Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 25 Á dögunum ritaði ég grein í Skessu- horn um mögulega endurkomu Apótekarans í viðskiptalífið á Akra- nesi og meinta samkeppnisást for- ráðamanna fyrirtækisins Lyfja og heilsu sem á og rekur Apótekar- ann. Þrátt fyrir að ekki hafi mikið vatn runnið til sjávar á Akranesi frá því að greinin birtist hafa tveir úr- skurðir og dómar litið dagsins ljós sem rétt er að vekja athygli á. „Samkeppninsástin“ í Mosfellsbæ Þann 18. október ógilti Samkeppn- iseftirlitið fyrirhugaðan samruna Lyfja og heilsu hf. og Opna ehf. sem á og rekur Apótek MOS í Mos- fellsbæ. Apótek MOS var stofnað í júlí 2016 og hóf samkeppni við verslun Apótekarans í Mosfellsbæ. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hið nýja apótek bauð ýmsar nýjung- ar í þjónustu við viðskiptavini, sem vel var tekið. Hófst þá gamalkunn- ug atburðarás, ef marka má úrskurð Samkeppniseftirlitsins. Framlög til markaðsmála Apótekarans í Mos- fellsbæ margfölduðust og beindust auðvitað öll að því að koma í veg fyrir viðskipti við Apótek MOS. Að lokum keypti Lyf og heilsa Apótek MOS og vildi í framhaldinu sam- eina fyrirtækin og kom með því í veg fyrir samkeppni á lyfjamark- aði í Mosfellsbæ. Rétt er að nefna að íbúar í Mosfellsbæ voru þann 15. apríl 10.730 talsins. Sá fjöldi dugði ekki að mati forráðamanna Lyfja og heilsu til þess að standa undir rekstri tveggja lyfjaverslana. Íbúa- fjöldi á Akranesi var á sama tíma 7.299 talsins. Þar telja sömu menn kjöraðstæður til aukinnar sam- keppni. Ég læt lesendum eftir að meta trúverðugleika málsins. Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands dæmdi, sama dag og Samkeppniseftirlitið birti sinn úrskurð, Lyf og heilsu hf. til þess að greiða Apóteki Vesturlands 4,5 milljónir króna í bætur, auk vaxta og málskostnaðar vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrr- nefnda fyrirtækisins á sínum tíma og getið var um í fyrri grein minni. Lauk þar áralöng- um, kostnaðar- sömum og tíma- frekum málaferlum vegna marg- víslegra og alvarlegra brota Lyfja og heilsu. Þegar horft er á málið í heild vekur það óneitanlega athygli að Lyf og heilsa þarf að greiða mun minni bætur til þess fyrirtækis er það braut gegn heldur en sektin sem fyrirtæki nu var gert að greiða til ríkissjóðs vegna sömu brota. Hver verður lokadómurinn? Eins og áður sagði læt ég lesendum um að meta trúverðugleika eigenda Apótekarans sem nú hyggja á end- urkomu í viðskiptalífið á Akranesi. Ég minni hins vegar lesendur á að það er í þeirra höndum sem neyt- enda að fella lokadóminn í þessari löngu sögu. Dómurinn felst í því hvar þeir kjósa að eiga viðskipti, verði af opnun Apótekarans. Halldór Jónsson Höfundur er áhugamaður um frjálsa samkeppni Pennagrein Enn af „samkeppnisást“ Nafnarnir og þingmennirnir Ás- mundur Einar Daðason og Ás- mundur Friðriksson munu stýra skemmtikvöldi körfuknattleiks- deildar Skallagríms laugardaginn 10. nóvember næstkomandi. Ásmundur Einar er öllum hnút- um kunnugur hjá Skallagrími, enda tekið virkan þátt í starfi félagsins undanfarin ár. Nú hefur hann feng- ið kollega sinn á þingi til að að- stoða sig við skemmtunina. Mun þetta vera frumraun þeirra félaga í veislustjórn sem dúett, en aldrei að vita nema þeir leggi fagið fyrir sig ef vel tekst til. Vanti þá leiðsögn geta þeir alltaf leitað til reynslu- boltans Guðna Ágústssonar, fyrr- um þingmanns, sem er ræðumaður kvöldsins. Hann er eins og kunnugt er margreyndur skemmtikraftur og ætti að geta gefið dúettinum unga góð ráð, bæði í gamni og alvöru. Á dagskrá er meðal annars harm- onikkuleikur Steinku Páls, atriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar auk þess sem Söngbræðurnir Stefán og Guðmundur Sturlusynir troða upp. Þá verður happadrætti og jafnvel óvænt atriði. Hlaðborð og léttar drykkjarveigar. Miðasala er hjá leikmönnum og stjórn kkd. Skallagríms og í Tækni- borg í Borgarnesi. Allur ágóði af skemmtikvöldinu rennur til kkd. Skallagríms. kgk Tveir Ásmundar troða upp á skemmtikvöldi Skallagríms Í Uglukletti er lögð mikil áhersla á útikennslu og er Ugluklettur orð- inn hluti af hópi sem kallar sig Int- ernational Play Iceland. Það eru óformleg samtök leikskólakennara og skólastjóra um allan heim sem vinna að því að að efla meðvitund um mikilvægi þess að börn á leik- skólaaldri fái tækifæri til þess að læra á eigin forsendum í gegnum leik, hafi aðgengi að opnum efni- við og skapi tengsl við náttúruna. Kjarninn er að treysta barninu og gefa því tíma og rými. Play Iceland hefur verið haldið sjö sinnum, sex sinnum hér á landi og einu sinni í Seattle í Bandaríkj- unum. Viðburðurinn er fimm daga samvera þátttakenda þar sem hver og einn fær tækifæri til að taka þátt í daglegu leikskólastarfi. Umræð- ur innan hópsins varðandi tæki- færi barna, skólastarfið og hlutverk kennarans eru mikilvægur þáttur upplifunarinnar sem og innsýn inn í menningu þess staðar sem heim- sóttur er. Lýkur svo samverunni með málþingi eða opnu samtali þeirra sem koma að. Viðburðurinn er ferðalag þar sem einstaklingnum er gefið tækifæri til þess að þroskast sem manneskja og kennari. Þátttakendur hafa lýst ferð sinni sem einni bestu náms- ferð starfsferils síns. Ástæðan er sú þekking sem býr í alþjóðlegum hópi kennara með allskyns reynslu og innsýn í líf barna og það sjón- arhorn sem hlotnast þegar kenn- ari upplifir líðan og hegðun barna sem búa og leika í annars konar menningu og umhverfi en þeirra eigin. Síðastliðin ár hafa reynslu- miklir ástralskir kennarar komið til Íslands og kynnst íslensku leik- skólastarfi. Þeir munu taka hönd- um saman og bjóða upp á tveggja vikna, sambærilega lærdómsferð á næsta ári í Ástralíu. Síðustu tvö ár hefur Ugluklettur verið svo heppin að fá að vera þátt- takandi í þessum skemmtilega hópi. Kennararnir koma snemma morg- uns og eru í leikskólanum fram eft- ir degi og fá að kynnast því starfi og þeim aðferðum sem leikskól- inn notar. Í ár komu átta kennarar, allsstaðar að úr heiminum til okk- ar. Þeir fóru með okkur í fjöruferð þar sem þurfti að klifra í klettum og sulla í pollum, þau skrifuðu stafina sína í sandinn og flokkuðu hluti eft- ir stærð og lögun og margt fleira. Það sem þeim fannst áhugaverð- ast er hvernig við notum náttúr- una sem „kennslustofu“ og hvernig börnin fá tækifæri til þess að leika og læra í náttúrunni. Gestunum var tíðrætt um þá hæfileika sem börnin höfðu til þess að vera í náttúrunni og hversu gott innsæi þau og kenn- ararnir höfðu gagnvart þeim áskor- unum sem hún býður upp á. Gestir okkar ræddu einnig um það samspil sem þarf að vera milli kennarans og barnsins svo að barnið læri að treysta sjálfu sér og á þann hátt nýtt þá færni og þroska sem í því býr. Það sem við í Uglukletti lærum af svona heimsókn er hversu dýr- mætt það er að geta notið ósnort- innar náttúru og börnin fái tækifæri til að rækta með sér náttúrulæsi sem er ekki svo sjálfsagt alls staðar í heiminum. Kristín Gísladóttir leikskólastjóri International Play Iceland í leikskólanum Uglukletti Borgarnesi Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.