Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201818
Konur komu víða um land sam-
an síðastliðinn miðvikudag í tilefni
kvennafrídagsins. Víða lögðu þær
niður störf klukkan 14:55, en eftir
þá mínútu vinna konur kauplaust
miðað við kynbundinn launamun.
Stærsta samkoman á landsvísu var á
Arnarhóli í Reykjavík þar sem bar-
áttufundur var haldinn og ávörp
flutt. Þeim fundi var sjónvarpað
beint og var víða sest niður á lands-
byggðinni til að hlýða á beina út-
sendingu í sjónvarpi. Þannig voru
samkomur m.a. í Ólafsvík, Grund-
arfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi.
Á Akranesi var ekki auglýst dag-
skrá, en þar komu konur engu að
síður saman á a.m.k. tveimur veit-
ingastöðum og hlýddu á dagskrána
frá Arnarhóli. Meðfylgjandi mynd
var tekin á Gamla kaupfélaginu þar
sem starfsmenn leik- og grunnskóla
komu saman.
mm
Víða komið saman á
kvennafrídeginum
Sigfús Bjartmarsson ljóðskáld hef-
ur gefið út bókina Homo economi-
cus I, en útgefandi er mth útgáfan á
Akranesi. „Homo economicus I eru
ljóðmæli sem fjalla um gleðileik-
inn íslenska fram að hruni og þessa
manntegund sem aðhyllist frjáls-
hyggju og markaðstrú. Einum kann
að finnast ljóðin háð og spott, öðr-
um öfugmæli, þriðja skopstæling,
fjórða oflof og þar með níð – en eitt
er ljóst að aldrei áður hefur hinu ís-
lenska „hagmenni“ verið gerð við-
líka skil í bundnu máli. Í þessu fyrra
bindi hefur orðið íslenska afbrigði
tegundarinnar og kallast „hólm-
steinn!“ Ljóðmæli hans hljóta að
teljast trúarlegur kveðskapur enda
upphafin og innblásin af þeim ógn-
ar sannfæringarkrafti sem brenglaði
dómgreind mektarfólks og gáfna-
ljósa í aðdraganda hrunsins,“ segir í
tilkynningu frá mth útgáfu í tilefni
bókarinnar. Síðasta ljóðabók Sig-
fúsar, Andræði, kom út 2004 og var
tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Meðfylgjandi ljóða-
dæmi er að finna í Homo economi-
cus I:
Hálslón I
Þar var allt af roki reitt
rolla fengi engu breytt.
Því auðnasafni og eyða
inn til jökla og heiða.
Þar ég svartan sandinn leit
sveip í leit að engireit.
Um allan dal en engan fann
ekki blómstur deyða vann.
Þar gaf að líta gönguhóp
Græningja að fá sér dóp.
Uppnumdir af gæsagargi,
gaggi í stökum tófuvargi.
Baðker sum eru betur gróin
burtu fokinn allur móinn.
Í huga lít þá hryggðarmynd
hörmung verða orkulind.
Fagurt sem í Fjörðum þá
fiskinn sóla gyllti
er Hálslón náði fullri hæð
og hordalinn fyllti.
Út er komin út ljóðábókin
Homo economicus I
Sigríður Valdís Finnbogadóttir ljóð-
skáld og listakona í Borgarnesi gaf
nýverið út sína fyrstu ljóðabók. Bók-
in fékk nafnið Tíbrá Deild 32a en
stór hluti ljóðanna í bókinni voru
samin þegar Sigríður dvaldi á mót-
tökugeðdeild 32a. Í tilefni útkomu
ljóðabókarinnar heimsótti blaða-
maður Skessuhorns Sigríði og Ár-
mann, eiginmann hennar, skömmu
fyrir helgi. Aðspurð hvenær hún hafi
byrjað að yrkja segir Sigríður fyrst
muna eftir að hafa ort ljóð þegar hún
var unglingur. Þá rifjar hún einnig
upp að þegar hún var níu ára tjáði
hún kennara sínum að hún ætlaði að
verða skáld í framtíðinni. „Í kringum
fermingu þekkti ég mann að nafni
Pétur, hann var rétt að verða fimm-
tugur með svart mikið hár en fáar
tennur. Ég orti ljóð um hann sem er
fyrsta ljóðið sem ég man eftir að hafa
ort,” segir Sigríður og fer því næst
með eftirfarandi ljóð:
Pétur hefur tennur þrjár
Mikið hár á hausnum
Hefur bráðum í 50 ár
Slitið sokkaleistum.
Hefur alltaf verið
sveitastelpa
Sigríður er fædd og uppalin í Reykja-
vík en flutti í Borgarnes skömmu eft-
ir að þau Ármann hófu búskap sam-
an. „Ég endaði nú einfaldlega hér
því ég kynntist Borgnesingi,” seg-
ir Sigríður hlæjandi og horfir á Ár-
mann. „Fyrst eftir að við fórum að
búa bjuggum við hér í sveitinni, í
Álftarneshreppi og mér hefur hvergi
liðið betur, hvorki fyrr né síðar. Ég
hef alltaf verið mikil sveitastelpa þó
svo ég hafi alist upp í borginni,” seg-
ir hún og hugsar til baka smá stund
og bætir svo við að hún hafi ver-
ið dugleg að yrkja þegar hún bjó í
sveitinni. „Eitt af ljóðunum í bók-
inni, sem heitir „Bærinn minn”, orti
ég þegar ég flutti fyrst í sveitina. Þá
orti ég mörg ljóð og vísur um kon-
urnar í kvenfélaginu og aðra í sveit-
inni.” Sigríður hefur einnig ort ljóð
um marga fjölskyldumeðlimi. „Við
Ármann eigum fjögur börn og sex
barnabörn og svo nokkur svona í
bónus barnabörn. Við eignuðumst
svo nýlega eitt langömmu- og lang-
afa barn,” segir hún brosandi. „Ég
hef mikið ort um þau, sérstaklega
barnabörnin. Í ljóðabókinni er heill
ljóðabálkur um eitt barnabarnið
okkar, hana Valdísi,” bætir hún við.
Hefur ekki í huga að
gefa út fleiri bækur
Aðspurð hvernig ljóð og vísur hún
yrki helst hugsar hún sig um í smá
stund áður en hún svarar; „bara það
sem kemur upp í höfuðið hverju
sinni. Það getur í raun verið hvað
sem er.” Sigríður segist ekki hafa
vanið sig á að setjast niður og yrkja
heldur komi ljóðin og vísurnar bara
upp í huga hennar við allar mögu-
legar aðstæður. „Ég reyni að skrifa
niður það sem kemur upp í höfuðið
á mér og stundum er það bara eitt-
hvað smáræði en stundum magnast
það upp og verður eitthvað meira.”
Sigríður hefur verið dugleg að setja
inn vísur og ljóð á Facebook síð-
ustu ár og í kjölfarið hafa marg-
ir hvatt hana til að safna verkunum
saman í bók og gefa út. „Ég ákvað að
gefa út bók í tilefni af 70 ára afmæl-
is míns og rétt náði því,” segir hún
brosandi. Hún lét prenta bókina út
í nokkrum tugum eintaka og seld-
ust þau öll upp. „Ég bjóst nú ekki
við neinni sölu þannig séð svo það
kom skemmtilega á óvart þegar all-
ar bækurnar seldust upp. Ég lét því
prenta út nokkur eintök til viðbót-
ar og er með til sölu hér heima hjá
mér.” Áhugasamir geta hringt í Sig-
ríði og keypt hjá henni bókina. Að-
spurð segist hún ekki ætla að gefa út
aðra bók. „Þetta var rosalega gam-
an en ég efast um að ég gefi út fleiri
bækur. Ég á þó efni í að minnsta
kosti eina bók til viðbótar,” segir hún
brosandi.
Málar myndir
og prjónar
Sigríður er einnig mikil listakona og
málar myndir og prjónar en bókar-
kápan er einmitt málverk eftir hana
sjálfa. „Hún er mjög fær listakona,”
segir Ármann og stendur upp til að
sýna blaðamanni nýjasta málverk-
ið. „Þetta er frekar sérstakt mál-
verk af hrauni. Hún setti svona
rafknúin kerti fyrir aftan og logarn-
ir koma í gegn um strigann og þá
virðist hraunið loga,” útskýrir Ár-
mann stoltur af sinni konu þegar
hann kveikir á kertunum. Aðspurður
segist hann þó alls enginn listamað-
ur sjálfur. „Ég held að það sé ekki til
meiri skussi í list heldur en ég,” seg-
ir hann hlæjandi. „En hann er mikill
stuðningur við mig, bæði í listinni og
öllu öðru sem ég hef gengið í gegn-
um,” bætir Sigríður þá við.
Á pennavini
um allan heim
Auk þess að vera skáld og listakona
hefur Sigríður mörg áhugamál og
má þar sem dæmi nefna bréfaskriftir
en hún á 16 pennavinkonur víðs veg-
ar um heiminn. „Þetta byrjaði þeg-
ar ég var unglingur en þá tíðkaðist
að fólk auglýsti eftir pennavinum í
blöðum. Ég byrjaði þá að skrifast á
við nokkrar konur og er enn í reglu-
legu sambandi við margar þeirra,”
segir Sigríður sem hefur verið að
skrifast á við suma pennavini sína
í rúmlega hálfa öld. „Það hafa svo
bæst við pennavinir í gegnum árin
en ég held að ég bæti ekki fleirum
við, 16 eru nóg,” segir hún og hlær.
Sigríður segist eiga mjög náinn vin-
skap við allar pennavinkonur sín-
ar enda hafa þær deilt lífi sínu hvor
með annarri í áratugi. „Þegar við
kynntumst vorum við flestar ein-
hleypar og barnlausar en svo höfum
við eignast maka, börn og barnabörn
og þessu höfum við deilt hvor með
annarri. Við deilum öllum stærstu
stundunum í lífum okkar, erfiðleik-
unum og öllu þar á milli. Þegar mað-
ur hefur fylgst þetta lengi að verð-
ur vinskapurinn auðvitað mjög ná-
inn,” segir Sigríður. Aðspurð segist
hún hafa hitt sumar pennavinkonur
sínar en ekki allar. „Ég hef stundum
heimsótt þær og sumar hafa komið
til mín. En þetta er meira vinskapur í
gegnum bréf,” útskýrir hún og bætir
því við að slíkur vinskapur sé ekkert
endilega síðri en annar. arg
Ljóðabókin Tíbrá Deild 32a
Sigríður Valdís Finnbogadóttir gaf nýverið út ljóðabók. Með henni á myndinni er Ármann Jónasson eignmaður hennar. Í bak-
grunn má sjá málverk eftir Sigríði.
Forsíða bókarinnar.