Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Side 16

Skessuhorn - 31.10.2018, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201816 Í byrjun mánaðarins fór rithöf- undurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir um grunnskóla á Vesturlandi, annars staðar en á Akranesi, og hélt námskeið í skap- andi skrifum. Menntamálastofnun fékk Bergrúnu Írisi til liðs við sig í verkefni sem heitir Skáld í skólum. Námskeiðinu var ætlað að auka áhuga barna á bókalestri, ritun og skapandi skrifum. „Krakkar sem eru á miðstigi í grunnskóla eru að móta sjálfs- mynd sína fyrir framtíðina. Þeir eru á þeim aldri þar sem hið kassa- laga skólakerfi hefur náð að móta töluvert og leikgleði leikskólaald- ursins byrjar að dofna. Þau halda jafnvel að það sé bara ein rétt leið til að segja sögu eða teikna sól. Það sé rétta og ranga leiðin til að gera allt og árangur sé mælanlegur í tölum,“ segir Bergrún Íris. „Þau eiga það til að bíta það í sig að þau séu „léleg að teikna“ eða „léleg að skrifa sögur“. Með því að læra skapandi skrif sjá þau að allir geta sagt sögur, líka þau sjálf. Með réttu tækin í verkfæratöskunni sinni geta þau skapað persónur úr engu, sett persónurnar í spennandi aðstæður og töfrað fram heilan söguheim. Það hafa allir hæfileikann til þess en oft þarf að tendra neistann og vona að hann verði að báli.“ Það að læra skapandi skrif sé alls ekki tilgangslaus hæfileiki og komi sér vel hvar sem er seinna á lífsleið- inni. „Þetta er hæfileiki sem mun fylgja fólki út í lífið, hjálpa þeim í samskiptum við annað fólk og nýt- ast vel í hverju starfi sem þau kjósa að taka sér fyrir hendur.“ Önnur upplifun úti á landi Bergrún ber Vestlendingum vel söguna eftir ferðalagið um lands- hlutann en hún var á ferðinni í þrjá daga. „Gestrisni starfsfólks skólanna kom mér mjög á óvart. Mér er nú alltaf vel tekið í skóla- heimsóknum en Vesturlandið tók öllu fram. Mér var tekið svo opn- um örmum og fékk hvergi að fara svöng eða þyrst út. Krakkarnir voru líka einstaklega agaðir og ró- legir og greinilegt að lítið er um stress í sveitinni,“ segir Bergr- ún og ber heimsóknina saman við heimsókn í borginni sem sé oft að- eins frábrugðin. „Krakkarnir sem bíða mín þar hafa oftar en ekki upplifað sama morgunstress og ég á heimili sínu og allir eru dálítið hátt uppi. Það er önnur stemning úti á landi.“ Enginn fæðist rithöfundur Því miður er það svo að bækur eiga undir högg að sækja. Börn sækja síður í bækur, þar sem mik- ið af annarri afþreyingu er í boði. „Bókin á í gríðarlegri samkeppni við til dæmis leikjatölvuna,“ seg- ir Bergrún Íris. „Krakkar læra á tölvuleiki og verða betri með því að verja tíma í þeim og æfa sig. Þau læra jafnvel að svindla, eða hakka, eins og það er kallað, til að komast í gegnum leikinn.“ Bergrún reynir að nálgast krakkanna á þeirra stigi. „Mig langaði að gefa þeim ákveðin tæki, svindl eða hökk, til að skrifa sögu og sýna þeim að enginn fæð- ist rithöfundur. Við þurfum öll að æfa okkur til að komast „í næsta borð“ og við verðum betri með tímanum.“ Samstarf margra að búa til bók Bergrún Íris skrifaði metsölubók- ina „Langelstur í bekknum“. Fjöl- mörg börn þekkja til sögunnar og hún hefur skrifað framhald af æv- intýri Eyju og Rögnvalds, „Lang- elstur í leynifélaginu“. „Ég upp- lifði mig eins og algjöra rokk- stjörnu því mörg þeirra þekktu bækurnar mínar og vildu spjalla um persónurnar. Það var frábær upplifun.“ Krakkarnir á námskeið- inu voru mjög móttækileg. „Við unnum mikið með persónusköpun og hvernig tvær venjulegar hug- myndir geta gert eina óvenjulega, spennandi og skemmtilega. Ég sagði þeim frá því hvernig ólíkir listamenn vinna saman og hversu mikilvægt það er að vera opinn fyr- ir hugmyndum annarra. Við fórum í gegnum allt ferlið sem fylgir því að búa til bók með áherslu á það að bók sprettur ekki fullbúin úr kolli rithöfundarins. Þetta er alltaf sam- starf margra.“ Allir hafa hæfileika til að bulla og segja sögur Bergrún segir að hennar upplif- un af námskeiðinu hafi verið góð og hún hafði tilfinningu fyrir því að krakkarnir hefðu virkilega not- ið þess að taka þátt í sköpuninni. „Þau voru svo gríðarlega frjó og greinilegt að tröll og aðrar verur úr náttúrunni eru þeim hugleikin.“ Sumar persónur sem krakkarnir sköpuðu hafi verið speglun af þeim sjálfum, á meðan aðrar voru mun meira framandi. Það voru engin mörk fyrir því hvað hægt var að gera. Mikil gleði ríkti á námskeið- inu í hverjum skóla fyrir sig. „Það sem er svo frábært við námskeið sem þessi er að ég er ekki komin til að lesa yfir þeim um staðreynd- ir og tölur. Sköpun er leikur og í hverju leik býr sköpun, hvort sem þú leikur þér með legó, perlur eða ert í gamnislag við vini þína. Öll börn hafa hæfileikann til að bulla. Námskeið sem þetta gengur frek- ar út á að beisla heldur en að bæla bullið og þá eru hlátursköst eins og olía á sköpunareldinn.“ Gestrún, Stórólfur, Skeggi og Sóllilja Krakkarnir sköpuðu alls kyns pers- ónur. Bergrún gaf krökkunum nafn úr stórri nafnabók og upp spruttu alls kyns hugmyndir, hver annarri frjórri og skemmtilegri. „Sögurn- ar um hótelstýruna Gestrúnu, ris- ann Stórólf og einmana sjóarann Skegga eru meðal þeirra skemmti- legu persóna sem fæddust á nám- skeiðinu. Sóllilja var líka skemmti- legur karakter því hún var blóm en ekki manneskja. Hún var of- urhetja sem reif sig upp úr mold- inni á nóttunni til að bjarga öðr- um blómum heimsins.“ Krakkarn- ir voru mjög skapandi og Bergrún segir að framtíðin sé björt. Nokkr- ir krakkar hafi jafnvel þegar skrif- að sögur sem þau vilji fá útgefnar. „Ég er líka spennt að sjá hvað ger- ist hjá þeim krökkum sem hingað til hafa ekki haft neinn áhuga á að skrifa og vilja heldur spila tölvu- leiki. Oft eru það frjóustu hugar- nir, þeir sem eru jafnvel svo frjóir að það verður þeim um megn og þá finnst þeim gott að fá hvíld fyr- ir framan skjáinn. Þessi börn eiga eftir að uppgötva ótrúlega hæfi- leika í framtíðinni.“ Munu halda áfram að skrifa Bergrún Íris tók ekki með sér sög- ur frá krökkunum af námskeiðinu, en hún er viss um að persónurnar sem spruttu fram eigi eftir að enda í einhverjum sögum. „Kennar- arnir fengu ýmis verkefni frá mér til að vinna áfram með skapandi skrif. Allir hóparnir vildu ólm- ir halda áfram með persónurnar sem þau höfðu skapað, setja þær í spennandi aðstæður og láta þær hitta persónur hinna hópanna í sögu.“ Bergrún hvatti krakkana til að senda sögurnar inn til Krakk- aRÚV, þar sem þau eru fóru af stað með verkefnið Sögur í haust. „Það er frábær vettvangur fyrir skapandi krakka.“ Til stendur að hafa sama námskeið í grunnskólum á Akra- nesi 22. nóvember næstkomandi. klj Skapandi skrif gott nesti út í lífið -Bergrún Íris Sævarsdóttir fór í grunnskóla á Vesturlandi með námskeið í skapandi skrifum Bergrún Íris fór um grunnskóla víða á Vesturlandi og kenndi krökkum á miðstigi skapandi skrif. Hún segir að hún hafi skemmt sér mjög vel með krökkunum. Í Ólafsvík tóku börnin ekki síður vel á móti Bergrúnu Írisi. Krakkar í Grundarfirði sitja hér ein- beittir við persónusköpun. Bergrún gaf krökkunum nafn á persónurnar sem oft leiddu til mjög frjórra sagna. Krakkar í Laugagerðisskóla voru áhugasamir um persónusköpunina. Bergrún Íris hefur skrifað nokkrar barnabækur sem krakkarnir þekktu. Þessi piltar báðu hana um eigin- handaráritun.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.