Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 27 Guðmundur Pétursson Bjarnason var fæddur á Sýruparti á Akranesi 23. febrúar 1909. Foreldrar hans voru Bjarni Jóhannesson útvegsbóndi á Sýruparti og kona hans Sólveig Frey- steinsdóttir. Guðmundur átti lengst af heima á Sýruparti og starfaði sem netagerðarmaður og fiskmatsmað- ur á Akranesi, auk þess sem hann gerði út bátinn Bjarna Jóhannesson í félagi við bróður sinn Ástvald. Árið 1989 gaf Guðmundur Byggðasafn- inu í Görðum, Neðri Sýrupartsbæ- inn, sem var elsta varðveitta íbúðar- húsið á Akranesi. Guðmundur var einn af stofnendum Knattspyrnu- félagsins Kára 1922 og einnig Tafl- félags Akraness 1933. Hann var bú- settur á Dvalarheimilinu Höfða sein- ustu árin og lést 25. febrúar 2006, 97 ára að aldri. Guðmundur var ákaf- lega hógvær og neitaði alfarið á sín- um tíma að veita viðtöl í fjölmiðlum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Hvatningarverðlaun til efnilegra ungmenna Guðmundur sýndi skólaæsku Akra- ness mikinn áhuga með því að stofna sjóð til verðlaunaveitinga þeim nem- endum sem fá hæstu einkun við burtfararpróf úr Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands ár hvert. Tilgangurinn hans var að hvetja til áhuga og iðni við nám. Fyrst var úthlutað úr sjóðn- um árið 1995. Einnig naut frændfólk hans góðs af gjafmildi hans. En Guðmundur stofnaði einnig verðlaunasjóð við Háskóla Íslands. Fyrst var úthlutað úr Verðlauna- sjóði Guðmundar P Bjarnasonar við HÍ árið 2000 og frá því ári og til 2018 hafa yfir 40 afburðanemend- ur HÍ hlotið verðlaun fyrir árangur í eðlis- og efnafræði og hefur verð- launaupphæðin verið á bilinu frá 200 þúsund til ein milljón króna í hvert sinn. Styrkþegar HÍ að þessu sinni eru Bergþór Traustason nemandi í verkfræðilegri eðlisfræði og Sigríður Stefanía Hlynsdóttir fyrir efnafræði. Viðurkenning til afburðanemenda Það var árunum 1997 til 2000 að Guðmundur gaf 45 miljónir til sjóðs sem nota skyldi til að styrkja efnilega útskriftarnemendur í eðlis- og efna- fræði við Háskóla Íslands, en Guð- mundur ákvað að styrkja nemendur í þessum greinum eftir að hann hafði séð í umfjöllun um útskrift kandidata frá Háskóla Íslands hve fáir nemend- ur útskrifuðust úr eðlisfræðiskor og efnafræðiskor. Vildi hann gera það sem hann gæti til að stuðla að því að nemendum í þessum skorum myndi fjölga. „Þetta er með veglegustu gjöf- um sem hafa borist Háskóla Íslands frá einstaklingi,“ sagði Guðmund- ur G. Haraldsson, prófessor í efna- fræði og formaður stjórnar sjóðsins. Guðmundur hélt áfram við verð- launaveitinguna nýverið og sagði: „Þá hafði hann samtals sett í sjóðinn um 45 milljónir króna og var gjaf- mildi gamla mannsins á Akranesi og metnaður gagnvart sjóðnum hreint með ólíkindum. Eignastaða sjóðs- ins var komin á sjöunda tug milj- óna þegar kreppan skall á. Auðvitað varð sjóðurinn fyrir áfalli, sem þó hefði getað orðið umtalsvert meira, því ávöxtunarstefnan var varkár. Út- hlutunarreglur sjóðsins voru mjög strangar og gerðu ráð fyrir að allt að helmingi ávöxtunar hvers árs um- fram verðtryggðan höfuðstól að frá- dregnum rekstrarkostnaði við sjóð- inn mætti veita í verðlaun, en hinn helmingurinn skyldi leggjast á höf- uðstólinn. Nú er eignastaða sjóðsins þrátt fyrir allt komin upp í tæpar 87 miljónir króna“. Langtíma sparsemi Útgerðarárin voru Guðmundi oft erfið eins og fleirum á þessum árum, um og eftir miðja öldina, og tjáði hann mér að hann hafi verið nán- ast eignalaus þegar hann hætti að gera út um 1960. Í 40 ár frá 1960 til 2000 tókst honum, sem venjulegum launþega með mikilli útsjónasemi og framsýni, að safna saman ótrú- lega gildum sjóðum, sem hann veitti úr til styrktar efnilegum nemendum. Þessi eiginleiki hans hans minnti helst á það þegar góður skákmað- ur horfir á nokkra leiki fram í tím- ann; hann var reyndar ágætur tafl- maður. Guðmundur sparaði skyn- samlega, m.a. með því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum. Partarnir á Akranesi Guðmundur var fæddur og uppal- inn á einhverju erfiðasta svæðinu á Skipaskaga, svokölluðum Pörtum, sem voru Sýrupartur og Bræðrapart- ur, en það má segja að bæirnir þarna neðst á Skaganum hafi staðið nánast í flæðarmálinu, fyrir opnu hafi þar sem sunnanáttirnar ollu oft þung- um búsifjum, m.a. í Básendaveðrinu þegar svæðið ásamt Breiðinni fór allt á kaf í sjó. Þrátt fyrir þetta, eða einmitt þess vegna, hafa í gegnum tíðina, bæði á dögum árabátanna og síðar vélbát- anna komið úr þessu umhverfi, sér- stakt dugnaðarfólk, bæði konur og karlar, kunnir formenn og aflaskip- stjórar, útgerðar- og verslunarmenn, sem gerðu garðinn frægan. Guð- mundur var ákaflega sparsamur og ekki sáttur við eyðslusemi samborg- ara sinna; hann áleit það t.d. höf- uðsynd að fleygja matarafgöngum. Guðmundur var góðviljaður eins og komið hefur fram. Hann var marg- fróður um gamla tímann og taldi að unga fólkið ætti oftar að kynna sér reynslu og hugmyndaheim forfeðr- anna, þá myndi vel fara. Sýrupartur Skýringartilgátur um nafnið Sýrup- artur eru margar. Sýr er heiti á kven- svíni, gyltu; einnig er það eitt nafna Freyju úr goðafræðinni. Þessar til- gátur eru ólíklegar. Ein líkleg skýr- ing er sú að í flóðum gekk mikið af sjávarþangi á land á Pörtunum, sýrði jarðveginn og myndaði súra lykt. Þessi tilgáta er ekki ólíkleg, en önn- ur er líklegri: Áður en farið var að nota kaffi var ekki um annan drykk að ræða í verstöðvum en sýrublöndu og var sýra hluti lögútgerðar frá 16. öld. Elsta dæmi um að sýra sé lögútgerð virðist vera í fógetaútreikningi frá 1548. Þar segir að 2 og hálf tunna af sýru skuli fylgja tólf- og teinæringi, ein tunna áttæringi og hálf tunna þriggja og fjögurra manna förum. Sýruker voru ýmist í búri eða í sér- stöku hýsi, og tóku kerin oft margar tunnur eða kvartil (svokölluð anker). Ekki er ólíklegt að einhver Sýrup- artsbæjanna hafi verið útbúinn með slíku búri eða hýsi, og því tekið nafn sitt af því. Ásmundur Ólafsson tók saman Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýruparti Pennagrein Guðmundur P. Bjarnason fyrir utan hús sitt að Sýruparti. Ljósm. Árni S. Árnason (Ljósmyndasafn Akraness). Neðri-Sýrupartur komin að Byggðasafninu í Görðum. Ljósm. Gerður J. Jóhannsdóttir. Frá afhendingu úr verðlaunasjóðnum í HÍ. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Hafliði Pétur Gíslason prófessor í eðlisfræði við HÍ og fullltrúi í stjórn verðlaunasjósins, Sigríður Stefanía Hlynsdóttir verðlaunahafi 2018 (lífefnafræði), Bergþór Traustason verðlaunahafi 2018 (eðlisfræði), Guðmundur G. Haraldsson prófessor í efnafræði við HÍ og formaður stjórnar verðlaunasjóðsins, Eiríkur Dór Jónsson fulltrúi Arion banka í stjórn sjóðsins og Sigurður Magnús Garðarsson forseti verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Annar fundur Jóku kvenna, félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi og í nágrenni, var haldin þann 24. september síðastliðinn á Café Kaju. Tekið var á móti Jóku konum með nýrstárlegum engiferdrykkjum og öðru góðgæti. Fundurinn hófst á kynningu á fyrirtækinu Kaja organic ehf en það sérhæfir sig í lífrænum matvælum og má skipta starfsemini í fjórar einingar. Fyrst ber að nefna heildsöluna Kaju organic sem sér um innflutning, pökkun og dreif- ingu. Verslunina Matarbúr Kaju sem sérhæfir sig í sölu á lífrænum mat- vælum eftir vigt og umhverfisvæn- um hreinlætisvörum. Café Kaja sem sérhæfir sig í lífrænum kaffidrykkj- um, heilsusamlegra meðlæti, og út- leggst sem Pescatarin staður eða fiskur, grænmeti og vegan. Fjórði hluti fyrirtækisns er svo þróunar- og framleiðsluhlutinn en í dag er fram- leitt undir vörumerkinu Kaja ferskt pasta, frækex og vegan tertur. Margt fróðlegt kom fram í kynn- ingunni ekki síst kom það á óvart hversu mikil áhrif Costco hefur haft á markaðinn en eftir samfelldan vöxt fyrirtækisins síðastliðinn fimm ár er horft á um 30% samdrátt á inn- flutningi á síðasta ári. Mikil sam- þjöppun er í matvælageiranum og ekki útséð hver lendingin verður. Af þessum sökum hefur verið lögð meiri áhersla á framleiðslu sem hef- ur skilað fyrirtækinu sambærilegum tekjum og árið áður. Hjá Kaju org- anic eru í dag sjö starfsmenn í tæp- um fjórum stöðugildum. „Jóku kon- ur þakka móttökurnar og minna á að alltaf er hægt að ganga í félagið en í dag eru 30 konur skráðar. Næsti fundur verður mánudagskvöldið 29. október kl. 20, en kynning verð- ur á starfsemi þeirra aðila sem eru í gamla Landsbankahúsinu,“ segir í tilkynningu frá Jókunum. mm Jókur kynntu sér starfsemi Café Kaju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.