Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 9 Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur þrjár starfsstöðvar á Vesturlandi – á Akranesi, í Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. www.simenntun.is SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfsstöðin er í Borgarnesi, en í starfinu felast fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum um allt Vesturland. Viltu vera með okkur og sækja fram? Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Gyða Kristjánsdóttir, gyða@hagvangur.is Starfs- og ábyrgðarsvið: • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun • Úttekt á sí- og endurmenntun innan fyrirtækja og gerð símenntunaráætlana • Uppbygging á samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu • Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun, s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar og/eða menntavísinda • Víðtæk reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér tækninýjungar VERKEFNASTJÓRI Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2018. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Um tillaga um deiliskipulag í landi Óss á Skógarströnd í Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfesti á fundi sínum þann 18.október 2018 fundargerð umhverfis– og skipulags- nefndar Dalabyggðar um að auglýsa tillögu á deiliskipu- lagi frístundarbyggðar í landi Óss á Skógarströnd sam- kvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er á jörðinni Óss á Skógarströnd þar sem skilgreint er svæði fyrir frístundrbyggð F1 í aðal- skipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Svæðið er um 39 ha að stærð og tekur til 18 frístundarlóða á bilinu 0,5 - 1,5 ha með nýtingarhlutfall ekki hærra en 0,3 ha. Skipulagsuppdrættir og greinagerð liggja frammi á skrif- stofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, þar sem auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipulagstillöguna frá 31. október til 14 desember 2018. Enn fremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipu- lagsfulltrúa, Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða á netfangið byggingarfulltrúi@dalir.is merkt “Ós deiliskipulag„ Búðardal 25. október 2018 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og byggingarfulltrúi Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur móttekið skýrslu starfshóps um regluverk vegna vindorkuvera. Skýrslan felur í sér greiningu á því hvort í lögum og reglugerðum sé fjallað með nægjanlegum hætti um starfsemi vindorkuvera og fram- kvæmdir vegna þeirra. Niðurstaða starfshópsins er sú að ekki sé þörf á sérlöggjöf um vindorkuframleiðslu. Hins vegar er það mat starfshópsins að tilefni sé til tiltekinna breytinga á lögum og reglum. Í skýrslunni er bent á að vind- orkustarfsemi sé nýtt viðfangsefni hér á landi og að þörf sé á auk- inni þekkingu þeirra sem koma að slíkum málum hvort sem um er að ræða ríki, sveitarfélög eða einka- aðila. Skipulagslöggjöf og löggjöf um mat á umhverfisáhrifum taki á slíkum framkvæmdum og starfsemi auk þess sem skylt sé að taka mið af annarri viðeigandi löggjöf vegna ýmiss konar áhrifa á umhverfið af slíkum framkvæmdum, svo sem á landslag, ferðaþjónustu, dýralíf, hljóðvist o.fl. Starfsemi og fram- kvæmdir vegna vindorkuvera er háð leyfum og eftirliti af hálfu hins opinbera eins og gildir um annars konar virkjanir. mm Ekki þörf á sérstakri löggjöf vegna vindorkuvera Ung kona sem býr í sveitinni skammt ofan við Borgarnes varð fyrir því óláni í síðustu viku að missa úr vasa sínum 30 þúsund krónur í peningum. Kallaði hún eftir viðbrögðum samfélagsins og höfðaði til heiðarleika fólks og skrifaði um ólán sitt á íbúas- íðunni Borgarnes á Facebook. „Núna langar mig að láta reyna á hversu öflugu samfélagi við búum í. Á leið minni um Borgarnes í gær hef ég misst upp úr vasanum á úlpunni minni 30.000 kr annað hvort í Nettó eða í Framköllunar- þjónustunni, ekki er ég svo hepp- in að einhver hafi rekist á þenn- an aur?“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa því starfsmaður í Nettó Borgarnesi svaraði um hæl: „Aur- inn bíður þín í skúffunni á kassa 1 í Nettó. Miskunnsamur Samverji kom með hann í gær.“ Það reynd- ist vera hollenskur ferðamaður á leið um Borgarnes sem fann seðl- ana og bað starfsmann Nettó fyrir þeim. Fallegt. mm Heiðarleika er sannarlega enn að finna Svipmynd úr Nettó í Borgarnesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.