Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 20184 Lokahönd hefur verið lögð á viðgerð á styttunni Stúlka með löngu eftir Guðmund frá Mið- dal. Styttan stóð í bæjargarðin- um á Akranesi þar til brotnaði í sjö hluta vegna frostskemmda og hefur verið í geymslu í mörg ár. Myndhöggvarinn Gerhard Kö- nig var fenginn til að gera við styttuna í húsnæði á Byggða- safninu í Görðum, en hann hefur áður gert við styttuna Hafmeyj- una, eftir Guðmund frá Miðdal, sem nú stendur í Skallagríms- garði í Borgarnesi og einnig hef- ur hann gert upp safn Samúels Jónssonar í Selárdal. Gerhard segir að helsta áskor- unin við það að gera við styttuna hafi verið að setja alla hlutana saman og finna jafnvægið milli þeirra. Gerhard hefur staðið að viðgerðunum síðan í lok ágúst. Nokkrir hlutar styttunnar hafi verið of litlir til að hægt væri að nota þá og því þurfti hann að endurskapa til dæmis öxlina á styttunni. Gerhard segir að lík- lega verði styttan sett upp í bæj- argarðinum á Akranesi næsta vor. Til að koma í veg fyrir að styttan brotni aftur hefur Ger- hard bætt við járnabindinguna. Um tveir metrar af járnvír eru nú inni í styttunni. Einnig var hún húðuð í vatnsfráhrindandi steypu sem var grá að lit og þess vegna máluð í svipuðum lit og hún var upprunalega. Gerhard mun í framtíðinni taka að sér viðhald og eftirlit með stytt- unni. klj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Svo lengi lærir sem lifir Oft verður mér hugsað til máltækisins; „svo lengi lærir, sem lifir.“ Í hverri viku, jafnvel hverjum degi, er maður að læra og uppgötva eitthvað nýtt, jafnvel þótt kominn sé yfir miðjan aldur og ætti samkvæmt því að vita ým- islegt. En það er stöðug þróun í gangi, uppgötvanir, fræðsla og boðskapur sem nauðsynlegt er fyrir okkur nútímafólk að vita. Ég leyni því ekki að mér finnast það forréttindi að fá að vera í lifandi og fjölbreyttu starfi. Á hverjum degi berast okkur á ritstjórninni ýmis og ólík erindi sem okkur er ætlað að vinna úr. Við staðreynum fréttir og öflum upplýsinga, vinnum úr tilkynn- ingum, tökum myndir og ræðum við fólk. Færum svo afraksturinn í letur og komum áleiðis til lesenda okkar. Þessar fréttir og umfjöllunarefni okk- ar er eðli málsins samkvæmt afar fjölbreytt, enda margt frábært fólk sem í landshlutanum okkar býr og starfar. Lærdómurinn sem fylgir samskiptum við fólk og fréttaskrifum er í mínum huga ígildi stöðugrar sí- og endur- menntunar, jafnvel háskólanáms. Í síðustu viku skrapp ég sem oftar í Borgarnes til að afla fréttar. Hélt að ég væri að fara að skrifa um væntanlegan basar í Brákarhlíð. Ekki ókunnugt efni og bjóst því við að það yrði fljótunnið. Annað kom þó á daginn því fyrir mér lá að fjalla um þau miklu umskipti sem eru að verða og felast í breyttri umönnun eldra fólks í ljósi þess að hin hefðbundnu dvalarheimili eru nú óðum að verða hjúkrunarheimili. Um leið gjörbreytist þjónustan við fólkið sem þar býr. Nú er stefna stjórnvalda að eldra fólk búi í heimahúsum eins lengi og það mögulega getur og fái heim alla þá þjónustu sem þarf til að gera búsetuna sem besta. Út af fyrir sig er þetta skiljanleg stefna svo fremi sem tryggt er að eldra fólk einangrist ekki heima fyrir í aðstæðum sem það kýs ekki sjálft. Sumir eru vissulega lengi í alltof stóru og viðhaldsfreku hús- næði því skortur er á smærri eignum á markaði. Tryggja þarf að þörfum eldri borgara sé sinnt af kostgæfni og ef þeir vilja færa sig um set og yfir í skilgreind þjónusturými, verður sá valkostur að vera til í heimahögum. Lík- lega er slíkt þó í álíka ólíkum farvegi og sveitarfélögin eru mörg. En í þessari góðu heimsókn í Brákarhlíð fékk ég þá kjarabót að fá að fylgjast með bandarískri konu fjalla um umönnun við heilabilað fólk. Alz- heimersjúkdómurinn er vissulega talinn heilsufarsvandamál 21. aldarinnar. Fólk lifir lengur vegna framfara í læknavísindum, en þegar kemur að lækn- ingu þessa tiltekna sjúkdóms finna vísindin engin svör. Vegna hlutfallslegr- ar fjölgunar fólks með heilabilun er því afar mikilvægt að efla fræðslu um þjónustu við það og aðstandendur þess. Það var einmitt slíkur fyrirlestur sem þessi félagsfræðingur hélt í Borgarnesi og ég fékk að fylgjast með. Brot af því sem fram kom hjá henni má lesa í frásögn hér aftar í blaðinu. Allavega eftir þessa heimsókn í Brákarhlíð er ég miklu meðvitaðri um það sem starfsfólk hjúkrunarheimila er að fást við og þær breytingar sem til dæmis eru að verða á framboði afþreyingar og iðju fyrir fullorðið fólk. Ég gleðst yfir því að augljóslega eru framfarir í umönnun með það markmið að öllum líði sem best. Á fjölmiðli eins og okkar er jöfnum höndum fjallað um áherslur leik- skóla, starf í grunnskólum, áskoranir í atvinnulífinu, menningu, listir og íþróttir. Viðfangsefnin eru ótalmörg ef við ætlum að hafa puttann á púlsi mannlífsins hverju sinni. Ég vil nota þetta tækifærið og hvetja lesendur til að láta okkur vita ef þeir telja að fjalla þurfi um tiltekin mál, hvort sem það er til að skrifa gagnrýnar fréttir en ekki síður til að benda á það sem vel er gert. Magnús Magnússon. Rjómabúið Erpsstaðir hlaut á fimmtudag Fjöreggið 2018 fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvæla- ferðamennsku og þróun afurða úr eigin framleiðslu. Viðurkenning- in er veitt árlega af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, með stuðningi Samtaka iðnaðarins, fyr- ir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sem afhenti Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ sem haldinn var sama dag. Rjómabúið Erpsstaðir var sem kunnugt er stofnað árið 2009 þeg- ar ábúendur þar á bæ hófu ísfram- leiðslu. Fyrsta sumarið var ein- ungis seldur ís beint frá býli en frá því veturinn 2009-2010 hafa ábú- endur á Erpsstöðum stöðugt auk- ið við framleiðsluna. Í dag fram- leiðir Rjómabúið gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum, margar ís- tegundir og skyrkonfekt sem þróað var og hannað í samvinnu við nám- skeið á vegum Listaháskóla Íslands og Matís sem kallaðist „Stefnumót hönnuða og bænda“. Á Erpsstöð- um er ennfremur rekin sveitaversl- un sem selur vörur fyrirtækisins. Önnur fyrirtæki og verkefni sem tilnefnd voru til Fjöreggs MNÍ 2018 voru AstaLýsi, Efstidalur II, Heilsuprótein og Matartíminn. Þorgrímur Einar Guðbjarts- son á Erpsstöðum segir í samtali við Skessuhorn að viðurkenningin hafi komið sér á óvart. „Við feng- um fyrst að vita um tilnefninguna í síðustu viku. Ég vissi ekki hverjir aðrir voru tilnefndir en þegar mað- ur mætti á staðinn fannst mér þetta ekkert vera neitt borðleggjandi. Þarna voru aðrir aðilar með tölu- vert merkilega vöru sem ég hélt að myndu svífa á þetta. Þannig að þetta var mjög kærkomið og óvænt,“ seg- ir Þorgrímur ánægður. „En auðvi- tað er líka mjög gaman að fá þessa viðurkenningu. Núna vorum við að ljúka tíunda sumrinu okkar í ferða- þjónustunni, þannig að þetta eru skemmtileg tímamót og við mun- um reyna að standa undir þessu.“ kgk Rjómabúið Erpsstaðir er handhafi Fjöreggsins Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið. F.v. Þorgrímur Einar Guðbjarts- son, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður. Ljósm. Rjómabúið Erpsstaðir. Lokahönd lögð á Stúlku með löngu Nokkur brot voru of lítil til að hægt væri að líma þau saman við styttuna. Þetta brot var hluti af öxl stúlkunnar. Einnig þurfti Gerhard að endurgera sporð löngunnar, þar sem brotið var týnt. Stúlka með löngu er nú fulluppgerð og tilbúin að sitja á sínum stalli næsta vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.