Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Þegar þú varst barn, hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Barbro E Glad Ég ætlaði að verða ljósmóðir. Friðrika Bjarnadóttir Viðskiptafræðingur eða eitt- hvað tengt því. Sigríður Selma Sigurðardóttir Búðarkona. Díana Guðlaug Ingvarsdóttir Hárgreiðslukona. Eydís Ósk Hilmarsdóttir Hárgreiðslukona. Ríflega þrettán mánuðir eru liðnir frá því bræðurnir Gunnar Smári og Jóhann Örn Jónbjörnssynir ásamt Sunnefu Burgess opnuðu CrossFit stöðina CrossFit Ægi á Akranesi. „Það er óhætt að segja að fyrsta árið hafi gengið framar okkar björtustu vonum. Við erum alveg ótrúlega stolt af þessu litla sam- félagi sem iðkendum okkar hef- ur tekist að skapa,“ segir Sunnefa í samtali við blaðamann Skessu- horns. „Nú æfa um og yfir 100 manns hjá okkur daglega, allt frá nýbökuðum mömmum með krílin sín upp í eldri borgara í Eldra-fit,“ bætir hún við. Fundu eftirspurn í Borgarnesi Á mánudaginn opnuðu þau Gunn- ar Smári, Jóhann og Sunnefa útibú CrossFit Ægis í Borgarnesi, við Brákarbraut 20. „Við Jói bjugg- um um tíma í Borgarnesi og fannst vanta fjölbreytileikann fyrir þá sem vildu gera eitthvað meira en bara mæta í ræktina. Þegar okkur bauðst húsnæði fyrir CrossFit síð- asta vetur stukkum við á það og ákváðum að opna lítið box,“ seg- ir Sunnefa aðspurð hvers vegna þau hafi ákveðið að opna útibú í Borgarnesi. „Við höfum líka fund- ið fyrir eftirspurn og voru nokkr- ir iðkendur sem hafa keyrt dag- lega frá Borgarnessvæðinu til að mæta í WOD [æfingu dagsins, innsk. blm.] á Akranesi. Stöðin í Borgarnesi er löng og mjó og hátt til lofts sem gerir hana frábæra til CrossFit iðkunnar.Við gerum ráð fyrir tíu manns í WOD í einu og stefnum á að hafa 2-3 WOD á dag fyrsta mánuðinn á meðan við erum að keyra grunnnámskeið- in. Svo fjölgar WOD-um eftir því sem fleiri útskrifast af grunnnám- skeiði,“ segir Sunnefa og bætir því við að 30 manns byrji á grunnnám- skeiði þessa opnunarviku. En all- ir CrossFit iðkendur þurfa að ljúka sérstöku grunnnámskeiði áður en hægt er að mæta í hefðbund- in WOD. „Svo verða 20 manns á helgargrunnnámskeiði um næstu helgi,“ segir hún. Í CrossFit Ægi í Borgarnesi verða opnir kynning- artímar á fimmtudag frá klukk- an 16:30 til 18:30 og föstudag frá klukkan 16:00 til 17:00 fyrir þá sem vilja taka æfingu dagsins eða bara skoða stöðina. Engin þörf á að skrá sig, bara mæta. Byrja með æfingar fyrir fólk með fötlun Hjá CrossFit Ægi á Akranesi er boðið upp á æfingar fyrir alla ald- urshópa og stendur nú til að bæta við æfingum fyrir fólk með fötlun. „Við erum búin að þróa með okkur fjölbreytta dagskrá þannig að allir geta fundið eitthvað fyrir sig,“ segir Sunnefa. Fyrir nýbakaðar mæður er boðið upp á Mömmu-CrossFit auk þess sem börnum iðkenda er boð- ið upp á barna-WOD þar sem far- ið er í skipulagðan og frjálsan leik einu sinni í viku. „Mömmu-Cross- Fit er tvískipt hjá okkur, við erum með fimm mömmur á grunnnám- skeiði og svo mæta að meðaltali tíu mömmur sem hafa lokið grunn- námskeiði í Mömmu-CrossFit þar sem búið er að „mömmuvæða“ WOD dagsins,“ útskýrir Sunnefa. Fyrir eldri iðkendur hjá CrossFit Ægi er boðið upp á sérstakt Eldra- fit. „Við vorum að byrja með Eldra- fit og nú eru um fimm snillingar sem mæta tvisvar sinnum í viku en við vonumst til að fá fleiri á næsta námskeið.“ Þá stendur öllum iðk- endum til boða að mæta í sérstaka tíma eins og teygju- og kviðWOD, ólympískar lyftingar, tæknitíma og fleira. „Á laugardaginn næsta byrj- um við svo með Einstakt-WOD sem er fyrir fólk með fötlun,“ segir Sunnefa. Aðspurð hvort þau muni einnig bjóða upp á svipaða tíma í Borgarnesi svarar hún að til að byrja með verði bara boðið upp á hefðbundin WOD. „Við munum svo aðlaga dagskránna að okkar iðkendum þar og eftirspurn.“ arg/ Ljósm. aðsendar. CrossFit Ægir opnað í Borgarnesi Það eru um og yfir 100 manns sem æfa daglega hjá CrossFit Ægi á Akranesi svo það er alltaf mikið líf og fjör á æfingum. Hér má sjá inn í nýju CrossFit stöðina í Borgarnesi. Íslandsmótið í atskák 2018 verður haldið í Amtsbókasafninu í Stykkis- hólmi helgina 17. til 18. nóvember næstkomandi. Það er Skáksamband Íslands sem stendur fyrir mótinu. Tefldar verða tíu umferðir, fimm á hvorum degi og hefst keppni klukk- an 13:00 báða dagana. Fyrsti kepp- andinn til að skrá sig til leiks á Ís- landsmótið í atskák var stórmeist- arinn Friðrik Ólafsson. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í mótinu þar sem fjórir efstu keppendur eftir stigaútreikn- ing fá verðlaun. Verði tveir eða fleiri keppendur efstir og jafnir skal telft til þrautar. Verðlaun skiptast að öðrum kosti eftir Hort-kerfinu. Þá verða einnig veittur fjöldi auka- verðlauna. kgk Íslandsmótið í atskák verð- ur haldið í Stykkishólmi Snæfellingar máttu sætta sig við stórt tap gegn Hamri, 60-89, í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var í Stykk- ishólmi á föstudagskvöld. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og höfðu öll völd á vellinum í upphafi leiks. Allt virtist ganga upp hjá þeim á meðan heimamenn höfðu engin svör. Hamar komst í 19-0 áður en Snæfellingar skoruðu fyrstu stigin. Þeir leiddu afgerandi eftir fyrsta leikhluta, 24-7 og veru- lega á brattann að sækja fyrir Snæ- fell eftir það. Gestirnir stjórnuðu ferðinni það sem eftir lifði leiks, höfðu 22 stiga forskot í hálfleik, 20-42. Þeir bættu enn við í þriðja leik- hluta og höfðu 29 stiga forskot fyr- ir lokafjórðunginn, 37-66. Sami munur var á liðunum í leikslok. Þrátt fyrir mikinn dugnað og bar- áttuvilja ungra og efnilegra leik- manna Snæfells var brekkan ein- faldlega of brött. Lokatölur urðu 60-89, Hamri í vil. Deandre Mason var atkvæða- mestur Snæfellinga með 21 stig og níu fráköst. Dominykas Zupkaus- kas skoraði 15 stig og tók fimm frá- köst en aðrir höfðu minna. Everage Lee Richardsson var stigahæstur í liði gestanna með 29 stig og fimm fráköst að auki. Flo- rijan Jovanoc skoraði 15 stig og tók níu fráköst og Gabríel Sindri Möll- er var með tíu stig. Snæfellingar eru án sigurs eft- ir fjóra leiki og sitja í sjöunda sæti deildarinnar. Næst fá þeir tækifæri til að krækja í fyrstu stig vetrar- ins þegar þeir mæta Selfyssingum á útivelli föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. kgk Snæfellingar töpuðu stórt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.