Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201824
Með hjálp nútímatækni geta knap-
ar nú lært um frammistöðu sína á
reiðvellinum og skipulagt þjálfun
í samræmi við hana, en íslenska
hugbúnaðarfyrirtækið Locatify
hefur í fyrsta sinn sett upp slík-
an staðsetningarbúnað í reiðhöll
í Strömsholm í Svíþjóð, í sam-
vinnu við Ridsportens Innovatio-
ner. Þetta nýja kerfi sýnir hversu
hratt er riðið og hvernig hestur-
inn hefur farið um reiðvöllinn, en
með því að fá þessar upplýsingar
er hægt að skoða hvað megi bet-
ur fara til þess að bæta þjálfun
og minnka það álag sem hestur-
inn verður fyrir. Hægt er að sýna
hárnákvæma reiðleið hvers knapa
á skjá eftir þjálfun eða keppni og
bera saman niðurstöðurnar.
Tæknin sem notuð er nefnist á
ensku Ultra WideBand (UWB)
og gefur á sekúndubroti upplýs-
ingar um staðsetningu með 30
cm fráviki. Leifur Björn Björns-
son frumkvöðull setti búnaðinn
upp í reiðhöllinni í Strömsholm
að beiðni fyrirtækis sem vinn-
ur að nýjungum í hestaíþróttum.
Locatify hefur auk þess þróað
vefkerfi þar sem hægt er að út-
búa leiðsagnir, ratleiki og gagn-
virkt upplýsingaefni, sem er gefið
er út í sérmerktum smáforritum í
snjallbúnaði, og virkjast sjálfkrafa
á réttum stöðum. Til að staðsetja
notanda utanhúss er GPS notað
en innanhúss er notast við blát-
annasenda eða UWB. Hingað
til hefur UWB-tæknin verið sett
upp á söfnum og sýningarsvæð-
um en að setja þessa tækni uppá
skeiðvelli er nýbreytni. Þess má
geta að sambærilegur búnaður
er í Snorrastofu í Reykholti, eins
og greint var m.a. frá í þættinum
Landanum á RUV.
mm
Tæknin virkjuð
við þjálfun hrossa
Á myndinni eru þau Madeleine Malmsten og Leifur B. Björnsson með nýja
búnaðinn.
Meðfylgjandi mynd var tekin síð-
degis á mánudaginn um borð í
Sverri SH-126 á Breiðafirði. Veiðin
í þessum dagstúr var um níu tonn;
sjö þeirra þorskur og tvö tonn af
ýsu. Aflinn fékkst á landbeitta línu,
36 bala, sem lögð var í Flákanum.
Það er Sverrisútgerðin sem ger-
ir bátinn út, en skipstjóri í þessum
túr var Gísli Marteinsson. Alfons
Finnsson háseti tók myndina.
mm
Mokveiði á
miðunum
Héraðssýnig lambhrúta á Snæfells-
nesi var haldin síðastliðinn laugar-
dag. Annars vegar fyrir svæðið vest-
an varnargirðingar að Hofsstöðum
í Eyja- og Miklaholtshreppi en síð-
ar um daginn sunnan varnarlínu að
Haukatungu Syðri II. Alls voru sýnd-
ir 35 hvítir hyrndir, 15 mislitir og tíu
kollóttir hrútar. Dómarar á sýning-
unni voru þeir Eyþór Einarsson og
Lárus Birgisson.
Hvítir hyrndir
Efstur af hvítum hyrndum og sá
hrútur sem stóð efstur á sýningunni
og vann farandsskjöldinn var Hnyk-
ill nr. 431 en hann hafði fengið alls
90,5 stig í forskoðun. Eigandi hans
er Snæbjörn á Neðri Hól. Í öðru sæti
með 88,5 stig var hrútur nr. 8131 í
eigu Ásbjörns og Helgu í Hauka-
tungu. Í þriðja sæti með 88 stig var
hrútur nr. 124 í eigu Gaularbúsins.
Mislitir
Í flokki mislitra hrúta varð í fyrsta
sæti með 87 stig hrútur nr. 374
svartbotnóttur. Eigandi hans er
Óttar Sveinbjörnsson, Kjalvegi. Í
öðru sæti með 88 stig var hrútur nr.
83, svartur, í eigu Arnars og Elísa-
betar á Bláfeldi. Í þriðja sæti með
87 stig var hrútur nr. 237, grár,
einnig í eigu Arnars og Elísabetar
á Bláfeldi.
Kollóttir
Í flokki kollóttra hrúta varð í fyrsta
sæti með 89 stig hrútur nr. 16 í eigu
Eybergs og Guðlaugar á Hraun-
hálsi. Í öðru sæti með 88 stig var
hrútur nr19 í eigu Kristjáns Sig-
urvinssonar á Fáskrúðarbakka. Í
þriðja sæti með 89,5 stig var hrútur
nr. 431 frá Hjarðarfellsbúinu.
iss
Verðlaunahafar fyrir bestu mislitu hrútana.
Lambhrútasýning á Snæfellsnesi
Með verðlaunagrip fyrir besta hrútinn á Snæfellsnesi 2018.
Hrútasýning Búnaðarfélags Hval-
fjarðar var haldin föstudaginn 19.
október á Eystri-Leirárgörðum. Hún
var vel heppnuð, lífleg og spennandi.
Veitt voru þrenn verðlaun í þremur
flokkum hrúta. Að auki voru veitt
ný verðlaun - Heiðarhornið fyrir
besta hrút sýningarinnar. Áhorfend-
ur kusu fallegustu gimbrar sýningar-
innar. Þrjár gimbrar í efstu sætunum
voru síðan boðnar upp og rann af-
rakstur sölunnar til Búnaðarfélags-
ins. Kvenfélagið Lilja sá svo um að
reiða fram veglegar veitingar.
Úrslit urðu þessi (eigendur hrút-
anna):
Mislitir hrútar
1. sæti Marteinn Bóas Maríasson,
Vestri-Leirárgörðum
2. sæti Marteinn Njálsson, Vestri-
Leirárgörðum
3. sæti Baldvin Björnsson, Skor-
holti
Hvítir, kollóttir hrútar
1. sæti Marteinn Njálsson, Vestri-
Leirárgörðum
2. sæti Marteinn Njálsson, Vestri-
Leirárgörðum
3. sæti Hannes Magnússon,
Eystri-Leirárgörðum
Hvítir, hyrndir hrútar
1. sæti Ólafur Ingi Jóhannesson,
Bjarkarási 8
2. sæti Marteinn Njálsson, Vestri-
Leirárgörðum
3. sæti Guðmundur Sigurjónsson,
Bjarteyjarsandi 1
Heiðarhornið, fyrir besta hrút
sýningarinnar, kom í hlut Mar-
teins Njálssonar. Áhorfendur kusu
um fallegustu gimbrar sýning-
arinnar. Efstu þrjár gimbrarnar
voru síðan boðnar upp og rann
féð til Búnaðarfélags Hvalfjarðar.
Eigendur gimbranna voru: Guð-
jón Friðjónsson Hóli, Marteinn
Njálsson Vestri-Leirárgörðum og
Ólafur Ingi Jóhannesson Bjark-
arási 8.
Snókur, verktakar ehf. var gef-
andi verðlaunabikara og verð-
launapeninga á sýningunni, en
Marteinn Njálsson og Ólafur Ingi
Jóhannesson gáfu Heiðarhorn-
ið sem unnið var af listafólkinu í
Grenigerði, Rítu og Páli.
mm/ Ljósm. Kolbrún Sig.
Hrútasýning í Hvalfjarðarsveit
Stefán Trausti tók við Heiðarhorninu fyrir hönd Matta í Leirárgörðum.
Svipmyndir frá sýningunni.