Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201810
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fékk
á þessu ári úthlutað peningum úr
svokallaðri Innviðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar sem styrkja á upp-
bygginga á ferðamannastöðum.
Pengingar fengust til ýmissa verk-
efna í Þjóðgarðinum, eins og rakið
er hér að neðan. Meðal stærri má
nefna uppbyggingu bílastæðis við
gestastofu Þjóðgarðsins á Malar-
rifi, bætt bílastæði við Djúpalón og
nýtt salernishús sem verður stað-
sett við Útnesveg ofan vegamóta
að Djúpalóni. Auk þess fékkst fjár-
magn til þess að endunýja útsýnis-
pall við Gatklett á Arnarstapa.
Gestastofan á Malarrifi var
opnuð í júnílok 2016 en var áður
á Hellnum. Fjöldi gesta sækir
gestastofuna heim og er áætlað
að á þessu ári komi þangað ríflega
70.000 manns. Samhliða opnun
gestastofunar hefur Malarrif öðl-
ast sess sem einn af stærri áfanga-
stöðum í Þjógarðinum og nýta
fjölmargir gesta Malarrif til úti-
veru og gönguferða. Í haust var
hafist handa við stækkun og úr-
bætur við bílastæði gestastofunn-
ar, enda var eldra stæðið of lítið.
Á bílastæðinu verða sérstæði fyr-
ir rútur, stæði fyrir hreyfihamlaða
og hraðhleðslustæði auk fjölda al-
mennra bílastæða. Jafnframt verða
lagðar stéttir að gestastofunni og
umhverfi hennar bætt. Arkitekta-
stofan Landslag hannaði bílastæð-
in, en sú teiknistofa á einnig heið-
urinn af stiganum á Saxhól sem
hlotið hefur alþjóðleg hönnunar-
verðlaun. Framkvæmdaraðili við
bílastæðið er B.Vigfússon ehf og
er áætlað að jarðvinnu og slétt-
un bílastæðisins ljúki í nóvember
á þessu ári og að bílastæðið verði
malbikað og merkt á næsta sumri.
Hönnun stendur yfir á bílastæð-
inu við Djúpalón og hefjast fram-
kvæmdir við þau næsta vor. Nú-
verandi salerni á Djúpalóni verða
fjarlægð og ný salerni reist ofan
vegamótanna að Djúpalóni. Sal-
ernin verða því við þjóðveginn og
nýtast fleirum sem um Þjóðgarð-
inn fara. Jafnframt verða sett upp
bílastæði við salernishúsin.
Þessa dagana er verið að setja
upp fjarskiptasendi við Purkhóla
og lítið fjarskiptamastur verður
reist vestan í Beruvíkurhrauni.
Með þessari framkvæmd mun nær
allur Þjóðgarðurinn komast í síma-
samband. Aðeins hluti Jökulháls-
ins verður án sambands. Verktak-
ar eru að leggja rafstreng og ljós-
leiðara í vegöxlina frá Svalþúfu að
sendistöðum og nýtur nýtt salerni
ofan Djúpalóns góðs af því. Verð-
ur salernishúsið opið allt árið.
Þá stendur yfir hönnun á nýj-
um útsýnispalli við Gatklett á Ar-
nastapa og stefnir í að hann verði
reistur á vordögum næsta árs.
Viðbótarfjármagn fékkst til land-
vörslu í Þjóðgarðinum á þessu ári
og verður gestastofan á Malarrifi
opin alla daga til áramóta, utan
stórhátíðisdaga. Opnunartíminn
verður frá klukkan 11:00 á morgn-
ana til 16:00 á daginn frá og með
1. nóvember. Jón Björnsson þjóð-
garðsvörður segir að það sé von
stjórnenda Þjóðgarðsins að frek-
ari viðbætur fáist til landvörslu í
þjóðgarðinum á næsta ári og að
opnunartími gestastofunnar verði
tryggður alla daga. Stefnan sé að
innan skamms verði landverðir
ráðnir til heilsársstarfa og hvetur
hann heimamenn til þess að sækja
landvarðanámskeið og koma til
starfa í Þjóðgarðinum, jafnt nátt-
úru hans sem nærsamfélagi til
heilla. þa
Fimmtudaginn 1. nóvember síðast-
liðinn færði bæjarstjórn Akraness
Braga Þórðarsyni nafnbótina heið-
ursborgari Akraness við hátíðlega
athöfn á Bókasafni Akraness. Um
150 gestir voru viðstaddir. Bragi er
áttundi einstaklingurinn sem hlýt-
ur þessa nafnbót en á undan hon-
um hafa verið: Einar Ingjaldsson,
sr. Friðrik Friðriksson, Ólafur Fin-
sen læknir, Guðrún Gísladóttir ljós-
móður, sr. Jón M. Guðjónsson, Þor-
geir Jósefsson og Ríkharður Jóns-
son. Öll eru þau fallin frá. Allir þess-
ir einstaklingar stuðluðu að því,
hver með sínum hætti, að skapa bæj-
arfélaginu Akranesi sérstöðu með-
al annarra sveitarfélaga og efldu
með íbúunum stolt, sem ekki verð-
ur metið til fjár, segir í tilkynningu
Akraneskaupstaðar.
Á kvöldvöku á fimmtudaginn
sem helguð var útnefningu heið-
ursborgaa tók fyrstur til máls Sæv-
ar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Fór
hann yfir starfsferil Braga og fyrstu
kynni þeirra Braga árið 1985 þeg-
ar hann þá nýfermdur fór til hans í
Bókaskemmuna og ráðstafaði drjúg-
um hluta fermingarpeninga sinna
til kaupa á hljómflutningstækjum.
Mætti hann þar einstakri hlýju og
góðri nærveru Braga. Að lokinni
ræðu var Braga færður blómvönd-
ur og skjal heiðursborgaratigninni
til staðfestingar ásamt grip til minn-
ingar sem Dýrfinna Torfadóttir
gullsmiður og skartgripahönnuð-
ur gerði af þessu tilefni. Gripurinn
er táknrænn um samheldni þeirra
hjóna, Braga og Elínar Þorvalds-
dóttur á lífstíðinni, og áhrifa þeirra
á samfélagið á Akranesi.
Bragi tók þar næstur til máls og
lýsti þakklæti sínu í garð bæjar-
stjórnar og Skagamanna allra. Fór
hann yfir atvinnusögu sína og líf
þeirra hjóna á Akranesi. Halldóra
Jónsdóttir bæjarbókavörður á Bóka-
safni Akraness tók næst til máls og
færði Braga hamingjuóskir með
nafnbótina en Halldóra og Bragi
eiga góðan vinskap í gegnum bók-
menntir og má nánast fullyrða að
Bókasafn Akraness sé annað lög-
heimili Braga. Óskar Þór Þráins-
son upplýsingafræðingur og útgef-
andi hjá emma.is flutti næst erindi
sem fjallaði um nútíma prenttækni
og síðastur á mælendaskrá var Jak-
ob Þór Einarsson leikari sem las úr
safni Braga við góðar undirtektir.
Jónína Erna Arnardóttir og Hrefna
Berg fluttu tónverk og yngri hópur
þjóðlagasveitarinnar flutti í kjölfar-
ið verk undir leiðsögn Hrefnu Berg.
Að dagskrá lokinni var boðið upp á
veitingar. mm
Athöfn þar sem Bragi Þórðarson
var gerður að heiðursborgara
Bragi og Elín ásamt sjö bæjarfulltrúum og bæjarstjóra. F.v. Sævar Freyr Þráinsson,
Elsa Lára Arnardóttir, Gerður J Jóhannsdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Bragi
Þórðarson, Elín Þorvaldsdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Rakel Óskarsdóttir,
Einar Brandsson og Ólafur Adolfsson. Ljósm. Myndsmiðjan.
Vinna við niðurrif gamla tengi-
virkisins við Þjóðbraut 44 á Akra-
nesi hófst í síðustu viku. Það var
Work North ehf. sem annast nið-
urrif og förgun hússins fyrir Veitur
ohf. „Verkið hófst föstudaginn 26.
október og á að verða að fullu lok-
ið föstudaginn 14. desember,“ segir
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Veitna, í samtali við
Skessuhorn.
Gamla tengivirkið við Þjóðbraut
44 hefur staðið ónotað frá því fram-
kvæmdum við nýtt tengivirki Veitna
og Landsnets lauk vorið 2016. Nýja
tengivirkið var síðan formlega vígt í
janúar á síðasta ári. Svæðið þar sem
gamla tengivirkið stendur er hugs-
að sem íbúabyggð til framtíðar í að-
alskipulagi Akraneskaupstaðar, eins
og nærliggjandi svæði. kgk
Gamla tengivirkið á
Akranesi rifið
Þak hússins rifið síðdegis á þriðjudaginn í síðustu viku. Ljósm. kgk.
Ýmsar framkvæmdir í gangi í
Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Aðgengi að Djúpalónssandi verður bætt, en meðfylgjandi mynd sýnir þá óreiðu sem þar getur skapast vegna fjölda gesta.
Framkvæmdir við stækkun bílastæða á Malarrifi.