Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201814 Eva Margrét Jónudóttir er alin upp í Reykholtsdal við það frelsi og þau fríðindi sem fylgja því að alast upp í sveit. Foreldrar hennar áttu garð- yrkjustöð á svæðinu en líka nokk- ur hross. Á borðum var oft hrossa- eða folaldakjöt. „Það var borðað mikið hrossakjöt heima. Það var oft hrossahakk í hamborgurunum eða hrossakjöt á grillinu, en einn- ig steinasteik. Þá er hitaður steinn í ofninum og settur á borðið og mað- ur steikir kjötið sjálfur á steininum. Ég hélt að þetta væri bara normið, að þetta væri eins og hakk og spag- hettí á öllum heimilum,“ segir Eva Margrét og brosir. „En þetta er víst ekkert algengt!“ Eftir að hafa leit- að í nokkur ár að réttu stefnunni í námi datt hún niður á nám í búvís- indum við Landbúnaðarháskólann. Þá fann hún loksins réttu hilluna. „Ég var reyndar ekki alveg viss um að þetta væri rétta leiðin fyrst, en ég hélt samt áfram og þá fór þetta nám að vera mjög skemmtilegt.“ Eva Margrét kláraði B.S. gráðuna sína í búvísindum í maí á þessu ári. Í lokaverkefninu gerði hún rann- sókn á viðhorfi og kauphegðun ís- lenskra neytenda á hrossakjöti. Umhverfisvænna kjöt „Ég var einhvern tímann í náminu að skoða kjötneyslu í landinu síð- astliðin ár og rak augun í það að að- eins 2% af allri kjötneyslu landsins er hrossakjöt.“ Eva Margrét sem ólst upp við mikla hrossakjötsneyslu segir að; „því meira sem ég lærði í skólanum því skrýtnara fannst mér það. Það er svo margt sem mæl- ir með hrossakjötsneyslu. Kjöt- ið er hollt, umhverfisvænt, hefur hátt hlutfall hollra fitusýra, er í eðli sínu meyrt og góð fóðurnýting hjá skepnunni. Ef þú ert með hross þá þarftu alla jafnan ekki að hýsa þau, þau geta verið úti og eru fóðruð úti. Þú þarft ekki innfluttan áburð til þess að rækta fóður, getur nýtt út- haga til beitar sem annars yrði ekki nýttur nema kannski fyrir sauðfé og þarft ekki að ræsa fram votlendi til að rækta fóður,“ segir Eva Margrét og bendir á að þetta sé allt eitthvað sem vert sé að velta fyrir sér núna þegar huga þarf að kolefnisfótspori í matvælaframleiðslu. „Hross losa út töluvert minna magn af gróður- húsalofttegundum per kíló af kjöti samanborið við til dæmis sauðfé og nautgripi.“ Ekki áberandi í verslunum Hrossakjöt fellur að mestu til við slátrun á reiðhestum á Íslandi en þó ekki eingöngu. Mikið af kjötinu er selt úr landi til dæmis sem fóð- ur í dýragörðum í Evrópu og jafn- vel sem efni til pylsuframleiðslu. Sviss, Frakkland, Ítalía, Pólland og Japan eru lönd sem Ísland hafi verið í viðskiptum við hvað varð- ar útflutning á hrossakjöti í gegn- um tíðina. „Hrossakjöt á alltaf eftir að falla til vegna gríðarlega mikillar menningar í reiðmennsku og jafn- vel gæti framleiðsla á folaldakjöti orðið meiri með aukinni eftirspurn eftir blóðmerum,“ segir Eva Mar- grét. Ástæður fyrir lítilli hrossa- kjötsneyslu á Íslandi segir Eva Margrét að séu margar. Til dæm- is sé lítið framboð af því í verslun- um og lítil þekking á matreiðslu og meðhöndlun á kjötinu. „Þá er hrossakjötið oft á tíðum ólystugara í kjötborðinu við hliðina á rauða nautakjötinu. Hrossakjöt verður alltaf fyrr brúnt en nautakjöt. Allt kjöt verður brúnt þegar það kemst í snertingu við súrefni, en hrossa- kjötið er viðkvæmara. Það þýðir samt ekki að hrossakjötið sé eitt- hvað verra, síður en svo,“ segir Eva Margrét og bendir á að neytandi forðist kjöt sem er brúnleitt í kjöt- borðinu vegna þess að það er öðru- vísi en hitt við hliðina. Vanhelgaði heimili Þegar Eva Margrét rannsakaði hrossakjötneyslu fyrir lokaverk- efnið sitt, þá komst hún að því að hrossakjöt er oft ófáanlegt í versl- unum. „Ótrúlega margir sem neyta hrossakjöts kaupa það beint frá bónda, beint frá sláturhúsi eða fá það gefins frá ættingja eða vini sem slátrar sjálfur.“ En einnig hefur lít- il þekking og hefðir sterk áhrif á hrossakjötsneyslu. „Við finnum eitthvað sem okkur líkar eða við þekkjum og við höldum okkur við það,“ segir Eva Margrét og bend- ir á að fyrst og fremst þurfi að gera hrossakjöt meira áberandi í versl- unum til að breyta neyslumynstr- inu. Hrossakjöt hefur í margar ald- ir átt undir högg að sækja, þar sem að eftir kristnitöku og á öldum áður þótti það spilla útliti og van- helga heimili. Þó var alltaf leyfi- legt að borða hrossakjöt ef heimil- isfólk stóð frammi fyrir sulti. En þó varð að gæta þess að láta það ekki fréttast, því þeir sem neyttu hrossa- kjöts áttu á hættu á að missa stöðu sína í samfélaginu. Mannúðlegri framleiðsla En Eva Margrét vonast til að hrossa- kjötsneysla verði almennari, enda mikið umhverfisvænna kjöt en til dæmis nautakjöt. Henni finnst þörf á að fræða neytendur hvað varðar matreiðslu og kosti næringargildis hrossakjöts. Ekki síður en það hvað hrossakjötsrækt sé umhverfisvæn. „Hrossakjöt er til að mynda mik- ið mannúðlegra í ræktun en nauta- kjöt, svínakjöt og kjúklingur. Það er mikið til verksmiðjuframleiðsla, en hrossin eru laus úti allt árið fyr- ir utan reiðhesta, folöld fá að ganga undir og fleira mætti nefna.“ Heldur áfram með verkefnið Eftir að Eva Margrét vann verk- efnið um hrossakjötneyslu Íslend- inga í samstarfi við Matís fór hún að vinna hjá Matís. Hún stefnir að því að ljúka meistaragráðu í mat- vælafræðum og vinna að henni samhliða starfi sínu þar. Hún ætl- ar að rannsaka enn frekar hvernig hægt sé að auka hrossakjötsneyslu á Íslandi með því að rannsaka mat- reiðsluaðferðir, meðhöndlun kjöts- ins, geymsluaðferð, kosti og galla. Það má því jafnvel búast við því að hrossakjöt verði meira áberandi á næstu árum. „Þarna skiptir einnig máli að bóndinn fái meira en klink fyrir sína afurð sem er af slíkum gæðum sem hrossakjötið er,“ segir Eva Margrét. Ef lesendur Skessuhorns hafa einhverjar ábendingar eða spurn- ingar varðandi hrossakjötsneyslu þá má hafa samband við Evu Mar- gréti í gegnum tölvupóstfangið evamargret@matis.is Lokaverkefni Evu Margrétar er einnig opið inni á www.skemman.is, þar er hægt að slá inn leitarorðin „Eva Margrét Jónudóttir“. klj Matvælastofnun hefur undanfarin tvö ár ásamt hagsmunaaðilum og sendiráði Íslands í Indlandi unn- ið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Indlands. Samningaviðræðum er nú lokið og er útflutningurinn orðinn að veru- leika, en þó með takmörkunum. Þetta er annar stóri erlendi mark- aðurinn sem opnast fyrir íslenskt lambakjöt í haust, en núverið var undirritaður samningur um holl- ustuhætti og matvælaöryggi vegna útflutnings á lambakjöti til Kína. Indversk yfirvöld veittu um mitt sumar tímabundið leyfi til innflutn- ings á tilgreindu magni af lamba- kjöti. Endanlega var gengið frá heilbrigðisvottorði snemma í sept- ember, fyrsta sendingin fór til Ind- lands nú í byrjun október og fleiri sendingar eru fyrirhugaðar á næstu vikum. Gerðar eru ýmsar sérkröf- ur og sett skilyrði varðandi útflutn- ing á lambakjöti til Indlands. Mik- ilvægustu sérkröfur Indlands varða riðu. Einungis má flytja til Ind- lands kjöt af lömbum frá svæðum þar sem aldrei hefur greinst riða og kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Mik- il áhersla er á að rekjanleiki slátur- lamba og afurða þeirra sé örugg- ur. Samningurinn gildir því fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einungis einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. „Um er að ræða tilraun til mark- aðssetningar á íslensku lambakjöti á Indlandi. Ef vel tekst til standa vonir til þess að fleiri framleiðend- ur á Íslandi geti notið góðs af,“ seg- ir í tilkynningu frá Matvælastofn- un. Það er tekið fram að þetta leyfi er fyrst í stað til sex mánaða, fyrir 5 tonn þar sem hluti af kjötinu er í heilum og hálfum skrokkum og hluti af kjötinu er stykkjaður og úr- beinaður. mm Indland bætist við útflutningslönd dilkakjöts „Það er svo margt sem mælir með hrossakjötneyslu“ - Eva Margrét Jónudóttir er nýútskrifuð úr búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Lokaverkefni hennar sneri að viðhorfi og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti Hrossakjöt er oft brúnt við hliðina á nautakjötinu. Það er þó alls ekki verra kjöt eða skemmt heldur einfaldlega önnur tegund sem tekur fyrr lit við snertingu við súrefni. Eva Margrét ólst upp við hrossakjötneyslu og vann lokaverkefni sitt um viðhorf Íslendinga til hrossakjötneyslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.