Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 20188 Rafmagnsbilun HELLISSANDUR: Rafmagn fór af Hellissandi í Snæfellsbæ sl. laugardagskvöld. Eftir bil- analeit og viðgerð starfsmanna RARIK var búið að koma raf- magni á að nýju um klukkan 20. -mm Neyðarkallar verða í gömlum stíl LANDIÐ: Fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita fer fram dagana 1.- 3. nóvember nk. Neyðarkall þessa árs er til- einkaður 90 ára afmæli Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem ruddi brautina. -mm Dæmdur í farbann VESTURLAND: Landsrétt- ur staðfesti á fimmtudaginn dóm Héraðsdóms Vesturlands frá 22. október sl. þar sem karlmaður með albanskt vega- bréf var úrskurðaður í farbann til 19. nóvember nk. Hann er grunaður um nauðgun 22. ágúst í sumar sem átti sér stað á Vesturlandi og sætir rannsókn vegna þess máls. Taldi héraðs- dómari yfirgnæfandi lýkur á að maðurinn myndi hverfa af landi brott áður en rannsókn á máli hans lyki og úrskurð- aði því í farbann. Landsréttur staðfesti þann dóm. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 20. - 26. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 5.441 kg. Mestur afli: Ísak AK: 4.874 í tveimur róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 20.480 kg. Mestur afli: Álfur SH: 10.805 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 142.214 kg. Mestur afli: Hringur SH: 59.702 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 113.200 kg. Mestur afli: Brynja SH: 19.752 kg í fimm róðrum. Rif: 7 bátar. Heildarlöndun: 63.906 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 28.012 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 72.376 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 25.547 kg í fimm löndunum.a Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 59.702 kg. 24. október. 2. Helgi SH - GRU: 44.296 kg. 22. október. 3. Farsæll SH - GRU: 36.065 kg. 23. október. 4. Stakkhamar SH - RIF: 11.743 kg. 26. október. 5. Saxhamar SH - RIF: 8.595 kg. 23. október. -kgk Byggðarráð Borgarbyggðar tók á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag fyrir tillögu Sigurðar Inga Jóhanns- son samgönguráðherra að fimm- tán ára samgönguáætlun. Byggðar- ráð bókaði m.a. í umsögn sinni að litlu er áætlað að verja í vegagerð á Vesturlandi á komandi árum. Þá mótmælir byggðarráð harðlega hversu litlum fjármunum er varið í vegabætur innan sveitarfélagsins á næstu fimmtán árum, ekki síst í ljósi landstærðar sveitarfélagsins og slöku ástandi vega. Bókun byggðar- ráðs er í heild þessi: „Borgarbyggð er með lands- tærstu og víðfeðmustu sveitarfé- lögum landsins. Það gefur sveitar- félaginu ákveðna sérstöðu á lands- vísu. Ein af sérstöðu sveitarfélagsins er hve búseta er dreifð um sveitar- félagið. Því er vegakerfi mjög um- fangsmikið innan þess. Miklu máli varðar að samgöngur séu greiðar í svo landstóru sveitarfélagi, hvort sem er fyrir íbúa í dreifbýlinu til að sækja atvinnu eða þegar þörf er á að að veita þeim margháttaða þjón- ustu. Um 60% vega á Vesturlandi eru ekki lagðir bundnu slitlagi. Stór hluti þessara malarvega eru innan Borgarbyggðar. Í allri þeirri um- ræðu um að þörf sé á að leggja sér- staka áherslu á að taka þurfi sérstakt tillit til aukningar á ferðamanna- straumi til landsins við áherslur um aðgerðir í vegamálum þá má ekki gleyma því að vegir eru einnig og ekki síður fyrir þá íbúa sem land- ið byggja. Um 300 km. af vegakerfi Borgarbyggðar eru malarvegir. Víða er ástand þeirra mjög slæmt. Með grófri nálgun má færa fyrir því rök að skólaakstur fari fram á um helmingi þessara vega. Þjónusta þarf mjólkurframleiðendur reglu- bundið á álíka löngum malarveg- um. Akstur skólabíla og mjólkurbíla fer þó alls ekki alltaf saman. Mikið af malarvegum og þá sérstaklega á Mýrunum eru illa uppbyggðir og illa viðhaldnir troðningar.“ Engar framkvæmdir á vegum í lágsveitum Byggðarráð Borgarbyggðar mót- mælir harðlega hve litlir fjármun- ir eru lagðir til uppbyggingar vega- kerfisins innan Borgarbyggðar í langtímaáætlun í samgöngumálum. „Ekki er gert ráð fyrir að lagðir séu fjármunir til að ljúka Uxahryggja- vegi fyrr en eftir 5-10 ár. Sú leið er gríðarlega mikilvæg hvað varð- ar bættar samgöngur milli Vestur- lands og Suðurlands. Síðan er svo- kölluð „hjáleið“ framhjá Borgar- nesi sett inn á samgönguáætlun eft- ir 10-15 ár. Þessi framkvæmd hef- ur verið inni á samgönguáætlun um áratuga skeið en án þess að af fram- kvæmdum hafi orðið. Hæpið er því að búast við að úr henni verði á þessu tímabili frekar en á liðnum áratugum. Með hliðsjón af fram- ansögðu þá er ekki að sjá að neinar framkvæmdir í uppbyggingu vega í lágsveitum Borgarbyggðar séu fyr- irhugaðar á næstu 15 árum þrátt fyrir gríðarlega langt malarvega- kerfi sem að verulegu leyti er í mjög lélegu ástandi.“ Nánast ekkert á Vesturland Í samantekt þeirri sem SSV hefur nýlega tekið saman kemur fram að einungis eigi að leggja 500 m.kr. til nýframkvæmda á Vesturlandi á næstu fimm árum. „Það er alger- lega óviðunandi niðurstaða. Fjár- veitingar til tengivega eru einnig óásættanlegar miðað við umfang og ástand malarvega í sveitarfélaginu. Þegar litið er til samgönguáætl- unarinnar í heild sinni þá vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé að setja Vesturland og Vestfirði í einn flokk sem nefnist Vestursvæði. Miklir fjármunir renna til þessa svæðis í samgönguáætlun þeirri sem kynnt hefur verið. Að langstærstum hluta renna þeir til Vestfjarða vegna þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem þar standa yfir eða eru fyrir- hugaðar. Ekki skal á nokkurn hátt dregið úr nauðsyn fyrirhugaðra vegabóta á Vestfjörðum. Það kæmi á hinn bóginn miklu skýrar í ljós í þeim tillögum að samgönguáætlun sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, hve litla fjármuni er fyrirhugað að leggja í vegaframkvæmdir á Vestur- landi á komandi árum, ef Vestur- land stæði eitt og sér í áætluninni.“ Byggðarráð fól sveitarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins um samgönguáætlun. mm Borgarbyggð mótmælir framlagðri samgönguáætlun ráðherra Samkvæmt fyrirliggjandi samgönguáætlun verða vegir í lágsveitum Borgarbyggðar friðaðir a.m.k. næstu fimmtán árin. Þessi mynd er tekin á Mýrunum fyrir allmörgum árum, er og verður að óbreyttu í fullu gildi áfram. Skagamaðurinn Guðlaugur Hjart- arson vélfræðingur og rafvirki keypti í sumar tvinnbíl af Out- lander gerð. „Mér fannst ekki nógu gott að hleðslutæki bílsins þyrfti alltaf að liggja fyrir fram- an bílskúrshurðina í öllum veðr- um og fékk fljótlega leið á því að opna bílskúrinn til þess að hlaða bílinn,“ segir hann. „Ég ákvað því að hanna sjálfur hleðslukassa og lét smíða hann fyrir mig og hef kom- ið honum í sölu,“ segir Guðlaugur í samtali við Skessuhorn. Guðlaugur segist hafa leitað eft- ir sambærilegum kassa á markað- inum en ekki fundið. „Hleðslu- kassinn er því alíslensk hönnun og smíði, gerður úr plexigleri. Í kass- anum er innstunga sem hleðslu- tækinu er stungið í samband við og tækið sjálft lagt í botninn á kassan- um. Kassinn er læstur með lykli og niður úr honum kemur kapallinn sem tengist bílnum. Kaplinum er hægt að vefja utan um hleðslukass- ann. Kassinn er skrúfaður á vegg en einnig er hægt að kaupa staur til að hafa hleðslukassann frístand- andi. Hleðslukassinn passar fyrir öll helstu hleðslutæki rafmagns- bíla,“ segir hann. Hleðslukassinn kostar 34.900 krónur, en 39.900 ef keyptur er búnaður til að láta hann vera fríst- andandi. Hægt er að panta með að senda skilaboð á info@hledslukassi. is Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Hleðslukassi. mm Hannaði og selur hleðslukassa fyrir rafmagnsbíla Hleðslukassi á skúrvegg. Hleðslukassi við innkeyrslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.