Skessuhorn - 07.11.2018, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201830
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Af hverju ákvaðst þú að
koma á ungmennaþingið?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á ungmennaþingi
á Laugum í Sælingsdal)
Guðrún Karítas Hallgríms-
dóttir
Mér þykir gaman að heyra
mismunandi skoðanir sem fólk
hefur.
Emma Andersdóttir
Ég er að leysa af aðra stelpu
sem ætti að vera hér, en er í út-
löndum.
Oliver Snær Ólason
Vegna þess að Helgi, besti vin-
ur minn, bauð mér með sér og
ég hef áhuga á þessu.
Linda Rós Leifsdóttir
Ég vildi sjá hvort ég hefði
áhuga á að starfa í ungmenn-
aráði í Borgarbyggð.
Helgi Rafn Bergþórsson
Vegna þess að ég er formaður
nemendafélags er ég sjálfskip-
aður í ungmennaráð og var því
boðið hingað. Svo langar mig
að hafa áhrif.
Skallagrímsmenn máttu sætta sig
við tap á útivelli gegn Breiðabliki í
Domino‘s deild karla í körfuknatt-
leik síðastliðinn fimmtudag. Borg-
nesingar fundu taktinn aldrei al-
mennilega í leiknum og urðu því að
sætta sig við tíu stiga tap, 93-83.
Blikar réðu lögum og lofum á
vellinum í upphafi leiks en Skalla-
grímsmenn voru heillum horfn-
ir. Einkum var varnarleikur Borg-
nesinga afleitur í upphafi. Það
eina sem bjargaði Skallagrími var
að varnarleikur heimamanna var
ekki sá besti heldur. Blikar leiddu
með ellefu stigum eftir upphafs-
fjórðunginn, 34-23. Sóknarleikur
Skallagríms batnaði lítið eitt í öðr-
um leikhluta en Blikar voru áfram
sterkari og leiddu með 14 stigum í
hléinu, 53-39.
Heimamenn byrjðu betur í síð-
ari hálfleik og enn þyngdist róður
Skallagrímsmanna, sem gekk illa
að finna taktinn í leiknum. Staðan
var orðin 63-44 þegar Skallagrímur
skipti yfir í svæðisvörn að eitthvað
fór að ganga hjá þeim. Þeir náðu að
laga stöðuna í 74-65 fyrir lokaleik-
hlutann. Blikar héldu forystunni í
fjórða leikhluta. Skallagrímur náði
að minnka muninn í 86-81 þegar
stutt lifði leiks en nær komust þeir
ekki og heimamenn sigruðu á end-
anum með 93 stigum gegn 83.
Eyjólfur Ásberg Halldórsson var
besti maður Skallagríms í leikn-
um. Hann skoraði 22 stig, tók ell-
efu fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar. Aundre Jackson var með 21
stig og fimm fráköst, Matej Buovac
skoraði 20 stig og Bjarni Guðmann
Jónsson skoraði tíu og tók sjö frá-
köst.
Christian Covile skoraði 26 stig,
reif niður 22 fráöst og gaf sjö stoð-
sendingar í liði heimamanna. Snorri
Vignisson var með 16 stig, sex frá-
köst og fimm stolna bolta, Erlendur
Ágúst Stefánsson skoraði 16 stig og
tók fimm fráköst og Snorri Hrafn-
helsson skoraði 16 stig einnig.
Skallagrímur hefur fjögur stig
eftir fimm leiki og situr í sjötta
sæti deildarinnar þegar þessi orð
eru rituð. Næst leika Borgnesing-
ar föstudaginn 9. nóvember þegar
þeir mæta Haukum á útivelli. kgk
Skallagrímur tapaði gegn Breiðabliki
Eyjólfur Ásberg Halldórsson var besti maður Skallagríms í leiknum.
Ljósm. úr safni/ Skallagrímur.
Töluverðar sviptingar voru á fyrsta
kvöldi aðaltvímennings Bridge-
félags Borgarfjarðar sem spilað var
á mánudagskvöld. Mótinu verður
framhaldið næstu þrjú mánudags-
kvöld. Sextán pör eru skráð til leiks.
Eftir þetta fyrsta kvöld í keppninni
leiða Sveinbjörn og Lárus með
66,7% skor og hafa töluvert forskot
á næsta par sem eru Kolhrepping-
arnir Gísli og Ólafur með 60,4%.
Í næstu sætum eru svo Rúnar og
Guðjón úr Borgarnesi, bændurn-
ir Jón og Baldur í fjórða og Anna
Heiða og Ingimundur í fimmta.
mm
Sveinbjörn og
Lárus í forystu
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við
þá Viktor Jónsson og Óttar Bjarna
Guðmundsson um að leika með liði
Skagamanna næstu tvö árin.
Viktor er fæddur árið 1994 og hóf
sinn feril með Víkingi R. en hefur
undanfarin tvö ár leikið með Þrótti
R., þar sem hann skoraði 35 mörk í
39 leikjum. Heilt yfir hefur hann leik-
ið 140 meistaraflokksleiki og skorað í
þeim 68 mörk. „Það er því ljóst að
Viktor verður gífurlega góð viðbót
í hópinn fyrir komandi átök í Pepsi
deildinni 2019,“ segir í tilkynningu á
vef KFÍA. Þar er jafnframt haft eftir
Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálf-
ara karlaliðs ÍA, að hann sé himinlif-
andi að samkomulag við Viktor sé í
höfn. Sú viðbót við leikmannahóp-
inn sýni metnað fyrir komandi verk-
efnum.
Óttar Bjarni er fæddur árið 1990
og uppalinn hjá Leikni R., en hefur
verið á mála hjá Stjörnunni undan-
farin tvö ár. Á vef KFÍA er haft eft-
ir Jóhannesi Karli að hann telji Ótt-
ar góða viðbót við leikmannahóp ÍA
fyrir komandi átök í Pepsi deildinni,
enda fari þar reynslumikill leikmaður
með yfir 200 leiki að baki fyrir meist-
araflokk.
kgk/ Ljósm. KFÍA.
ÍA semur við tvo leikmenn
Frá undirritun samningsins við Viktor. F.v. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari
karlaliðs ÍA, Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Viktor Jónsson og Sævar
Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA.
Samið við Óttar Bjarna Guðmundssno. F.v. Jóhannes Karl, Óttar Bjarni og Sævar
Freyr.
Skagamaðurinn Guðjón Þórðarson
hefur samið við færeyska knatt-
spyrnuliðið NSÍ Runavík. Samdi
hann um að annast þjálfun liðsins
næstu tvö árin, að því er fram kem-
ur á heimasíðu félagsins. Runavík
hafnaði í öðru sæti í færeysku úr-
valsdeildinni, Betrideildinni, á ný-
liðnu keppnistímabili.
Guðjón er 63 ára gamall og er
þetta fyrsta starf hans við knatt-
spyrnuþjálfun síðan hann stýrði
Grindavík árið 2012. Hann er þó
enginn nýgræðingur í þjálfun, eins
og kunnugt er. Hann vann fjóra
Íslandsmeistaratitla sem þjálfari ÍA
og gerði Skagamenn tvisvar sinn-
um að bikarmeisturum, sem og lið
KR-inga. Á Íslandi hefur Guðjón
hefur einnig þjálfað KA, Keflavík
og BÍ/Bolungarvík. Hann þjálfaði
einnig Stoke City, Barnsley, Notts
County og Crewe Alexandra í
Bretlandi og norska liðið Start.
Síðast en ekki síst stýrði Guðjón
íslenska karlalandsliðinu frá 1997
til 1999.
Sem leikmaður var Guðjón afar
sigursæll, hampaði Íslandsmeist-
aratitlinum fimm sinnum með ÍA
og bikarmeistaratitlinum jafn oft.
kgk/ Ljósm. nsi.fo.
Guðjón Þórðarson
þjálfar í Færeyjum
Grundarfjörður tók á móti ÍA í
Geysisbikarnum, bikarkeppni KKÍ
föstudaginn 2. nóvember síðast-
liðinn. Heimamenn í Grundarfirði
leika í þriðju deildinni en ÍA spilar
í deild ofar. Það var þokkalegt jafn-
ræði með liðunum fyrstu mínút-
urnar en fljótlega í öðrum leikhluta
fóru Skagamenn að sýna styrk sinn
og kláruðu leikinn með töluverðum
yfirburðum. Lokatölur urðu 85-112
Skagamönnum í vil. tfk
ÍA ekki í vandræðum
með Grundarfjörð