Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 20186 Samgöngustofa og lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu stóðu að fundi í síðustu viku um hina alvarlegu þró- un sem er að verða í akstri undir áhrifum fíkniefna. Þar sátu fulltrú- ar frá embætti ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitastjórnarráðu- neytinu, velferðarsviði Reykjavík- urborgar, Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins, bráðamóttöku Land- spítalans og SÁÁ. Í frétt á vef Sam- göngustofu segir að fundurinn sé skref í þá átt að mynda breiðfylkingu til að sporna gegn þróun sem sýni- lega er orðin með aukinni vímuefna- neyslu. Vaxandi fjöldi umferðarslysa er rakinn til vímuefnaneyslu og akst- urs undir áhrifum löglegra og ólög- legra vímuefna. Í tölum frá bráða- móttöku Landspítalans sést mikil aukning á innlögnum vegna fíkni- efnaneyslu síðustu þrjú ár. Brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna hefur fjölgað um 65% það sem af er árinu 2018 samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Samkvæmt slysatöl- fræði Samgöngustofu hefur á þessu ári orðið gríðarleg aukning í fjölda slysa vegna vímuefnaaksturs. Sam- kvæmt spám megi ætla að fjöldi al- varlega slasaðra og látinna fari upp í 14 í árslok miðað við 8 í fyrra. Ljóst er að áhrif fíkniefnaneyslu á lýðheilsu, lífslíkur fólks og tíðni slysa er mjög mikil, segir í frétt frá Sam- göngustofu. Allir fundargestir hafi verið sammála um að stuðla að því að finna árangursíkar leiðir sem styrkja og styðja við varnir gegn margþætt- um birtingarmyndum þessa stóra vanda. Áætlað er að þessi hópur hitt- ist aftur til að ræða leiðir til að auka fræðslu til almennings, ungmenna, foreldra og kennara. klj Skeiðuðu létt í göngunum VESTURLAND: Alls voru 30 ökumenn stöðvaðir fyrir of hrað- an akstur í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Þá fór lögregla með hraða- myndavélabíl niður í Hvalfjarðar- göng einn dag í vikunni. Allmarg- ir skeiðuðu létt í göngunum, að sögn lögreglu, en sá sem hraðast ók mældist á 114 km/klst. Kom í ljós að ökumenn gefa svolítið í þegar þeir eru komnir framhjá föstu myndavélunum í göngun- um. Að sögn lögreglu má bú- ast við að leikurinn verði endur- tekinn þegar tækifæri gefst. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni grunaðir um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Þá stöðvaði lögregla einn mann grunaðan um ölvunar- akstur. Málin eru til rannsóknar. -kgk Braggar koma víða við sögu þessa dagana BORGARFJ: Stóra bragga- málið í Reykja- vík hefur ekki farið framhjá nokkrum landsmanni og mörg- um sem misbýður hvernig hægt var að misfara í því sambandi með fé úr opinberum sjóðum. En að því er einnig hent góðlátlegt grín á ýmsum vettvangi. Í kaffisam- sæti hjá Félagi aldraðra í Borgar- fjarðardölum í Brún í liðinni viku var þessi forláta kaka meðal veit- inga sem fram voru bornar. Disk- inn útbjó Steinunn Eiríksdóttir húsfreyja í Langholti. Braggalaga kakan í öndvegi og ekki laust við að pinnar í smáréttina til hliðar minni á hin dýrmætu dönsku og höfundarréttarvörðu strá. Mynd- ina tók hinn síungi Eyjólfur Andr- ésson frá Síðumúla. -mm Uppsagnir hjá HB Granda AKRANES: Töluverðar breyt- ingar eru framundan í vinnslu HB Granda á landsvísu. Nú fyr- ir mánaðamótin var ellefu starfs- mönnum, sem unnið hafa við bol- fiskvinnslu á Vopnafirði, sagt upp störfum, en til stendur að hætta bolfiskvinnslu þar í núverandi mynd. Austurfrétt greindi frá. Auk þessara uppsagna var fjórum starfsmönnum í fiskimjölsverk- smiðju fyrirtækisins á Akranesi sagt upp störfum nú fyrir mán- aðamótin. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns er meginástæða uppsagnanna á Akranesi rakin til þess að sífellt er unnið úr meiri karfa á stórum frystiskipum í hafi, en bræðsla karfabeina og ann- ars sem til fellur við vinnslu hef- ur verið meginstarfsemin á Akra- nesi. -mm Vörubílar bremsa vel Lögreglumenn á Vesturlandi tóku allmarga vöruflutningabíla í hemlapróf í liðinni viku. Á síðasta ári keyptu umdæmin á Vestur- landi, Norðurlandi eystra og Suð- urlandi færanlegan hemlaprófara í sameiningu. Búnaðurinn var á Vesturlandi í síðustu viku og voru margir bílar prófaðir. Að sögn lögreglu reyndist ástand hemla bifreiðanna nokkuð gott. Lýsir lögregla ánægju sinni með það, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. -kgk Starfsævi Íslend- inga sú lengsta í Evrópu L A N D I Ð : Vinnuvika á Íslandi er al- mennt lengri en geng- ur og ger- ist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Sem dæmi var vinnuvikan á Íslandi sú næst- lengsta í Evrópu á síðasta ári og um fimm tímum lengri en á hin- um Norðurlöndunum. Þetta kem- ur fram í efnahagsyfirliti VR. „Það sem er hins vegar minna fjallað um er hvað hver einstaklingur má bú- ast við að verja mörgum árum ævi sinnar í vinnu. Flestir Íslendingar byrja að vinna á sumrin sem ung- lingar og margir vinna með skóla. Þá er einnig þekkt að Íslendingar halda margir áfram að vinna eftir að taka lífeyris hefst,“ segir í efna- hagsyfirlitinu. Meira en þriðjung- ur ellilífeyrisþega á Íslandi er enn starfandi á vinnumarkaði, sam- kvæmt tölum Hagstofu Evrópu- sambandsins. Tæplega helming- ur þeirra segist vinna áfram til að hafa nægar tekjur en 40% vegna ánægju í starfi. „Þetta þýðir að hvergi í Evrópu vinnur fólk jafn stóran hluta ævi sinnar og á Ís- landi.“ Karlmenn eru þannig 10,5 árum lengur í vinnu að meðal- tali en kynbræður þeirra í lönd- um Evrópusambandsins. Starfs- ævi íslenskra karla er jafnframt um átta árum lengri en karla á hinum Norðurlöndunum. Íslenskar kon- ur eru tæpum tólf árum lengur á vinnumarkaði en konur í Evrópu- sambandslöndum og tæplega sjö árum lengur en kynsystur þeirra á hinum Norðurlöndunum. „Vænt starfsævi karla er 48,8 ár. Þá vek- ur það athygli að íslenskar konur eyða fleiri árum ævi sinnar í vinnu, eða 45,2 árum, en þeir karlar sem vinna lengst að íslenskum karl- mönnum undanskildum. Karlar frá Sviss eru á vinnumarkaði 44,9 ár að meðaltali og raðast beint á eftir íslenskum körlum , og á eft- ir íslenskum konum,“ segir í efna- hagsyfirliti VR. -kgk Áætluð útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga munu nema rétt tæpum tíu milljörðum króna árið 2019. Hlutverk Jöfnun- arsjóðs er að jafna mismunandi út- gjaldaþörf og skatttekjur sveitar- félaga með framlögum úr sjóðn- um á grundvelli ákvæða laga, reglu- gerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemina. Þá greiðir sjóður- inn framlög til samtaka sveitarfé- laga, stofnana þeirra og annarra að- ila í samræmi við ákvæði laga. Sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur nú samþykkt tillögu ráðgjaf- arnefndar þess efnis. Til úthlutunar nú koma 9,2 milljarðar króna sam- kvæmt A – hluta framlaganna og 575 m.kr. samkvæmt B – hluta framlag- anna vegna skólaaksturs úr dreifbýli eða samtals 9.775 m.kr. Í desemb- er koma til úthlutunar 175 m.kr. til viðbótar vegna skólaaksturs úr dreif- býli á grundvelli umsókna sveitar- félaga vegna íþyngjandi kostnaðar við aksturinn á árinu. Jafnframt er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað á árinu 2019 vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli. Í tilkynningu ráðuneytisins kem- ur fram að áætlunin verður tek- in til endurskoðunar í apríl 2019 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2019. Framlögin verða greidd til sveitar- félaga mánaðarlega en 10 prósent- um er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráð- stöfunarfjármagn sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember 2019. Á Vesturlandi eru tvö sveitarfélög sem ekki hljóta út- gjaldajöfnun, þ.e. Skorradalshrepp- ur og Hvalfjarðarsveit. Önnur sveit- arfélög frá eftirfarandi framlag úr Jöfnunarsjóði: Akraneskaupstaður, 7.363 íbúar. 399.523.971 Kr. Borgarbyggð, 3.798 íbúar. 442.680.502 Kr. Grundarfjarðarbær, 884 íbúar. 98.977.586 Kr. Helgafellssveit, 61 íbúi. 9.590.077 Kr. Stykkishólmsbær, 1.204 íbúar. 132.885.533 Kr. Eyja- og Miklaholtshreppur, 126 íbúar, 31.848.314 Kr. Snæfellsbær, 1.672 íbúar. 223.308.797 Kr. Dalabyggð, 662 íbúar. 117.463.050 Kr. Reykhólahreppur, 264 íbúar. 84.390.718 Kr. mm Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði Slysatíðni vegna fíkni- aksturs hefur aukist Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra, var á meðal þeirra sem sat fundinn fyrir hönd þjóðarátaksins Ég á bara eitt líf. Ljósm. af vef Samgöngustofu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.