Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201826 Snorrastofa í Reykholti býður til sýningar um fullveldisárið í há- tíðarsal Snorrastofu, héraðsskóla- húsinu, laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Á sýningunni raðast saman munir og minningar; ljósmynd- ir, sendibréf og önnur slík minn- ingarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Brugðið er upp myndum af bæj- um og búendum, mennt og menn- ingu, lífsbaráttu og tómstund- um Borgfirðinga. Fréttir ársins af borgfirskum málefnum eru einn- ig fengnar úr prentuðum blöðum – og mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967) skráði. Óskar Guðmundsson rithöf- undur fylgir sögusýningunni úr hlaði með fyrirlestri: 1918- Borg- firðingurinn í heiminum og heim- urinn í honum. Páll Guðmundsson á Húsafelli flytur tónlist í anda dagsins á birki- flautu sína og Gunnlaugur Júlíus- son sveitarstjóri opnar sýninguna. Þá flytur Bergur Þorgeirsson for- stöðumaður ávarp og dagskránni stjórnar Jónína Eiríksdóttir. Við undirbúning þessa viðburð- ar hefur Snorrastofa notið liðsinn- is víða í héraði og afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands styrkti framtakið. Meðal annars var leitað til Félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, Safna- húss Borgarfjarðar – Byggða- og Skjalasafns, Ljósmynda- og Bóka- safns Akraness, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og einstaklinga hér í héraði og víðar. Hönnuðir sýning- arinnar eru þau Birna Geirfinns- dóttir, Chris Petter Spilde og Lóa Auðunsdóttir, sem reynast hér sem fyrr, góðir liðsmenn stofnun- arinnar. Eftir opnunardaginn verður sýningin opin helgina 1. -3. des- ember og ennfremur verður hægt að panta aðgang að sýningunni hjá gestastofu Snorrastofu. -fréttatilkynning Árið 1918 í Borgarfirði: Sýning og fyrirlestur í Snorrastofu Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukk- an 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 92 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „September“. Vinningshafi að þessu sinni Sigríður Matthíasdótt- ir, Logafold 182, 112 Reykjavík. Máls- háttur Þegar Runa Bardagi Tónn Óvær Skjól Skokk Form Óhóf Vídd Hljóm- fall Yrkir Uppbót Viðlag Dráttur Yfir- höfn Ái Eyðir Mál Laun Næði Vermir Dvel Smink Reik Suddi Ójafna Hryggur Galsi Miti Tónn Rugl Nót Óhóf Útjörð Boli Spýta Stían Afl Brík 1 Vesæl Gleði Grafa 6 Stafur Hljóm Sk.st. Kusk Elskaðir Refir Svall Þrot Fum Örn Klór Tilgerð Drykkur Röð Óttast Rusl 4 Kuðl Spann Mær Veltur Sárt 8 Vitni Prútt Loftop Stauta Óreiða Skolla Svik Ferð Kapp- gjarnir Sk.st. Sætta sig við Um síðir Frjals Kerti Suddi Klafi Átt Veisla Drótt Hóst 2 Hroki Lon Orka 5 Fimm Ágóði Spurn Bið Iðn Stikar Gætin Gamla Ætið Sonur Grípa Vafi Ella Sálir Álit Læti Spilda Endast 7 Kvað Sérhlj. Sáð- lönd Elfum 3 Bugtir 9 Snúast Hnupl 1 2 3 4 5 6 7 8 9 S H A U S T L I T I R S M Á Ó E F A Ð O Á B A T I J U K K B U G T K I T L A Ó N A T A G A N A F T A N T Æ R Á R A N S F O R R Á R Ó L E G E I R T R I M M E I M A R I y Ó A M S T U R N S O S P O R N U S A G N A S T L I S L A G A R I S T Ó U L L K L Ó L Á Æ T I Ð T I L I S P Ö L U R N A A N Í P A G Ó M A R N U N N A T A N N A R A M Ó N K U R T G N Á S K Á L A N N Æ R A U N A Ð Á R A N G U R R Ó R R Ý M A L Á R A N A E S E P T E M B E RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Sunnudaginn 4. nóvember næst- komandi verða haldnir tónleikar í Innra-Hólmskirkju. Það eru þær Sigríður Hjördís Indriðadótt- ir flautuleikari og Þórdís Gerð- ur Jónsdóttir sellóleikari sem flytja dagskrá sem þær kalla Barrokk og brasilískt. Sigríður Hjördís er frá Kjarnasstöðum og mun hún því spila á heimaslóðum, en tónleik- arnir eru liður í Vökudögum á Akranesi. Á tónleikunum verða flutt tvö einleiksverk, það fyrra eru tilbrigði eftir Marin Marais gömbuleikara og tónskáld, seinna verkið er hin þekkta Selló svíta no.1 eftir J.S. Bach. Þriðja verkið er seiðandi dúó frá Braselíu eftir Heitor Villa-Lo- bos, fremsta tónskáld suður Amer- íku. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og verða um klukkustundar langir. Að- gangseyrir kr. 2.500. Þetta eru aðrir tónleikarnir sem haldnir eru í kirkj- unni á þessu hausti og rennur allur aðgangseyrir í viðahaldssjóð kirkj- unnar. Viðhaldi kirkjunnar hefur verið verulega ábótavant svo ára- tugum skiptir og eru komandi tón- leikar liður í því að safna í sjóðinn. Heitt verður á könnunni og nýbak- aðar kleinur í boði, eftir tónleika. Það er listafélagið Kalman sem stendur fyrir tónleikunum. Innri-Hólmur í Hvalfjarðarsveit er einn elsti kirkjustaður á landinu. Segir í Landnámu að þar hafi ver- ið reist kirkja nokkuð fyrir kristni- töku árið 1000. Vitað er að þar var kirkja þegar tíundarlög voru sett árið 1096. Kirkjan sem nú stendur í Innra-Hólmi var vígð árið 1892. Henni hefur verið valinn staður á fallegum stað og hefur kirkjan og umhverfi hennar verið afar vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Inni í kirkjunni er afar góður hljómburð- ur og má segja að hún sé því heppi- leg undir tónleikahald. -fréttatilkynning Barrokk og brasilísk tónlist í Innra-Hólmskirkju Söngflokkurinn Bræðurnir kom fyrst saman árið 1915 undir stjórn Bjarna Bjarnasonar organista og bónda á Skáney og gerði víðreist á næstu misserum við góðar undirtektir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.