Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 8

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 8
ÍHUGA YKKAR OG HJARTA ýlega afhentu evrópsk skólabörn ■ Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, og Catherine Lalumiére, aðalritara ■ Evrópuráðsins, áskorun til evrópskra B leiðtoga frá börnum Evrópu. Athöfnin M fór fram í höfuðstöðvum Evrópuráðs- ■ ins í Strassburg á þeim degi þegar hálf ■ öld var liðin frá því að Þjóðverjar réð- ■ ust inn í Belgíu og Holland og mesta ■ blóðbað sögunnar dundi yfir álfuna. Sú kynslóð barna sem nú elst upp í ríkjum Evrópu þekkir ekki stríð og hugsar um nágrannaþjóðir sem vini en ekki óvini. Bömin ákalla leiðtoga álfunnar að vinna að sameiningu Evr- ópu svo myrkraöflin sem hrundu heimsstyrjöldinni síðari af stað komist ekki upp á yfirborðið aftur. „Við vitum um fortíð- ina en við erum framtíðin,“ segir í ályktun barnanna. Enn fremur ákalla börnin leiðtogana að hafa áskorun þessa stöð- ugt við höndina, á skrifborðum, í skrifstofum og síðast en ekki síst í huga sínum og hjarta. Síðari heimsstyrjöldin leiddi gósentíma yfir íslensku þjóð- ina, eins og Gísli Jónsson menntaskólakennari rifjaði upp í sjónvarpsviðtali um daginn. Hann lýsti því að sem ungur mað- ur hefði hann ekki átt kost á því að fara í menntaskóla nema að stríðsgróðinn hefði verið kominn til sögunnar. Framtíð hans var þar með ráðin um leið og milljónir jafnaldra hans féllu í blóðbaðinu á evrópskri grund. Sú efnahagslega uppbygging sem hér hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar er öllum ljós. Islensk börn fá að heyra það að afar þeirra og ömmur hafi ekki átt sjö dagana sæla í kreppunni og á millistríðsárunum. En hvernig er búið að þess- um börnum hins nýríka nútímasamfélags sem ísland á að heita í dag? í nýafstaðinni kosningabaráttu fór ekkert á milli mála að dagvistarmál barna voru sett á oddinn. Áhrifaríkasta innleggið í þá umræðu var sjónvarpsþáttur sem Hugo Fórisson sálfræðingur hafði umsjón með. Þar var í hnotskurn lýst lífi stórs hluta barna á grunnskólaaldri, barna sem koma heim að tómum kofanum eftir skóla. Barna með lykla um hálsinn sem þurfa að fara á námskeið til að læra að hjálpa sér sjálf gegn þeim hættum sem steðja að þegar þau eru ein heima. Það er hrollvekjandi staðreynd að íslenskar barnafjölskyld- ur eru í miklum vanda. Ung, útivinnandi hjón koma barni sínu fyrir hjá dagmóður. Kannski eru þau heppin. Þegar barn- ið er þriggja ára kemst það að öllum líkindum í leikskóla hálf- an daginn. Fyrstu sex æviárin er það því jafnan í höndum FRAMLAG þriggja aðila á einum sólarhring. Mamma eða pabbi keyra það í leikskólann. Mamma eða pabbi hlaupa úr vinnunni og keyra það til dag- mömmu eftir hádegi. Mamma eða pabbi eða ef til vill einhver þriðji aðili sækir það síðan í eftir- miðdaginn. Þegar barnið er komið í forskóla veltur það á efnum og aðstæðum hvernig og hvort það eyðir stórum hluta dagsins í eigin umsjá eða annarra. Foreldrar þessara bama bjuggu flestir við mun meira öryggi en sú kynslóð sem nú er að alast upp. Það er alveg ljóst að hér er vandamál á ferðinni. Of mörg börn alast upp við óviðun- andi aðstæður. Ekkert tölvuspil eða tækniundur kemur í stað- inn fyrir ást og umhyggju. Þetta endalausa hringl á milli leik- skóla (ef þeir þá fást), dagmæðra og heimila er rugl. Það verður mikið karpað á næstunni um hugsanlega inn- göngu íslands í Evrópubandalagið rétt eins og önnur mál sem skipta framtíð okkar sköpum. Mál málanna er þó börnin sem erfa landið og syndir feðranna koma nægilega niður á þeim þótt þau séu ekki svipt þeim sjálfsögðu mannréttindum að fá að alast upp í friði og öryggi. Eins og málum er nú háttað vantar mikið upp á að svo sé. Sú kynslóð ungra foreldra sem nú byggir landið er sú kynslóð sem þarf að hafa mun meira fyrir því að koma sér upp þaki yfir höfuðið en þeir sem gátu byggt fyrir verðbólgupeninga á áttunda áratugnum. Margt af þessu fólki er yfirkeyrt af fjárhagsáhyggjum og ofan á þær bætist streita og sektarkennd vegna hringlsins með börnin. Það þýðir ekkert að snúa rás tímans við og biðja um mömmur með svuntur og heitt kókó. Kona sem hefur menntað sig á rétt á hvoru tveggja að njóta sín í starfi og sem foreldri. Þjóð- félagið þarfnast þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Lausn þess- ara mála er mjög flókin og alls óvíst hvort börnum sé það hollt að vera átta tíma á dagvistarstofnun, þótt það hljóti að vera skárri kostur en sú tvískipta eða þrískipta gæsla sem nú er í gangi. Ætli íslenskt þjóðfélag sér að koma til móts við nútím- ann þarf að endurskoða öll þessi mál og efla til samstöðu um lausn þar sem hagsmunir barnanna eru settir á oddinn. Þetta er mál sem varðar okkur öll og við eigum öll að leggjast á eitt að leysa. jpfvlu t Ólafur Hannibalsson er með aðalgrein blaðsins að þessu sinni sem fjallar um nýja fjölmiðlarisann sem á að rísa upp úr sameiningu Stöðvar 2, Sýnar og Islenska útvarpsfélagsins. Grein Olafs um Stöð 2 fyrr á þessu ári vakti þjóðarathygli og hefur hann fylgst grannt með framvindu mála á þessum vettvangi eins og umfjöllun þessi leiðir í ljós. Ásdís Egilsdóttir er einn af lausapennum HEIMSMYNDAR. Hún kennir miðaldabókmenntir við Háskóla Islands og sá um þáttaröðina Menntakonur á miðöldum í Ríkisútvarpinu. í þessu blaði fjallar Ásdís um nútímalegar konur fortíðarinnar, aðallega fyrsta atvinnurithöfundinn, Christine frá Pisan. Magnús Þórðarson hefur verið með dálka um mannasiði í blaðinu. Hann hefur fjallað um embættishroka og skort á kurteisi en hér gengur hann skrefi lengra í umfjöllun um framhjáhöld sem margir mundu segja hinn versta ósið. Laufey E. Löve hefur lokið námi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Hún starfar sem blaðamaður og fjallar í þessu blaði um sjálfsvíg á Islandi sem hafa færst óhugnanlega í vöxt upp á síðkastið. Björn Hróarsson hefur skrifað mikið um ferðamál í íslensk blöð. enda víðförull maður. Framvegis verður hann með fasta dálka í HEIMSMYND um forvitnilega staði. 8 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.