Skessuhorn - 07.11.2018, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201818
Frú Anna Guðrún Klemensdótt-
ir, eiginkona Tryggva Þórhalls-
sonar forsætisráðherra, opn-
aði Hvítárbrúna fyrir umferð
með því að klippa á silkiborða
sem strengdur hafði verið yfir
brúna. Tók vegamálastjóri fram
að skærin skyldi hún geyma til
minja um atburðinn. Það gerði
Anna Guðrún og gaf síðar son-
ardóttur sinni og nöfnu, Önnu
Guðrúnu Björnsdóttur, sem nú
varðveitir skærin. Skæri þessi
eru úr silfri, smíðuð af Jónat-
an Jónssyni frá Stóra-Kálfalæk,
gullsmið í Reykjavík. Skærin
góðu eru einn af sýningargrip-
um á sýningu um Hvítárbrúna.
Á skærin góðu er grafið: „Hvít-
árbrú – Vígð 1/11 1928“.
Trúlofuðu sig á
brúnni
„Benta mín var sýsluskrifari
og þjónaði báðum sýslum og
faðir hennar sýslumaður. Því
þótti ekki gott að gera upp á
milli sýslnanna,“ segir Valgarð
Briem lögmaður í frásögn sem
finna má á sýningunni. Hann og
Benta Margrét Jónsdóttir trú-
lofuðu sig uppi á miðri Hvítár-
brúnni 12. maí 1948. Þennan
dag fór Benta á sýslumannsbíln-
um út á Akranes og sótti unn-
ustann. Hann var með hringana
í vasanum og tók þá upp í stuttu
stoppi á miðri brúnni. „Þegar
búið var að innsigla trúlofunina
var Dóri mjólkurbílstjóri kom-
inn upp á brúna á eftir okkur en
hann hafði verið að sækja mjólk
í Andakíl. Hann var í stúkusæti
og þegar ég leit út um aftur-
gluggann sá ég glottið á hon-
um,“ segir Valgarð.
Af skærum
og trúlofun
Síðastliðinn fimmtudag var opnuð
í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgar-
nesi sýning um Hvítárbrú við Ferju-
kot. Þennan dag fyrir réttum níutíu
árum var brúin formlega vígð og tek-
in í notkun. Sögusýningin er sam-
in af Helga Bjarnasyni, blaðamanni
frá Laugalandi í Stafholtstungum,
sem jafnframt átti hugmyndina að
verkefninu, safnaði ljósmyndum auk
mynda sem hann sjálfur hefur tek-
ið í áranna rás. Heiður Hörn Hjart-
ardóttir hönnuður á Bjargi hannaði
sýninguna og færði á spjöld. Á þeim
gefur að líta afar fróðlegan texta og
fjölda mynda allt frá brúargerðinni
og til dagsins í dag. Fjölmenni var við
opnun sýningarinnar á fimmtudags-
kvöld, ávörp flutt og saga brúargerð-
arinnar sögð. Héraðsbúar eru hvatt-
ir til að sjá þessa sýningu. Þá er kost-
ur að gefa sér góðan tíma til lesturs.
Ókeypis aðgangur er að sýningunni
og verður hún opin kl. 13-18 fram til
12. mars 2019.
Hvítárbrúin olli straumhvörf-
um í samgöngum jafnt innan héraðs
og sem tenging milli landshluta, en
straumhörð Hvítáin var mikill far-
artálmi þar til brúin var byggð. Brú-
in sjálf þótti frá fyrstu tíð og æ síð-
an einkar glæsilegt mannvirki og er
metin eitt af stærstu verkfræðilegum
afrekum tuttugustu aldarinnar hér
á landi. Athygli vekur að vinnan við
brúargerðina tók einungis sjö mán-
uði. Hafist var handa við brúargerð-
ina í apríl 1928 og því lokið í október
sama ár.
Sýningin er helguð minningu Þor-
kels Fjeldsted, fyrrum bónda í Ferju-
koti, sem lést fyrir aldur fram árið
2014. Þorkell bjó alla sína ævi í ná-
grenni við brúna og lét sér alltaf
mjög annt um hana. Hann varðveitti
og miðlaði auk þess sögulegum fróð-
leik alla sína tíð. Sýningin er styrkt af
Kaupfélagi Borgfirðinga.
Um tilurð brúarinnar og
umskiptin sem urðu við
opnun hennar
Í Morgunblaðinu síðastliðinn
fimmtudag birtist ágrip af sögu brú-
arsmíði yfir Hvítá. Sú frásögn fer hér
á eftir með góðfúslegu leyfi:
Sameinaði héraðsbúa
„Hvítá var mikill farartálmi og skipti
Borgarfjarðarhéraði í raun í tvo hluta.
Brú sem byggð var við Kljáfoss undir
lok nítjándu aldar bætti nokkuð úr en
íbúar neðri sveita héraðsins notuðu
lögferjurnar. Ferjan hjá Ferjukoti var
mest notuð enda var hún á einni fjöl-
förnustu leið landsins. Sem dæmi má
nefna að eftir að byrjað var að slátra
í Borgarnesi þurftu bændur úr Anda-
kíl, Lundarreykjadal, Skorradal og
hluta Flókadals að láta ferja fé sitt
og nautgripi yfir ána. Það var und-
ir duttlungum árinnar komið hvern-
ig ferðin gekk. Hvítárbrúin breytti
því heilmiklu í atvinnulífi og félagslífi
íbúa Borgarfjarðarhéraðs. Hún opn-
aði dyr innan héraðs, jók héraðsvit-
und og átti sinn þátt í því að gera hér-
aðið að einni heild.“
Ferjustaðir um aldir
Þegar ferjan hjá Ferjukoti lagðist af
með opnun Hvítárbrúarinnar árið
1928 hafði þar verið lögferja í 62 ár.
Eins og nöfn bæjanna Ferjubakka
og Ferjukots benda til er saga ferju-
flutninga á þessum stað mun lengri.
Almenningsferja var í Ferjukoti eft-
ir að það var stofnað sem sjálfstætt
býli undir lok 17. aldar en máldagi
sælubús á Ferjubakka, eitt elsta skjal
um sögu Borgarfjarðar og landsins
alls, bendir til að þar hafi verið ferja
snemma á miðöldum.
Jón Þorláksson, þá landsverk-
fræðingur en síðar forsætisráðherra,
gerði fyrstu mælingar á brúarstæði á
milli Hvítárvalla og Ferjukots á árinu
1910. Brúarstæðið þurfti að vera neð-
an ármóta Norðurár til þess að ekki
þyrfti að brúa hana líka. Eðlilegt er að
litið hafi verið til ferjustaðarins enda
er þar styst yfir ána. Niðurstaðan varð
að brúa ána 200 metrum ofan við
ferjustaðinn. Þar eru traustar undir-
stöður í klettum beggja vegna ár.
Borgfirðingar og Mýramenn höfðu
lengi barist fyrir brú. Safnað var í
vega- og brúarsjóð og stóðu sýslurn-
ar fyrir lagningu vegar hjá Eskiholti.
Þjóðvegurinn var færður frá Kljáfossi
að Ferjukoti á árinu 1924 og eftir það
komst brúargerð fyrir alvöru á dag-
skrá stjórnvalda.
Steinsteypt
bogabrú ódýrust
Til þess að hægt væri að byggja brú
á þessum stað þurfti að sprengja fyr-
ir vegi í Ferjukotsklettum, að brú-
arendunum. Það var gert sumar-
ið 1927 og brúin var byggð sumarið
eftir. Miklar athuganir voru gerðar
á því hvaða gerð af brú væri heppi-
legust. Verkfræðingar töldu í upp-
hafi hengibrú úr járni tiltækilegasta
vegna þess að þá þyrfti ekki að gera
stöpul úti í ánni. Járngrindarbrú með
steyptu gólfi kom einnig til greina en
þegar gerðar voru athuganir á stein-
steyptri bogabrú kom í ljós að góðir
möguleikar voru á því að grafa niður
á trygga undirstöðu og steypa stöpul
og reyndist sú gerð ódýrasti kostur-
inn. Þess vegna varð bogabrú í tveim-
ur höfum fyrir valinu, brúin sem enn
stendur.
Vinna við brúargerðina hófst 12.
apríl og stóð til loka nóvembermán-
aðar. Verkið tók því um sjö og hálf-
an mánuð þótt mesta vinnan hafi
verið um sumarið þegar miðstöpull-
inn var byggður. Það þótti vel af sér
vikið og þætti einnig gott í dag, mið-
að við þann hægagang sem oft er á
opinberum framkvæmdum. Geir G.
Zoëga vegamálastjóri, Árni Pálsson
verkfræðingur, sem hannaði brúna og
hafði eftirlit með smíðinni, Sigurður
Björnsson, brúarsmiður og verkstjóri
við brúarsmíðina, og brúarmenn allir
unnu gott starf, eins og brúin sjálf ber
best vitni um.
Það sem meira er og margir sem
standa í framkvæmdum í dag mættu
læra af, þá stóðust áætlanir um kostn-
að. Brúin kostaði nálægt 165 þúsund
krónum og vegurinn utan í hamrin-
um 23 þúsund til viðbótar.
Hvítárbrúin var með mestu brúar-
mannvirkjum. Þegar hún var byggð
var hún fjórða lengsta brú landsins og
sú steinsteypta brú sem mest var lagt
í. Sem dæmi um umfangið má nefna
að kostnaður við Hvítárbrúna eina
var jafnmikill og samtals við 22 aðrar
brýr sem lokið var við á þessu sama
ári og nam um fimmtungi allra út-
gjalda ríkisins til vegamála þetta ár.
Kom til handalögmála
Frá upphafi var litið til þess að Hvít-
árbrúin væri mikilvægur liður í því
að koma á bílvegasambandi á milli
Reykjavíkur og Norðurlands. Veg-
urinn þokaðist úr Reykjavík og upp
á Kjalarnes og að lokum var ákveð-
ið, eftir nokkrar vangaveltur, að hann
yrði lagður um láglendi fyrir Hval-
fjörð og vestur fyrir Hafnarfjall. Eftir
að brúin kom tók það í raun skamm-
an tíma að gera slarkfæran veg fyr-
ir Hvalfjörð og varð sú leið fljótt til-
tölulega fjölfarin þótt enn um sinn
væru flóabátarnir talsvert notaðir.
Þótt brúin væri hugsuð fyrir bíla
var hún lítið breiðari en gömlu brýrn-
ar sem gerðar höfðu verið með þarf-
ir gangandi fólks og ríðandi og vagna
í huga. Þegar fram í sótti fóru um
brúna margfalt þyngri bílar en hönn-
un hennar var miðuð við og umferðin
jókst stórkostlega.
Þegar umferðin var sem mest, áður
en Borgarfjarðarbrúin tók við megin-
hlutverki Hvítárbrúarinnar árið 1980,
gerðist það oft að bílstjórar lentu í því
að vera hraktir til baka þegar bíll úr
gagnstæðri átt var kominn lengra inn
á brúna. Oft var illmögulegt að sjá
þetta fyrir vegna bogans og blindrar
aðkeyrslu inn á brúna. Þótt sá ætti
réttinn sem fyrr komst inn á brúna
var fólk misjafnlega hæft til að bakka
og þá var oftast reynt að leysa úr mál-
um með friðsamlegum hætti. Stund-
um kom þó til snarpra orðaskipta
og jafnvel handalögmála. Ekki hefur
komið til þess á Borgarfjarðarbrúnni,
svo vitað sé.
Hvítárbrúin er enn á sínum stað.
Hefur hún hlutverki að gegna í sam-
göngum innan héraðs og er aðdrátt-
arafl fyrir ferðafólk sem gjarnan
staldrar þar við.“ mm
Sýning opnuð á
níræðisafmæli
Hvítárbrúarinnar
Helgi Bjarnason og Heiður
Hörn Hjartardóttir, höfundar
sýningarinnar um Hvítárbrú.
Meðal gesta á sýningunni voru Sæmundur Sigmundsson sem ættaður er frá
Hvítárvöllum og Flemming Jessen fv. skólastjóri.
Gestir skoða sýninguna. Hér má m.a. sjá þá Pétur Jónsson og Davíð Pétursson.
Fjölmargar myndir eru til af Hvítárbrú enda er mannvirkið vinsælt myndefni. Hér
er mynd sem tekin er ofan af Þjóðólfsholti. Ljósm. Haukur Júlíusson.
Fjögur systkini frá Laugalandi ásamt tveimur mökum. F.v. Jón Kristjánsson,
Steinunn Bjarnadóttir, Helgi Bjarnason, Sigrún Bjarnadóttir, Þórhallur Bjarnason
og Erla Gunnlaugsdóttir.