Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Ég vil óska okkur öllum til ham- ingju með 100 ára afmæli full- veldis Íslands. Við fögnum því hér í Stykkishólmi m.a. með því að Ljósmyndasafn Stykkishólms og Byggðasafn Snæfellinga og Hnapp- dæla opna veglega ljósmyndasýn- ingu í Amtsbókasafninu og rifjum þannig upp sögu okkar. Vert er að minna á það rétt eina ferðina að Amtsbókasafnið fagnaði 170 ára afmæli á síðasta ári og það var við hæfi að fagna þeim áfanga með því að opna hér almenningsbókasafn, ljósmyndasafn og skólabókasafn í þessum glæsilegu húsakynnum við hlið grunnskólans. Öflugt bókasafn bætir aðstöðu og skapar skólanum einstaka möguleika til þess að efla lestraráhuga skólabarna í Amts- bókasafninu, sem er í dag stofnun mennta, menningar og upplýsinga- tækni og tengir þannig nútíð við fortíðina. Myndir, vel varðveitt skjöl í söfn- um og bækur eru haldreipi okk- ar þegar við viljum skyggnast inn í fortíðina og læra af henni sem er hverri kynslóð svo mikilvægt til þess að geta metið árangur og mót- að framtíðina. Þegar frelsishetja okkar Íslend- inga, Jón Sigurðsson, mælti þau fleygu orð „Vér mótmælum allir,“ þá er honum fannst gengið á rétt okkar á þjóðfundinum 1851 voru 100 íbúar hér í Stykkishólmi og rúmlega 90 þúsund á landinu öllu. Í kjölfar þess að Friðrik 7. kon- ungur Danmerkur afsalaði sér ein- veldi árið 1848, árið eftir að Amts- bókasafnið í Stykkishólmi var stofnað, hóf Jón að hvetja landa sína til sjálfstæðishugsjóna. Hann ritaði Hugvekju til Íslendinga þar sem hann hvatti til baráttu fyr- ir sjálfstæði. Greinin birtist í Nýj- um félagsritum sama ár. Rök hans voru þau að við afnám einveldisins væri Ísland aftur orðið að sjálfstæðu landi, líkt og fyrir Gamla sáttmála. Á þjóðfundinum árið 1851 lagði því hópur Íslendinga fram mót- frumvarp við frumvarpi Danakon- ungs um stjórnskipun Íslands. Stift- amtmaður Danakonungs á Íslandi, Jørgen Ditlev Trampe, neitaði frumvarpinu framgöngu. Við það brást Jón við og mótmælti fram- göngu Trampe sem hefur vænt- anlega komið mjög á óvart þeim fulltrúum Dana sem öllu vildu ráða hér. Undir mótmælin tóku við- staddir með hinum fleygu orðum „Vér mótmælum allir“. Þessi at- burður er talin marka tímamót því þaðan af var Jón Sigurðsson talinn óumdeildur leiðtogi sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga. Sú barátta náði há- marki 1918 með því að Ísland varð fullvalda. Það kom í hlut Sigurðar Egg- erts sem gegndi stöðu fjármálaráð- herra að ávarpa þjóðina af tröpp- um stjórnarráðsins 1. desember árið 1918. Forsætisráðherrann Jón Magnússon var staddur í Kaup- mannahöfn á þessum tímamótum. Sigurður sagði m.a. í ávarpi sínu frá stjórnarráðinu: „Í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkennda íslenska ríkis.“ Ræða Sigurðar var auðvitað lengri en þessi tilvitnaða setning sýndi ótrúlegan kjark og trú á land- ið og fólkið í landinu sem á þessum tíma barðist við Spönsku veikina sem var skæð farsótt sem felldi fjölda íbúa landsins. Á þessum merku tímamótum 1918 var Halldór Steinsson læknir í Ólafsvík þing- maður Snæfellinga og hann tók þátt í því sem fulltrúi Snæfellinga að móta fullveldið á vett- vangi Alþingis en hann sat lengi á þingi eða frá 1911-1913 og aftur 1916 til ársins 1933. Halldór Steinsson tók við þingmennsku af séra Sigurði Gunnars- syni sem var prestur hér í Stykkishólmi og sat á þingi fyrir Snæ- fellinga 1908-1911 og 1914-1915. Lárus H. Bjarnason sýslu- maður Snæfellinga og Hnappdæla og bróðir Ingibjargar H. Bjarna- son fyrstu konunnar sem var kjörin til þing- setu, hafði setið á þingi tímabilið 1900-1908. Það þarf ekki að efast um að þessir þing- menn allir hafa unnið vel að hagsmunamál- um Snæfellinga sem voru af mörgu tagi. En sóknin við að tryggja fullveldið skipaði stór- an sess um langan tíma hjá þingmönum sem unnu í anda Jóns Sig- urðssonar og skálds- ins og Snæfellings- ins Steingríms Thor- steinsson sem orti „fram, fram, aldrei að víkja“. Ég vil nota hér tækifærið, svo sem ég geri svo oft þegar færi gefst, að minnast þess manns sem markaði tilvist Stykkishólms sem bæjarfélags í upphafi. Það er Bjarni Thorsteins- son amtmaður Vestur amtsins og faðir skáldsins Steingríms sem að framan er nefndur. Það var fyrir at- beina Bjarna og forystu sem Stykk- ishólmur varð miðstöð stjórnsýslu í Vesturamtinu. Bjarni var mikill áhrifamaður og var konungskjörinn þingmaður og fyrsti forseti þings- ins eftir endurreisn Alþingis 1845. Hann lagði til og kom því til leiðar hjá stjórnkerfinu í Kaupmannahöfn að hér í Stykkishólmi varð emb- ætti sýslumanns staðsett; hér var sett embætti héraðslæknis; að hér var stofnað apótek; að hingað sigldi strandferðaskipið og hér var stofn- að Amtsbókasafn. Auðvitað komu fleiri að þessum ákvörðunum en allt bendir til þess að Bjarni hafi átt þar stærstan hlut að og fyrir það ber að þakka og minnast þeirra verka. Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að við fengum fullveldi hefur þjóðinni tekist að byggja upp öflugt samfélag þó á stundum hafi syrt í álinn. Okkur hefur tekist hér í Stykkishólmi að byggja upp fjölþætt menningarsamfélag sem við eigum að vera stolt af og halda á lofti. Það er hlutverk okkar bæjarbúa að nýta þau tækifæri sem hér eru til þess að byggja áfram upp í þágu afkomenda okkar og þeirra sem hingað flytja, búa og starfa í Stykkishólmi eða halda tengslum við samfélagið sem við metum svo mikils. Með þeim orðum vil ég óska okk- ur til hamingju með hundrað ára afmæli fullveldis og lýsa sýninguna opna með því að klippa á borðann og opna inn í Ljósmyndasafnið þar sem sýningin, Stykkishólmur í að- draganda fullveldis, hefur verið sett upp af mikilli fagmennsku. Sturla Böðvarsson Stykkishólmur í aðdraganda fullveldis Sturla Böðvarsson - ávarp við opnun sýningar í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi Sturla ásamt Hrafhildi Hallvarðsdóttur forseta bæjarstjórnar Stykkishólms. Ljósm. sá. Sturla Böðvarsson klippir á borða og opnar sýninguna formlega.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.