Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 19 Laugardaginn 3. nóvember á milli kl. 14:00 og 16:00 Vöfflusala og kaffisopi Á liðnu ári hefur heimilisfólk að mestu beint kröftum sínum að verkefnum fyrir Rauða kross- inn, leikskóla og plastpokalausa Borgarbyggð. Söluvörur verða því nokkuð færri en áður en við verðum þó með sölubás þar sem fallegir munir eftir heimilisfólk okkar verða til sölu. Allir velkomnir Hlökkum til að sjá ykkur! Basar og vöfflusala í Brákarhlíð SK ES SU H O R N 2 01 8 Borgarland ehf. hefur til leigu nokkur skrifstofurými á Hvanneyri Sameiginleg kaffistofa og fundarstofa er í húsinu fyrir þá sem þar starfa Hagstæð langtímaleiga, fyrir stærri sem smærri rými Nánari upplýsingar veitir Guðsteinn Einarsson í síma 430-5502 eða gudsteinn@kb.is arnir og þeirra saga og það á ég Hildi að þakka, en líka hvernig ég get bara sokkið mér ofan í saumaskapinn og lokað á annað á meðan. Svo er félags- skapurinn á námskeiðunum alltaf stór plús.“ arg Margrét Skúladóttir datt niður á nýtt áhugamál fyrir 14 árum og segist í dag nánast vera orðin heltekin af því, en hún hefur áhuga á þjóðbúning- um og flestu því sem þeim viðkemur. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi áhugi kom. Það er engin þjóð- búningahefð í fjölskyldunni og ég sá aldrei konur í fjölskyldunni klæðast þjóðbúningum. Ætli þetta hafi ekki byrjað þegar ég var fyrir norðan eitt sumar og fór að skoða byggðasafn- ið á Snartarstöðm fyrir um 20 árum síðan. Þar sá ég þennan fallega skaut- búning og varð alveg heilluð. Í kjöl- farið fer ég að skoða þjóðbúninga og sé þá faldbúning á netinu og það var ekki aftur snúið,“ segir Margrét og hlær. Margrét er fædd í Reykjavík en flutti vestur á Ísafjörð fyrst 1982 -87 og síðan aftur 1996 en flutti suður aftur 2012 og býr núna í Borgarnesi og kennir í grunnskólanum. Ætlaði sér að sauma þjóðbúning „Þegar ég fer síðan að afla mér meiri upplýsinga um þjóðbúninga dett ég niður á upplýsingar um námskeið í þjóðbúningasaumi hjá Heimilisiðn- aðarfélaginu. En það er ekki hlaup- ið að því að fara á námskeið í höf- uðborginni þegar maður býr á Ísa- firði,“ segir hún. Margrét lét draum- inn um að læra að sauma sér þjóð- búning þó ekki deyja. Árið 2006 náði hún að safna saman nægilega mörg- um þátttakendum til að hægt væri að halda námskeið á Ísafirði. Hún hafði þá samband við Guðrúnu Hildi Ro- senkjær, klæðskera og kjólameistara, sem var með námskeið hjá Heimil- isiðnaðarfélaginu. „Hildur féllst á að koma vestur og halda námskeið fyr- ir okkur, eftir fyrsta námskeiðið kom hún einu sinni til tvisvar á ári til okk- ar og hélt námskeið,“ segir Mar- grét. Eftir fyrsta námskeiðið stofnaði Margrét auk hóps annarra ísfirskra kvenna Þjóðbúningafélag Vestfjarð- ar. „Við vorum alveg sokknar í þetta og á þessum árum sem Hildur kom með námskeið voru saumaðir hátt í 200 búningar undir hennar leið- sögn.“ Var skipuð í Þjóbúningaráð Þegar Margrét flutti í Borgarnes var Hildur hætt að halda námskeið gegn- um Heimilisiðnaðarfélagið og búin að stofna sitt eigið fyrirtæki, Annríki. „Hildur er klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur. Þekking hennar á bæði sögu, saum og hönnun þjóð- búninga er því nær takmarkalaus.“ Margrét tvinnast inn í Annríki og ver því miklum tíma með Hildi næstu árin, sem verður til þess að hún sæk- ir um að komast í Þjóðbúningar- áð á vegum mennta- og menning- armálaráðuneytisins. „Hildur hvatti mig til að sækja um. Þjóðbúningaráð var stofnað á Alþingi 10. mars 1999 og fyrstu árin var það nokkuð virkt. Í ráðinu eru fimm einstaklingar frá Þjóðminjasafninu, Kvenfélagasam- bandinu, Heimilisiðnaðarfélaginu og Þjóðdansafélaginu. Hlutverk ráðs- ins er að varðveita þekkingu um ís- lenska þjóðbúninginn, safna sýnis- hornum og búningum og halda utan um snið og útlit búninganna auk þess að halda utan um allt sem teng- ist búningunum, ljósmyndir og slíkt. Þjóðbúningaráðið hefur verið nánast óvirkt síðustu árin þar sem hlutverk þess hefur verið fært yfir á söfn víðs- vegar um landið, en verður vonandi virkara núna í tengingu við samnor- rænna þjóðbúningaþingið sem á að halda hér á landi eftir tvö ár. Fór á þjóðbúningaþing í Danmörku Margrét fór ásamt Guðrún Hildi og fleirum á samnorræna þjóðbúninga- þingið sem haldið var í Danmörku í ágúst en þingið er haldið annað hvert ár. „Það var mikill heiður að fá að fara en þarna var fólk að sýna og segja frá virtum rannsóknum um þjóðbúninga og handverk auk þess sem við fengum að kynnast þjóðbún- ingasögu annarra norrænna þjóða. Þetta var allt mjög sagnfræðilegt og ég sat þarna og hlustaði á frásagnir um meistaraverkefni, útgefnar bækur og aðrar rannsóknir,“ segir Margrét og heldur áfarm. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu mikið er lagt í að varðveita upplýsingar um þjóð- búninga í nágrannaríkjum okkar, og þá sérstaklega í Noregi. Þarna var fólk sem eyðir alltaf tveimur árum í stórar rannsóknir sem svo eru kynnt- ar á þessum þingum. Þetta var mik- il upplifun fyrir mig, að hitta og tala við allt þetta fólk um handavinnu.“ Langar að auka þjóðbúningamenningu í Borgarnesi Eins og fyrr segir flutti Margrét frá Ísafirði árið 2012 en hefur þó alltaf verið með annan fótinn fyrir vestan. „Ég var forsprakkinn af þessu þjóð- búningaæði sem ríkir á Ísafirði og var formaður Þjóðbúningafélags Vest- fjarðar, þar til ég flutti suður. Þegar ég svo flyt í Borgarnes tóku aðrar við en ég er enn félagi,“ segir Margrét. Hún hefur orð á því að hún saknar félagsins fyrir vestan en að hún sé bjartsýn á að geta komið af stað sams- konar félagi í Borgarfirði. „Á Ísafirði tókum við okkur reglulega saman og fórum saman út að borða í búning- um auk þess sem við klæddum okk- ur alltaf upp á 17. júní, 1. desemb- er og við önnur slík tækifæri. Það er líka svo þægilegt að eiga þjóðbúning, þetta eru einu sparifötin mín sem fyrirgefa mér alveg 10-15 kíló til eða frá,“ segir hún og hlær. „Það er ekk- ert í kjólinn fyrir jólin átak hjá mér.“ Margrét stendur um þessar mund- ir fyrir helgarnámskeiði í þjóðbún- ingasaumi í Borgarnesi og vonast til að hópur þjóðbúningaáhugafólks í Borgarfirði stækki. „Hildur kem- ur hér fjórar helgar fram að jólum að kenna okkur að sauma. Enn sem komið er erum við ekki margar hér úr Borgarfirði en ég finn samt fyrir áhuga þegar ég ræði þjóðbúninga, sem ég geri oft,“ segir hún kímin og heldur áfram. „Það var sérstaklega gaman síðasta vor að á skólaslitum fannst stjórnendum Grunnskólans í Borgarnesi tilvalið að klæðast peysu- fötum við útskrift 10. bekkjar. Ég gat aldeilis reddað því og fann til peysu- föt á þær báðar.“ Ekki mikilvægt að hafa áhuga á handavinnu Margrét segist ekkert vera að grínast með það hvernig þjóðbúningaáhug- inn heltaki hana. „Þetta er svo gam- an að maður getur ekki hætt, þetta einhvern veginn heltekur mann. Ég held að þetta sé fyrir mig eins og jóga, hugleiðsla og líkamsrækt er fyr- ir marga. Þetta er í raun bara góð hugleiðsla og maður sekkur ofan í þetta,“ útskýrir hún. En þarf mað- ur ekki að vera lagin við alla handa- vinnu til að geta sokkið sér í þetta áhugamál? „Alls ekki,“ svarar Mar- grét. „Ég er engin handavinnukona og kem helst ekki nálægt saumavél. Það er vel hægt að sauma þjóðbún- ingana án saumavélar en flest er gert í höndunum. Það sem heillar mig við þetta eru náttúrulega þjóðbúning- Fékk áhuga á íslenska þjóðbúningnum Rætt við Margréti Skúladóttur þjóðbúningaáhugakonu og kennara í Borgarnesi Hér má sjá áhugasamar saumakonur á námskeiði í þjóðbúningasaumi í Borgar- nesi. Margrét Skúladóttir áhugakona um þjóðbúninga er hér að sauma á námskeiði í þjóðbúningasaumi í Borgarnesi fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá forsprakka Þjóðbúningafélags Vestfjarða. F.v: Friðgerður Ómarsdóttir, Margrét Skúladóttir, Guðrún Hildur Rósinkær og Matthildur Helga og Jónudóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.