, börnum sem fullorðnum, o� átti drjú�an þátt í að Brid�eféla� Bor�arfjarðar var o� er eitt fjölmenn- asta brid�eféla� landsins. SK ES SU H O R N 2 01 8 Vísur - Til minnin�ar um Þorstein Pétursson Í hrifningu geng ég hingað inn og hugsa um minning eina. Hjartanlega hláturinn, sem hljómaði á Steina. Kristján Björn Snorrason (2017) Þrautagóður Þorsteinn var, þá hann ái í vanda. Séður, slyngur af estum bar, með spilin milli handa. Þórður Þórðarson (2018) Á haustin er áratuga hefð fyrir því að Íslendingar fylli á frystikistur á heimilum sínum með ýmsu góð- meti fyrir komandi vetur. Sigur- björg Kristmundsdóttir, verslun- arstjóri í Ljómalind og umsjónar- maður Matarsmiðjunnar í Borg- arnesi, tilheyrir hópi þeirra sem birgja sig upp og nýtti hún einmitt aðstöðuna í Matarsmiðjunni til að taka slátur. Prófaði Matarsmiðjuna Sigurbjörg segir fólk almennt hafa verið duglegt að nýta Matarsmiðj- una. „Það er ákveðinn hópur sem hefur verið að koma og ég á von á flestum þeirra aftur. Ég væri þó til í að fá fleiri til að nýta sér aðstöð- una,“ segir hún og bætir því við að sjálf hafi hún verið að prófa smiðj- una í fyrsta skipti núna í haust. „Ég er ekki með neina matvælafram- leiðslu sjálf en ákvað að taka eld- húsið á leigu til að taka slátur núna í haust. Það var ekkert sambæri- legt því að gera þetta heima hjá sér. Þegar ég hef tekið slátur heima er eldhúsið allt lagt undir og dug- ar það varla til. Í Matarsmiðjunni var allt til alls, stærri og betri tæki en ég á og nóg pláss. Ég mun ekki taka slátur heima hjá mér aftur á meðan ég get fengið svona góða aðstöðu,“ bætir hún við og brosir. Matarsmiðjan fyrir alla Sigurbjörg hefur tekið slátur í mörg ár en lagði einmitt ekki í það síðast- liðið haust vegna plássleysis. „Ég bara nennti ekki að standa í þessu heima hjá mér síðasta haust svo ég tók ekki slátur. Ég get alveg sagt að ég saknaði þess í vetur að eiga slátur í frysti,“ segir hún. Aðspurð hvort hún fari alltaf eftir sömu upp- skrift þegar hún tekur slátur neitar hún því. „Ég er með uppskrift frá mömmu og tengdamömmu sem ég hef notað til hliðsjónar en svo geri ég bara eitthvað. Ég vigta ekki eða mæli, það er allt slumpað,“ svar- ar hún brosandi. „Það eina sem er alltaf eins er að mörinn er grófur og ég nota súputeninga í lifrapyls- una.“ En hvað hefur hún með slátrinu? „Ég vil það soðið með kartöflum og sykri, stundum hef ég líka róf- ur með. Svo er mikilvægt að drekka alltaf mjólk með slátri, þó ég drekki venjulega alltaf vatn með mat. Dag- inn eftir geri ég svo grjónagraut og set slátrið út í,“ svarar hún og segist bíða spennt eftir því að fá sér slátur fljótlega. Allir sem hafa áhuga á að nýta matarsmiðjuna geta haft samband Tók slátur í Matarsmiðjunni í Borgarnesi við Sigurbjörgu og bókað tíma. Engu máli skiptir hvort viðkom- andi sé að framleiða matvöru til að selja eða til einkanota. „Það væri jafnvel hægt að leigja eldhúsið fyrir jólabakstur eða til að elda og baka fyrir veislur. Það eru allir velkomn- ir en Vestlendingar ganga fyrir,“ segir hún að endingu. arg Hér stendur Sigurbjörg vaktina í Ljómalind ásamt Valdísi Guðrúnu Sigvaldadót- tur, til vinstri. Hér má sjá Pétur Guðsteinsson, manninn hennar Sigurbjargar, taka slátur í Matarsmiðjunni í Borgarnesi. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.