Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201810 Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa með bréfi til fjárlaganefndar Alþing- is, fjármálaráðherra og þingmanna farið fram á að ríkið greiði kostn- að við uppbyggingu Faxabraut- ar á Akranesi, sem er hluti af þjóð- vegi í þéttbýli þar sem hún er leið- in að höfninni. Nauðsynlegar fram- kvæmdir við hækkun götunnar og styrkingu sjóvarnargarðs eru tald- ar kosta rúman hálfan milljarð króna. Faxabraut liggur samsíða athafnasvæði Sementsverksmiðj- unnar þar sem nú er verið að rífa stærstan hluta mannvirkjanna. Þar er fyrirhugað að rísi íbúðabyggð með um 370 íbúðum auk verslun- ar- og þjónusturýmis. Í bréfi bæj- aryfirvalda er forsaga málsins rak- in og sagt að áður en ráðist verður í fyrirhugaða uppbyggingu þurfi að efla sjóvarnir og hækka Faxabraut, sem liggur milli sjávar og Sements- reits. Áætlaður kostnaður við þann hluta framkvæmda er 510 milljón- ir króna. Akraneskaupstaður vill að ríkið standi undir þeim kostnaði. Í bréfinu segir m.a. að Sement- verksmiðja ríkisins hafi verið reist á Akranesi 1957 og hafi verið í eigu ríkisins allt fram til 2003 þegar hún var seld einkaaðilum. Þegar það var gert hafi ekki náðst samning- ar milli ríkisins og bæjaryfirvalda á Akranesi um frágang á reitnum sem verksmiðjan stóð á, ef starf- seminni yrði hætt. Í febrúar 2012 var sement síðast framleitt í verk- smiðjunni og innflutningur hófst á norsku sementi sem geymt er í síló- um fyrrum Sementsverksmiðju og dreift þaðan. Í desember 2013 tók Akraneskaupstaður yfir eignahald- ið á stærstum hluta mannvirkja og lóða verksmiðjunnar og kostar nú niðurrif á stærstum hluta mann- virkja. mm Farið fram á að ríkið borgi lagfæringar á Faxabraut Hækka þarf Faxabraut um eina tvo metra og styrkja sjóvarnargarðinn. Myndin er tekin skömmu áður en niðurrif verksmiðju- húsanna hófst. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að nýjum umferðarlögum á Alþingi á þriðju- daginn í síðustu viku. Markmið nýrra umferðarlaga er; „að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræð- is er gætt milli vegfarenda, óháð samgöngumáta, og tillit tekið til umhverfissjónarmiða við skipu- lagningu umferðar.“ Í samræmi við það sjónarmið að gefa gangandi og hjólandi vegfarendum meira vægi er sett fram skilgreining á óvörð- um vegfarenda, þ.e. vegfaranda sem ekki er varinn af yfirbygg- ingu ökutækis í umferð. Nær það bæði til gangandi og hjólandi veg- farenda sem og ökumanna bifhjóla eða torfærutækja á borð við fjór- hjól. Hjólreiðakafli laganna hefur verið tekinn til gagngerrar endur- skoðunnar. Til dæmis er lagt til að hjálmaskylda barna verði lögfest í umferðarlög. Til þessa hefur hana aðeins verið að finna í reglugerð. Aldurstakmark til að hjóla á ak- braut án leiðsagnar manns 15 ára og eldri er hækkað úr sjö árum í níu. Áfengismörk lækkuð Eitt helsta nýmæli frumvarpsins er að mörk leyfilegs vínandamagns í blóði verði lækkuð úr 0,5 prómill- um í 0,2 prómill. „Með lækkun marka áfengismagns í blóði öku- manns er verið að senda skýr skila- boð til ökumanna og þjóðfélagsins í heild að akstur og áfengisdrykkja fer einfaldlega ekki saman,“ sagði Sigurður Ingi í framsöguræðu sinni. Þó er ekki gert ráð fyrir að svipta ökumann ökuréttindum við fyrsta brot ef vínandamagn í blóði er á bilinu 0,2 til 0,5 prómill, held- ur einungis sekt. Þá er í frum- varpinu lagt til að kveðið verði á um vanhæfismörk vegna ýmissa ávana- og fíkniefna í reglugerð, en slíka reglugerðarheimild er ekki að finna í núgildandi lögum. Má takmarka umferð vegna mengunar Í núgildandi umferðarlögum er heimild til að takmarka eða banna umferð um stundarsakir ef það er nauðsynlegt til hlífðar vegi í þétt- býli, að fengnu samþykki lögreglu- stjóra. Lögð er til í frumvarpinu sambærileg heimild í þeim tilfellum sem vegur er talinn hættulegur, en þá skal hafa samband við almanna- varnarnefnd auk lögreglu, þegar við á. Þar að auki er lagt til að veg- haldara verði heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsak- ir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta talin á að svo verði. Er þá einkum átt við svifryksmengun en annars konar mengun kemur einnig til greina. „Takmarkanir geta með- al annars falist í breytingum á há- markshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun al- mennrar umferðar,“ sagði Sigurður Ingi en bætti því við að ekki væri um opna heimild að ræða. Í frum- varpinu segir að slíkt bann þurfi að vera stutt haldbærum útreikning- um sérfræðinga sem sýni fram á þörf fyrir umferðartakmarkanir. Heimild fyrir 110 km/ klst hámarkshraða Gert ráð fyrir heimild til hækkunar á hámarkshraða í 110 km/klst. Nú þegar er heimild fyrir því í umferð- arlögum að veghaldara sé heimilt að kveða á um hámarkshraða allt að 100 km/klst., ef aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir um- ferð og veigamikil öryggissjónar- mið mæli ekki gegn því. Heimildin hefur hins vegar aldrei verið nýtt. Í frumvarpinu nú er lagt til að heimilt verði að kveða á um hámarkshraða allt að 110 km/klst. Þó eru strang- ari kröfur settar við nýtingar heim- ildarinnar en samkvæmt núgildandi lögum. Þannig er gert að skilyrði að akstursstefnur séu aðgreindar og aðstæður leyfi það að öllu öðru leyti, auk þess sem veigamikil ör- yggissjónarmið mæli ekki gegn því. Ráðherra er gert að setja reglur um þær tegundir vega þar sem leyfilegt verður að nýta heimild um hærri eða lægri hámarkshraða, að fengn- um tillögum Vegagerðarinnar. Hætt að sekta fyrir nagladekk Heimild fyrir gjaldtöku fyrir notk- un nagladekkja verður tekin út vegna öryggissjónarmiða. Þess í stað er ráðherra veitt skýr heim- ild til að setja sérstakar reglur um notkun slíkra dekkja, sem og nán- ari reglur um úrræði til að bregðast við mengun og við hvaða kringum- stæður megi grípa til þeirra. Lögð er til sú breyting að öll vélknúin ökutæki verði skráning- arskyld, sem og allir eftirvagnar vélknúinna ökutækja, óháð stærð eða þyngd. Ráðherra skal þó setja reglugerð um m.a. undanþágur frá skráningu ökutækja sem ætluð eru til aksturs á afmörkuðum skil- greindum svæðum og ökutækja sem ætluð eru til aksturs utan al- mennrar umferðar. Dæmi um slíkt væru vinnuvélar sem notaðar eru á afmörkuðum vinnusvæðum. Hringtorgahefð lögfest Sú hefð sem skapast hefur um akst- ur í hringtorgum hérlendis er fest í lög, þ.e. að ökumaður á ytri hring skuli veita þeim sem ekur á innri forgang út úr hringtorginu. Þess- ar óskráðu reglur hafa lengi ver- ið kenndar í ökuskólum landsins. Ekki þykir rétt að hrófla við þess- um rótgrónu en óskráðu reglum að öðru leyti en að festa þau í lög. Hvað varðar hægri beygju á rauðu ljósi verður meginreglan áfram sú að óheimilt er að aka gegn rauðu umferðarljós. Hins vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir heimild til að gera undan- tekningar þar á. Veghaldara verði því í lófa lagt að setja upp sérstök umferðarljós sem heimila hægri beygju gegn rauðu ljósi, að því gefnu að slíkt þyki ekki stofna um- ferðaröryggi í hættu. Lagt er til að notkun hættuljósa í akstri verði heimil, til að vara við hættu á vegi. Hingað til hefur aðeins verið heimlt að nota ljós- in þegar ökutæki eru í kyrrstöðu. Með þessari breytingu er öku- mönnum gert kleift að eiga sam- skipti sín á milli þegar ökumaður verður hættu var og telur þörf á að vara aðra við henni. Að lokum má geta þess að snjalltæki eru í fyrsta sinn skil- greind í frumvarpi til nýrra um- ferðarlaga og skýrt kveðið á um bann við notkun slíkra tækja undir stýri, rétt eins og notkun farsíma er óheimil. Frumvarp til nýrra umferðar- laga má lesa í heild sinni á vef Al- þingis. kgk/ Ljósm. úr safni. Nýjum umferðarlögum ætlað að auka umferðaröryggi Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra samgöngumála. Ekið um Borgarfjarðarbrú.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.