Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 23 Síðastliðinn föstudag var verslun- in FOK opnuð við Borgarbraut 57 í Borgarnesi í húsi sem í raun er tengibygging milli fjölbýlishúss- ins við Borgarbraut 57 og Hót- el-59. Að versluninni standa hjón- in María Júlía Jónsdóttir og Jón- as Björgvin Ólafsson. FOK er lífs- stíls- og gjafavöruverslun þar sem til sölu er fatnaður, skrautmunir, búsáhöld og fleira fyrir heimafólk jafnt sem ferðafólk. Í tilefni opnun- ar verslunarinnar var boðið til teitis á föstudag og aftur á laugardag, en nú verður verslunin framvegis opin á almennum verslunartíma. mm Verslunin FOK opnuð í Borgarnesi Spáð í fatnaðinn og peysa um það bil að skipta um eiganda. Jónas Björgvin og María Júlía eiga verslunina en Kristín Amelía Þuríðardóttir verður einnig við afgreiðslu í FOK. Vigdís Pálsdóttir var fyrsti viðskiptavinurinn í versluninni. Hér er verið að afgreiða hana. Svipmynd úr versluninni.Strax og dyrnar höfðu verið opnaðar streymdi að fólk. Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, Þráinn Haraldsson, Indriði Valdimars- son, Sveinn Arnar Sæmundsson, Jón Guðmundsson og Fjóla Lúðvíksdóttir, voru viðstödd kaffisamsæti, söng og bingó sem haldið var fyrir eldri borgara í Vinaminni.Þessar hressu konur reka vinnustofu við Kirkjubraut 54-56. Þær voru með opið á laugardaginn og kynntu starfsemina. F.v. Sjöfn Magnúsdóttir, Eygló Gunnarsdóttir, Bryndís Siemsen, Guðrún Gerður Guðrúnardóttir (Gaga Skorrdal) og Ingigerður Guðmundsdóttir. Klifurfélag ÍA stóð fyrir Hrekkjavökuklifurmóti á Smiðjuloftinu síðasta laugardag. Keppt var í fjórum aldursflokkum. Krakkarnir voru hvattir til að mæta í búningum og helst mæta hryllilegir til fara, enda hrekkjavakan tilefni mótsins. Púkar, uppvakningar, draugar, vampírur og aðrar hryllingsverur klifruðu upp eftir veggjunum hvattir áfram af foreldrum og öðrum ættingjum. Veitt voru verðlaun í tveimur efstu aldursflokkunum og einnig var veitt viðurkenning fyrir flottasta eða hryllilegasta búninginn. Ljósm. klj. Þær Katrín Lilja Jónsdóttir og Ragnhildur Hólgeirsdóttir stóðu vaktina í Eymundsson um síðustu helgi og kynntu starfsemi Lestrar- klefans.is, sem er nýtt vefrit með bókaumfjöllunum. Ljósm. fá. Marianne Erlingsen sýndi ullarvörur og fleira á Höfða. Hjónin Borghildur Jósúadóttir og Sveinn Kristinsson opnuðu á laugardaginn útilistarsýningu sína; Maður og náttúra, við Akranes- vita. Á annarri og þriðju hæð í vitanum eru sýningar, bæði sýning leikskólabarna og myndlistarsýning Aldísar Perlu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.